Arts University Bournemouth

blog-entry_bournmouth(4)
Arts University Bournemouth 
var stofnaður árið 1885 og er í dag leiðandi fagháskóli á sínu sviði. Skólinn býður fyrsta flokks menntun á sviði skapandi greina í hönnun, listum miðlun og sviðslistum og nýtur almennrar viðurkenningar meðal þeirra sem starfa á sviði skapandi greina (Creative Industries). Samkvæmt “The Sunday Times Good University Guide 2021” er AUB í hópi 10 bestu háskóla á Bretlandseyjum á sínu sviði.

Áhersla er lögð á vingjarnlegt viðmót og kennarar leggja sig fram um að sinna nemendum vel, sem og að hvetja þá stöðugt til rannsókna og tilrauna í því skyni að efla þekkingu sína og víkka út viðteknar hefðir.

Hvers vegna þú ættir að velja AUB?
AUB hefur gegnum tíðina fengið fjölda viðurkenninga fyrir að vera í fremstu röð skóla á sínu sviði á Bretlandseyjum og hefur gott orðspor fyrir menntun nema til starfa á sviði skapandi greina. Nemum skólans gengur yfirleitt vel að fá störf að námi loknu.

Við erum lítið samfélag
sem byggist á samvinnu og húsnæðið er sérhannað utan um starfsemina. Kennslan er einstaklingsmiðuð og fáir nemar um hvern kennara. Að auki erum við virk í að hvetja nema okkar til að leggja fram hugmyndir um breytingar og nýjungar.

Við erum vel tengd
Góð tengsl skólans við atvinnulífið er ein af hornsteinum stefnu AUB. Fyrrum nemar, sem náð hafa árangri koma reglulega inn sem stundakennarar og staða okkar sem hugmyndahúss dregur að lykilmenn úr viðskiptalífinu.

Við erum fagfólk og góð í því sem við gerum
The Quality Assurance Agency (QAA) sem fylgist með starfseminni, gaf skólanum hæstu einkunn við síðustu skoðun, fyrir akademíska stöðu sína og góð vinnubrögð.

Námsstyrkir í BA og MA námi.

Nemum sem sækja um BA nám gegnum Lingó, býðst allt að £ 5,000.00 námsstyrkur, á fyrsta námsári og nemum sem sækja um MA nám allt að £ 6,000.00 námsstyrkur. Hægt er að sækja um eftir að umsókn hefur verið samþykkt “Offer of admission form” hefur borist. Sjá nánar;

Foundation Diploma in Art, Design and Media.

Aðfararnám er eins árs nám til undirbúnings BA námi. Slíkt nám gefur þér tækifæri til að kanna mismunandi svið skapandi greina, áður en þú velur þá námsleið sem þú vilt stunda í BA námi.
Slíkt fornám er þannig góð leið til að þróa núverandi hæfileika þína og áhugasvið, eða bara njóta eins árs af því að vera skapandi áður en þú ferð yfir í eitthvað annað. Ekki síst er þetta kjörin leið til búa til góða sýnismöppu (portfolio).
Í lok námskeiðs fá nemendur hið viðurkennda “UAL Foundation Diploma in Art, Design and Media – Level 3 & 4”. Einnig býðst tryggt sæti í BA námi við AUB (að undanskildum dansi, leiklist og skapandi skrifum sem krefjast áheyrnarprufu eða skriflegra skila). Námsbyrjun September – Eins árs nám.  Sjá nánar

BA nám er í boði á eftirtöldum sviðum:

Leiklist (Acting) • Hreyfimyndagerð (Animation Production) • Arkitektúr (Architecture ARB/RIBA) • Ljósmyndun (Commercial Photography) • Samskiptahönnun (Communication Design and Strategy)  Búningahönnun (Costume)  • Skapandi skrif (Creative Writing) • Skapandi tækni (Creative Technologies) • Hönnunarstjórn (Creative Direction) • Sýningastjórn (Curation, Exhibition & Experience Design) Dans (Dance) • Viðburðastjórnun (Events Management) Fatahönnun (Fashion) • Tískumarkaðsfræði (Fashion Branding and Communications) • Kvikmyndagerð (Film Production) • Listir (Fine Art) • Grafísk hönnun (Graphic Design) • Leikjahönnun (Games Art and Design) Myndskreytingar (Illustration) • Innanhússhönnun (Interior Architecture and Design) • Innanhússhönnun – Heilsa og Vellíðan (Interior Architecture and Design for Health & WellbeingFörðun fyrir leikhús og kvikmyndir (Make-Up for Media and Performance) • Módelgerð (Modelmaking) • Sviðsetning og búningar (Design for Costume and Performance) • Ljósmyndun (Photography) • Textíl (Textiles) • Eftirvinnsla kvikmynda (Visual Effects Design & Production). Sjá nánar: 

MA nám er í boði á eftirtöldum sviðum:

Master of Architecture (ARB / RIBS Part 2) • Animation Production • Design and InnovationDigital Fashion InnovationFilm PracticeFine ArtGraphic DesignHistorical CostumeIllustration • Painting • Photography. Sjá nánar:

“Accommodation Services” / húsnæðismál

AUB veitir upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit, hvort heldur er á eigin vegum eða í húsnæði skólans. Fyrsta árs nemar hafa forgang á húsnæði í heimavist. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Arts University Bournemouth á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Arts University Bournemouth

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju