Regent’s School of Drama, Film & Media

blog-entry_london(0)
Regent’s University London
er einn af virtustu sjálfstæðu háskólum Bretlandeyja. Regent’s er fjölmenningarskóli og þar stunda nemar frá 140 þjóðlöndum nám. Áherslur skólans liggja á gæðum kennslunnar sem og umhverfis og aðstöðu. Háskólabyggingarnar eru miðsvæðis í London á sögulegu svæði (Royal Park) sem er þægilegt, öruggt og heldur vel utan um nema.

Regents School of Drama, Film & Media er svið við Regent´s College, þar sem unnið er að menntun þjálfun verðandi starfsmanna í kvikmyndagerð, tónlist, sviðslistum og fjölmiðlastjórn.

Áhersla er lögð á að byggja upp bæði fræðilega og faglega þekkingu nemenda, sem koma víða að og því verður til skapandi umhverfi sem ekki á sér hliðstæðu, enda öll aðstaða og gæði kennslu eins og best gerist. Regent’s er í nánu samstarfi við atvinnulífið til þjálfunar nema og við útskrift eru þeir vel í stakk búnir til að hefja störf á sínum vettvangi.

London

er einn af stærri skemmtistöðum í heimi og miðstöð skapandi greina. Regent’s er því afar vel staðsettur miðsvæðis í London, rétt við Regent’s Park, Soho og West End. Hér er allt sem þarf til að skapa góða aðstöðu til náms og þjálfunar í sjónvarpi, kvikmyndum og við leikhús.

Eftirtalið nám er í boði; Undergraduate Courses (BA Hons)

Skólinn býður nám í handritsgerð, leikhúsfræðum, kvikmyndagerð, sjónvarpsframleiðslu, leiklist og framleiðslustjórn. Hér fyrir neðan eru tenglar inn á veg skólans.  Screenwriting & Producing •  Acting & World Theatre - BA (Hons) •  Film, TV & Digital Media Production.

Eftirtaldir skólar eru einnig reknir innan Regent’s University:

European Business School London • Regent’s American College London • Regent’s Business School London • Regent’s School of Fashion & Design • Regent’s School of Psychotherapy & Psychology.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Regent’s School of Drama, Film & Media á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📰 Umsóknarblað
  • Hvatabréf
  • CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil

  • Umsagnir / meðmæli

  • Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío

  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Regent’s School of Drama, Film & Media

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju