Bimm Institute

Leið inn í tónlistariðnaðinn

BIMM Institute er leiðandi skóli á sviði hryntónlistar á Bretlandseyjum, með aðsetur í sex borgum þar sem tónlist skiptir máli; BirminghamBrightonBristolDublinLondonManchester. BIMM rekur einnig skóla í Berlín í Þýskalandi og þar skiptir tónlist einnig miklu máli. Staðsetning skólanna gefur nemum ótal tækifæri til að tengjast tónlistariðnaðinum og skapa sér tækifæri.

Skólinn býður eins árs Diploma nám, auk náms á háskólastigi; þriggja ára BA (Hons) nám og eins árs MA nám. Námsleiðir í tónlistarnámi eru gítar, bassi, hljómborð, trommur og söngur, auk náms í lagasmíðum, raftónlist, tónlistarstjórn, tónlistarviðskiptum, viðburðastjórnun og blaðamennsku.

Hjá BIMM Institute stunda um 7.500 nemar nám og hafa allir aðgang að góðri aðstöðu og möguleikum til tengslamyndunar. 83% útskriftarnema eru starfandi fagmenn á sviði skapandi greina, sex mánuðum eftir námslok.

Starfsþjálfun – Tenging við atvinnulífið
Til að komast áfram í tónlistargeiranum getur skipt jafn miklu hvern þú þekkir eins og hvað þú kannt. Þess vegna notar skólinn víðtæk tengsl sín til að koma nemum í raunverulega starfsþjálfun t.d. hjá útgáfufyrirtækjum og viðburðaskipuleggjendum. Hjá BIMM er áhersla lögð á að opna nemum skólans leið inn í tónlistargeirann með markvissri starfsþjálfun sem starfsfólk skólans fylgist með og tryggir að sé við hæfi.

Hvað er starfsmiðað nám?
Sum námskeiðin hjá BIMM byggjast á starfsþjálfun við raunverulegar aðstæður, til dæmis nám í tónlistarviðskiptum og viðburðastjórnun. Námið miðar að því að auka möguleika nema í atvinnugrein sem einkennist af mikilli samkeppni, þjálfa stjórnunar- og samskiptahæfileika, æfa hópvinnu og tölvuleikni.

Hjá BIMM er í boði fyrsta flokks aðstaða. Sjá nánar hér: Birmingham Brighton Bristol Dublin London Manchester Berlin    

Eins árs Diploma nám.
• Music Production • Popular Music Practice: Guitar – Bass – Drums – Vocals –  Keyboards • Songwriting. Sjá nánar:

Þiggja ára BA nám – BA (Hons)
• Electronic Music Production • Music Marketing, Media & Communications • Event Management • Music Business • Music Production & Music Business • Music Business & Event Management • Popular Music Performance & Event Management • Popular music Performance & Songwriting • Songwriting & Music Production • Popular Music Performance & Music Production  • Songwriting & Music Business • Popular Music Performance & Music Business. Sjá nánar: 

Þriggja ára BA nám – BMus (Hons)
• Popular Music Performance: Bass – Drums – Guitar – Vocals. • Songwriting • Music and Sound Production. Sjá nánar: 

Eins árs meistaranám
• Popular Music Practice. Sjá nánar:

Hér geturðu kynnt þér hvað er í gangi hjá Bimm þessa dagana og hér er video

Aðstoð við að koma þér á framfæri.
Við vitum að það er mikil samkeppni í tónlistarbransanum. Þess vegna bjóðum við ráðgjöf og stuðning við að búa til tengsl með starfsnámi og starfsþjálfun og ekki síður aðstoð við ferliskrá og atvinnuleit.  Sjá nánar hér:

Námið er vottað af BIMM University.

Hér eru nokkur tóndæmi frá útgáfu BIMM. Nánar hér á Soundcloud:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Bimm Institute á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju