Árdís Ilmur Petty er ánægð í Bournemouth University

asdis-ilmur-BU

Árdísi lík­ar námið í Bour­nemouth Uni­versity mjög vel. „Ég er ótrú­lega ánægð. Þetta er fjög­urra ára nám og inni í því er eitt ár á vinnu­markaðnum. Í raun­inni er þetta eitt fjöl­breytt­asta nám sem maður get­ur farið í, en í þessu námi lær­ir maður meðal ann­ars hag­fræði, hönn­un, markaðsfræði, sam­skipti og allt um sam­fé­lags­miðla, og sögu.“

Árdís seg­ir námið einnig mjög verk­legt.
„Manni er al­veg kastað í djúpu laug­ina strax á fyrsta ári, maður fær mjög fljótt verk­efni við að setja upp viðburð hjá fyr­ir­tæki. Þriðja árið er svo þannig upp­byggt að maður fer að vinna hjá fyr­ir­tæki í heilt ár til þess að safna í reynslu­bank­ann og læra hvernig það er að vera viðburðastjórn­andi.

Fjöl­menn­ing­ar­borg
Aðspurð seg­ir Árdís að sér líki lífið á Bretlandi vel. „Ég er mjög ánægð hér. Það er mik­il fjöl­menn­ing í borg­inni og manni finnst maður alltaf vera vel­kom­inn, all­ir eru mjög kurt­eis­ir og vina­leg­ir. Bour­nemouth er mjög sunn­ar­lega í Bretlandi, al­veg við suður­strönd­ina og þeir búa svo vel að hér er besta veðrið, sem er að sjálf­sögðu stór plús!“

En hvernig skyldi hún sjá framtíðina fyr­ir sér að námi loknu? „Það er erfitt að segja. Ég vona að ég verði að vinna hjá skemmti­legu fyr­ir­tæki sem býður upp á fjöl­breyti­leg­an vinnu­dag. Draum­ur­inn er svo að opna mína eig­in viðburðastofu í framtíðinni“ seg­ir Árdís að lok­um.

Sjá nánar hér; 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>