Námskynning Lingó 25. febrúar 2017

a_namskynning-2017

Háskólanám erlendis á sviði skapandi greina.

Tjarnarbíó • 25. febrúar • kl. 12:00-17:00 • Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

Lingó stendur árlega fyrir kynningu á háskólanámi erlendis, þar sem tækifæri gefst til að hitta fulltrúa frá erlendum fagháskólum og kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða. Að þessu sinni mæta fulltrúar frá sjö háskólum á Englandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Ástralíu, auk þess sem kynntir verða námsmöguleikar á Nýja Sjálandi og í Flórens á Ítalíu.

Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér hvað er í boði og afla upplýsinga, enda margir kostir við að stunda nám erlendis; Ógleymanleg reynsla, alþjóðlegt tengslanet, bætt tungumálakunnátta og upplifun á nýrri menningu.

DAGSKRÁ Í TJARNARBÍÓ

12:00-12:50 • Örnámskeið; “Portfolio Session”, Joel Lardner, Senior Lecturer, frá Art University Bournemouth

13:00-17:00 TJARNARBAR„Viðtalsbil” – Fulltrúar skóla til viðtals; Spurningar og svör.

13:00-16:00 KYNNINGAR Í SAL

Fulltrúar frá eftirtöldum skólum verða með kynningar:

13:00-13:20  • Bournemouth University

13:30-13:50  • Macromedia University, Berlin, Hamburg, München

14:00-14:20 • Bimm Music School. Dublin, Brighton, Bristol, London, Manchester • Berlin

14:30-14:50  • Queensland College of Art - Griffith University

15:00-15:20  • Istituto Europeo di DesignÍtalíu og Spáni

15:30-15:50  • Leeds College of Art 1846

16:00-16:30 • Arts University Bournemouth

Einnig verður kynning á námi hjá:

Florence University of Arts, Ítalíu • Laurenzo De’ Medici, Ítalíu • NABA og Domus Academy, Ítalíu • Media Design School, Nýja Sjálandi og Glasgow School of Art í Skotlandi.


Hvað gerir Lingó
?

Lingó er samstarfsaðili fjölda heimsþekkra hönnunar- og listaskóla sem eiga það sameiginlegt að vera í fremstu röð á sínu sviði. Við erum fulltrúi skólanna á Íslandi og hlutverk okkar er að aðstoða íslenska nema við að finna nám við hæfi og aðstoða þá við umsóknarferlið.

Myndasafn frá síðustu námskynningu:

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>