The Cambridge Academy of English

blog-msk_CAE
The Cambridge Academy of English (CAE)

CAE málaskólinn var stofnaður árið 1975 og frá þeim tíma hafa 22 þúsund nemar frá 75 löndum stundað þar enskunám. Skólinn býður góða aðstöðu og áhersla er lögð á að nemendur nái árangri. Hjá CAE er boðið upp á persónulega þjónustu og þér býðst mikill sveigjanleiki í náminu.

Helsti styrkleiki CAE er þekking og reynsla í þjálfun lögmanna, laganema og löglærðra.
 “Self-study” er mikilvægur þáttur í námskeiðahaldinu og því er í boði góð aðstaða fyrir nemendur, sem og gott bókasafn. Kennarar eru jafnan tiltækir í þessum tímum. CAE er ekki „keðjuskóli”, sem þýðir að þú færð persónulega þjónustu og býðst meiri sveigjanleiki í náminu.

Hjá CAE eru aðeins 12 nemar í bekk, valin blanda þjóðerna, 21+ kennslustundir á viku, regluleg viðtöl við kennara og ókeypis afþreying. Almennu enskunámskeiðin eru í boði allt árið, nema í tvær til þrjár vikur um jól.

Skólinn er staðsettur í góðu hverfi, í hinni heimsþekktu háskólaborg Cambridge, hvar alltaf er eitthvað um að vera; tónleikar, kvikmynda- og leiklistarhátíðir, auk aragrúa af galleríum, krám, veitingahúsum, íþróttaaðstöðu og ýmsu öðru sem gerir lífið skemmtilegt. Ferð til Cambridge frá London tekur aðeins eina klst.

Hér eru nánari upplýsingar:

FYRIR FULLORÐNA  |  LAGANEMAR  |  PROFESSIONAL ENGLISH  |  GISTING

Akademísk enskunámskeið
hjá CAE eru í boði allt árið og hefjast á mánudögum. Námstími frá tveim vikum. Hámark 12 nemar í bekk, valin blanda þjóðerna, 21+ kennslustundir á viku, regluleg viðtöl við kennara og ókeypis afþreying. Sjá nánar

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili The Cambridge Academy of English á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • Tungumál
  • Staðsetning skóla
  • 📖 Tegund námskeiðs
  • 📅 Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • Sérstakar áherslur
  • Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju