Apicius International School of Hospitality

blog-entry_APICIUS

Apicius í Flórens (it. Firenze) er fyrsti alþjóðlegi skólinn á Ítalíu, í veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Apicius var stofnaður árið 1997 og er í dag fagháskóli í fremstu röð á sínu sviði. Stefna skólans er að búa nemendum faglegt akademískt umhverfi þar sem þeir öðlast reynslu í viðskiptum, gestamóttöku og ferðaþjónustu, ítalskri matargerð, vínsmökkun og útgáfu.
Flórens er einn stærsti áfangastaður ferðamanna í heiminum og blómstrandi kjarni matargerðar, vínfræða og veitingaþjónustu. Menning Flórensborgar er þannig nýtt til að búa til reynsluheim sem er engum öðrum líkur.
Apicius er einn af níu skólum sem starfa undir hatti Florence University of the Arts (FUA) sem býður nám á ýmsum sviðum; Viðburðastjórnun og Matargerð, Ljósmyndun og Stafrænni tækni, Tískuhönnun, Innanhússhönnun, Viðskiptafræði, Blaðamennsku og Listum og Vísindum.

Apicius býður nám á tveim meginsviðum.

School of Food and Wine Studies
Baking and Pastry (Bakari) • Culinary Arts (Matreiðsla) • Dietetics and Nutrition (Næringarfræði) • Food and Culture (Matur og Menning) • Food, Family and Consumer Sciences (Matvælafræði) • Wine and Culture (Vín og Menning) • Wine Expertise (Vínfræði)

School of Hospitality (HP)
Hospitality and Tourism Management (Veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun) • Hotel and Lodging Management (Móttökustjórn) • Restaurant, Food and Beverage Management (Veitingahúsastjórn).

Starfstengt nám “Career Programs”

Á öllum námsleiðum eru nemar þjálfaðir til starfa á sínu sviði frá fyrsta degi. Námskeiðin eru sniðin að því að byggja upp raunfærni sem byggist á þörfum fyrirtækja á þessu sviði. Áhersla er á tilraunastarfsemi, byggja upp þverfaglega færni og hæfieika til að vera í virkum samskiptum við umhverfi sitt. Veitinga- og viðburðastjórnun er fag sem er í stöðugri þróun og námið tekur einnig mið af því.

Eins árs nám

Baking and Pastry  Culinary Arts  Hospitality Management  Wine Studies and Enology

Tveggja ára nám

Culinary Arts  Hospitality Management

Fjögurra ára BA nám

Hægt er að velja um tvö svið; “Culinary Arts and Food Service Management” (Matarlist og veitingastjórnun) og “Management for the Hospitality and Tourism Industry” (Viðburðastjórnun og ferðaþjónusta). Fyrstu þrjú árin eru rekin í Flórens, en fjórða árið er “on-line” eða hjá Southern New Hampshire University í Bandaríkjunum. Sjá nánar hér:

Fjögurra ára fagháskólanám

Apicius býður einnig námsleiðir í fjögurra ára nám í ”Hospitalty Management” (Stjórn gestamóttöku). Tvær leiðir eru í boði: “Management for the Hotel and Tourism Industry” (Viðburðastjórn og ferðaþjónusta) og “Culinary Arts & Food Service Management” (Matarlist og veitingastjórnun). Sjá nánar:

Styttri námskeið (1-3 vikur)

Fyrir einstaklinga, eða hópa. Flórens og Toskana eru heimsþekkt fyrir matargerð og vínmenningu. Matarlist nær betur yfir að skýra hvers vegna, því nálgunin byggir ekki á tilviljunum, heldur aldagömlum hefðum. Kennsla er í höndum sérfræðinga og nemar fá góða þjálfun í ítalskri matargerð og vínmenningu. Dæmi um þema: Regional Cuisine • Tuscan Cuisine • Italian Wine Culture • Italian Baking and Pastry • Tours and visits in Florence. Sjá nánar:

Nám í eina önn.

Þetta er hagnýtt nám, byggt upp á þrem þriggja vikna lotum í akademísku umhverfi. Hægt er að hefja nám að hausti, í ársbyrjun, eða að vori.
Þessi námskeið eru búin til fyrir hópa (6-20 manns) sem hafa áhuga á að njóta matar og menningar Toskanahéraðs undir leiðsögn sérfræðinga. Einstaklingar geta einnig skráð sig í hópinn og fagmenn geta tekið hluta námsins (t.d. þrjár vikur). Dæmi um nám: Móttaka á veitingastað, stjórnun innkaupa og viðburðastjórnun að hætti Flórensbúa. Sjá nánar:

Hjá Apicius er í boði góð aðstaða
Húsnæði og aðstaða er sniðið að borgarmenningu Flórens. Skólinn er vel staðsettur í miðju borgarinnar og húsnæðið er hrífandi, en um leið hagnýtt. Nemar upplifa því menningu borgarinnar og njóta um leið að taka þátt í þróun hennar. Skólinn rekur eigið veitingahús sem heitir Ganzo

Apicius er í góðum tengslum við fyrirtæki
Skólinn er í góðum samskiptum við virtar stofnanir og fyrirtæki á sviði matargerðarlistar og viðburðastjórnunar. “Apicius Friends” er verkefni sem hefur það meginmarkmið að deila þekkingu og vera í samskiptum við ítalska aðila á þessu sviði. Nemar fá þannig tækifæri til fyrirtækjaheimsókna, geta tekið þátt í verkefnum sem tengjast staðbundnum fyrirækjum og verið í samskiptum við heimsþekkta ítalska framleiðendur.

Framtíðarsýn, verkefni og gildi.

Florence University of the Arts leiðir saman nokkra skóla í því skyni að bjóða fjölbreytt alþjóðlegt háskólanám sem stendst kröfur um fræðileg og akademísk gildi. Skólinn byggir um leið á staðbundinni menningu Flórensborgar. Verkefni FUA er að kynna og þróa skapandi starfsemi með það markmið að miðla staðbundinni menningu í alþjóðlegt umhverfi. Aðstaða og fagleg þekking miðast við það sem best gerist á hverjum tíma.

Gildi skólans eru að bjóða bjóða góða menntun sem byggist á alþjóðlegum hópi kennara og leiðbeinenda. Gæði aðstöðu og staðsetning skólans í Flórens á Ítaliu, skapar nemendum möguleika á að kynnast rótgrónum hefðum og menningu borgarinnar.

Apicius er hluti af Florence University of the Arts (FUA), sem vottar námið ásamt University of Florida. “Florence University of the Arts (FUA) is accredited by the Region of Tuscany (Accreditation Number FI 02219)”.

 

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Apicius International School of Hospitality á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju