Tískuskólinn Atelier Chardon Savard

Franskur tískuskóli í Berlín og kennir á ensku.

Atelier Chardon Savard (ACS) er í hópi 5 bestu tískuskóla Frakklands og rekur skóla í París og Nantes. Skólinn hefur nú einnig hafið starfsemi í Berlín sem á síðustu árum hefur þróast yfir í lifandi stórborg fyrir skapandi greinar (hönnun, listir og tísku). Berlín iðar af lífi enda býr þar mikið af hugmyndaríku fólki sem nálgast hlutina með opnum huga. Samkvæmt QS World University Rankings er Berlín í  hópi 10 bestu borga í heimi fyrir námsmenn. Skólinn er staðsettur í hinnu vel þekkta Kreuzberg hverfi.

Námið hjá ACS í fatahönnun (tískuhönnun) er 7 anna nám (210 ECTS) og er viðurkennd bakkalárgráða. Rekstraraðili námsins er Macromedia University og hér eru upplýsingar á þeirra heimasíðu um námið.

Leið fyrir þig inn í heim tískunnar.
Hvort heldur þú ert byrjandi eða með einhverja reynslu leggjum við okkur fram um að draga fram hæfileika þína og þjálfa þig til að verða faglegur tískuhönnuður. Nemar sem ekki hafa lokið stúdentsprófi geta sótt um að hefja þetta nám, að því gefnu að þeir hafi góðan grunn. Sjá nánar hér um þrjár gerðir háskóla í Þýskalandi.

Fyrsta árið er kallað „Eftirmynd”. Síðan tekur við „Tilraunastarfsemi” á öðru ári og loks „Hugmyndavinna” á þriðja ári. Að þrem árum liðnum tekur við sjöunda önnin sem er starfsþjálfun. Með stuðningi kennara (prófessora) getur þú einbeitt þér að því að nýta allt sem þú lærðir í náminu og komið því í framkvæmd. Starfsþjálfun hjálpar þér til að byggja upp starfsferil í raunverulegu umhverfi og opnar dyr sem margir þurfa annars að bíða lengi eftir að komast inn um.

Innihald og ávinningur
Hér er yfirlit yfir helstu þætti námsins. Beitt er skapandi, listrænum kennsluaðferðum og einstaklingsbundnum stuðningi. Námsefnið er árangursmiðað og áhersla á bæði menningu og umverfi.

Sjáðu þína hönnun á göngubrúnni.
Háspunktur ársins er tískusýningin á sumarönn, sem er samtímis “Berlin Fashion Week”. Nemendur vinna allan veturinn að undirbúningi þess að kynna sína eigin tísku “haute-couture designs”. Hér er hægt að láta sig hlakka til að sjá eigin hönnun á sýningu.

Um okkur Atelier Chardon Savard tískuhönnunar og stílistaskólinn var stofnaður 1988 í París. Hugmyndavinna og sköpun eru leiðarljós í kennslunni. Grunnstefið í starfi skólans er; « Creativity can be taught and learnt ». Gerðar eru kröfur um innsæi og áræðni og andstætt við akademískt nám er unnið að því að þjálfa sköpunarferli. Nýsköpun er málið, enda liggja rætur skólans í París sem er ein af hátískuborgum heimsins.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Tískuskólinn Atelier Chardon Savard á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju