Accent-International

blog-msk_Accent

Accent tungumálasetrið var stofnað árið 1988 og býður ráðgjöf og sérhæfða tungumálaþjálfun fyrir fyrirtæki, stjórnendur og sérfræðinga. Accent vinnur náið með fyrirtækjum og einstaklingum víða að úr heiminum og útvegar lausnir vegna tungumálaþjálfunar starfsmanna. Þjálfunarsetur Accent er í Devon á Englandi (1 klst. akstur frá Bristol flugvelli) og býður þrjár tegundir þjálfunar: Einkakennslu, smáhóp, eða samsett námskeið. Sjá nánar hér:

Einkakennsla

Þessi þjálfun er í boði 20-50 tíma á viku (flestir velja 40 tíma). Einstaklingsbundin þjálfun gefur tækifæri til að sérsníða það sem viðkomandi vill taka fyrir, bæði efni og aðferðir. Þjálfarar eru tveir til þrír og þjálfunin er byggð á þarfagreiningu sem gerð er fyrsta morguninn. Þessi aðferð hentar vel þeim sem vilja ná miklum árangri á stuttum tíma. Hægt er að velja um fimm eða sjö daga og einnig hversu mikinn hluta tímans viðkomandi vill stunda sjálfsnám.

Enskuþjálfun í smáhóp

„Smáhópur” er 2 til 4 þátttakendur. þessi leið er einnig mjög góð til að þjálfa almenna ensku, eða viðskiptaensku. Námskeiðið er 40 stundir á viku með fókus á nákvæmni, orðfimi og samskiptahæfileika á ensku. Samsetning hópsins er byggð á þarfagreiningu og ákveðin að loknu stöðuprófi fyrsta morguninn. Námskeiðsáætlunin er lögð fram með samkomulagi þátttakenda. Smáhópur er góð aðferð til að þjálfa enskukunnáttu hratt og vel, en á lægra verði en einkakennsla. Námskeiðið stendur frá 09.00 til 17.00, mánudag til föstudag.

Samsett námskeið

Hægt er að raða saman einkakennslu og hópkennslu með ýmsu móti. Einstaklingskennslan getur snúist um sértæka þjálfun eftir þörfum og hópkennslan til að þjálfa orðfimi og samskiptahæfileika. Þessi námskeið eru oft valin af þeim sem hafa sérþarfir en vilja einnig almenna þjálfun.  Námskeiðið er 40 stundir á viku (20 einstaklingstímar og 20 hóptímar), eða 35 tímar á viku (20 hóptímar, 15 einkatímar og 5 tímar í sjálfsnámi).

Enskunámskeið fyrir fyrirtæki.

Accent vinnur mikið með mannauðs- og þjálfunardeildum fyrirtækja í mörgum löndum við skipulagningu þjálfunar. Slík vinna getur falist í námskeiðum á heimavelli, eða námskeiði í smáhóp á Englandi, þar sem sérstaklega er unnið með þarfir viðkomandi fyrirtækis.

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um námskeiðin. Hafðu hiklaust samband við Lingó fyrir frekari upplýsingar.

Fyrirtækjanámskeið (sérfræðinamskeið)  •  Gisting
•  Námskeið fyrir fyrirtæki (heima eða að heiman)  •  Fjarnám (Virtual English) 

Stefna Accent byggist á persónulegri, faglegri og góðri þjálfun.

Hún er persónuleg vegna þess að starfsstöðin er lítil og fjöldi þátttakenda hverju sinni takmarkaður. Því er hægt að sérsniða þjálfunina að hverjum og einum. Hún er fagleg vegna þess að hjá Accent starfa reyndir og vel menntaðir leiðbeinendur og sem hafa hæfni og reynslu á ýmsum sérsviðum. Hún er vönduð vegna þess að Accent skuldbindur sig gæðum, í þjálfun, kennsluefni og aðstöðu. Accent hefur margoft verið valið sem “Center of Excellence”.

Ábyrgð á gæðum.

Accent er viðurkennt fyrirtæki af “British Counsil” sem gerir reglulega útttektir á starfseminni. Accent er einnig meðlimur í “English UK” sem eru fagleg samtök fyrirtækja í atvinnugreininni enskukennsla. Accent er einnig aðili að “Business English UK” sem eru sérfræðisamtök fyrir þá sem bjóða viðskiptaþjálfun í ensku. Þetta er hin viðurkennda gæðavottun. Hin raunverulega ábyrgð á gæðum er hins vegar það sem viðskiptavinir okkar segja um reynslu sína. Sjá nánar hér (fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Accent).

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Accent-International á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju