Tónlistarskólinn BIMM í Berlín flytur í nýtt húsnæði.

lingo_frettir(1)
Starfsfólk BIMM Berlin (British and Irish Modern Music Institute) kynnir með stolti nýtt aðsetur fyrir nemendur skólans, á svæði skapandi greina í Berlín (Friedrichshain og Kreuzberg).
BIMM er leiðandi fagháskóli í tónlistarnámi í Evrópu og rekur skóla í London, Brighton, Manchester, Bristol, Birmingham og Dublin á Bretlandseyjum, auk skóla í Berlín og Hamborg í Þýskalandi.
Skólinn sem hefur starfað í 35 ár tengir nemendur við tónlistarlífið, aðstoðar þá við að koma sér á framfæri og vinna fyrir sér. Hér eru nokkur nöfn sem tengjast Bimm; George Ezra, James Bay, Izzy Bizu og Tom Odell; Jon Beavis og Lee Kiernan úr pönkbandinu IDLES; Ben Thompson í Two Door Cinema Club; og indie bandið The Kooks and Fickle Friends. Bimm Berlín er þannig vel þekktur tónlistarskóli.

Staðsetningin í nýuppgerðu tónlistarhúsi er afar góð. “House of Music”  er nýtt hús fyrir skapandi greinar og heitur pottur fyrir tónlistarfólk, því þarna verða einnig til húsa mörg fyrirtæki sem tengjast tónlistariðnaðinum; ráðgjafar, umboðsskrifstofur og framleiðendur tónlistarvara.
BIMM hefur sett umtalsvert fjármagn í bygginguna og öll aðstaða er eins og best verður á kosið til tónlistarkennslu; upptökuver, tölvuver, tónlistarsalir, kennslustofur og önnur aðstaða.
Núverandi nágrannar “noisy Musicworld” flytja einnig í húsið ásamt “Busy Beats”, “Music Pool Berlin” og fleiri fyrirtækjum sem tengjast skólanum og tónlistarheiminum.
Allt þetta skapar nemendum okkar einstakt tækifæri til að tengjast tónlistar- og listalífi Berlínar og hafa góð áhrif á starfsemina. Sjá nánar hér um skólann:

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>