Bournemouth University

blog-entry_bournmouth(2)
Bournemouth University
 er alhliða háskóli og einn af þekktari háskólum á Englandi fyrir kennslu, frumkvöðlastarf, fagmennsku og rannsóknir. Skólinn var stofnaður um 1970 sem tækni- og verkmenntaháskóli (Bournemouth Polytechnic), en var vígður í núverandi form árið 1992. Frá upphafi hefur BU getið sér gott orð fyrir þá starfstengdu menntun sem hann veitir og ekki síður fyrir rannsóknir og þróun. Nú stunda um 18.000 nemar nám við skólann og vegna góðra tengsla BU við atvinnulífið gengur þeim yfirleitt vel að finna sér vinnu að námi loknu.

Skólinn skiptist í fjögur fræðasvið (Faculty) og býður bæði BA og MA nám.

1. The Faculty of Health & Social Sciences (Heilbrigðisvísindasvið)
Markmið okkar er að bæta líf fólks með góðri menntun, þróun aðferðafræði og rannsóknum. Allt okkar starf miðar að því að snerta líf fólks beint eða óbeint.  Námsleiðir: Department of  Nursing & Clinical Sciences (Hjúkrun) • Department of  Human Sciences & Public Health (Bráðaliðar, næringarfræði, fæðingarhjálp) • Department of Social Sciences & Social Work (Afbrotafræði, Félagsfræði, Sjúkraþjálfun).

2. The faculty of Management (Viðskipta-, hag-, markaðsfræði og stjórnun)
Bournemouth Business School býður nám í stjórnun, ráðgjöf og rannsóknum í fjármálafræðum og lögfræði. Kennarar og leiðbeinendur koma víða að úr heiminum, sem skapar dínamískt umhverfi og fjölbreytileika.
Námsleiðir: Accounting, Finance & Economics (Viðskiptafræði / hagfræði) • Leadership, Strategy & Organisations (Stjórnun og skipulag) • Marketing (Markaðsfræði). Sjá nánar:

Department of Events & Leisure (Viðburða og afþreyingardeild)
Þessi deild er ein sú stærsta og þekktasta á sínu sviði í heimi. Stefnan er að bjóða menntun sem sameinar kenningar, rannsóknir og hagnýta framkvæmd.
Námsleiðir: Events Management (Viðburðastjórnun) • Events & Leisure Marketing (Viðburðamarkaðsfræði). Sjá nánar:

Department of Sport & Physical Activity (Íþróttafræði)
Íþróttadeild BU er viðurkennd sem “Premier Skills Development Partner”, ein af fáum slíkum á Bretlandseyjum. Í boði er nám á ýmsum sviðum tengdum íþróttum og deildin er ennfremur í samstarfi við fjölda háskóla víða um heim.
Námsleiðir: Sport Development & Coaching Sciences • Sports Management • Sports Management (Golf) • Sports Psychology & Coaching Sciences • Sport Management. Sjá nánar:

Department of Tourism & Hospitality (Ferðaþjónusta og Umhverfisvísindi)
Þessi deild er alþjóðlega viðurkennd sem leiðandi aðili í kennslu og þróun á stjórnun og markaðsfræði ferðaþjónustu. Deildin stendur meðal annars að útgáfu virtra kennslubóka og tímarita um ferðamál.
Námsleiðir: International Hospitality Management (Stjórnun veitingaþjónustu) • Tourism Management (Stjórnun ferðaþjónustu) • Tourism Management & Marketing (Markaðsfræði) • Hotel and Food Services Management (Hótel- og veitingastjórnun) • Sustainable Tourism Planning (Umhverfisstjórn ferðaþjónustu). Sjá nánar:

3. Faculty of Media & Communication (Fjölmiðlun og samskipti)
Fjölmiðlaskólinn innan Bournemouth University er alþjóðlega viðurkenndur fyrir rannsóknir og kennsluaðferðir sínar. Skólinn er einnig landssetur fyrir “National Centre for Computer Animation (NCCA)“.

DeildirMedia Production  (Kvikmyndagerð og fjölmiðlun) • Corporate & Marketing Communications (Auglýsingar • Markaðsfræði • Markaðssamskipti • Stjórnmálafræði • Almenningstengsl) • Law (Lögfræði) • School of Journalism, English & Communication (Blaðamennska, enska og samskipti) • National Center for Computer Animation  (Stafræn miðlun / margmiðlun).
Námsleiðir: Undergraduate: BA (Hons) Computer Animation Art and Design • BA (Hons) Computer Animation Technical Arts • BA (Hons) Digital Creative Industries • BA (Hons) Visual Effects • BSc (Hons) Games Design • BSc (Hons) Games Software Engineering.
Postgraduate: MA 3D Computer Animation • MSc Computer Animation and Visual Effects • MA Digital Effects.

4. Faculty of Science & Technology (Vísindi og tækni)
Á þessu sviði eru sex deildir sem bjóða nám á sviðum vísinda og tækni og útskrifar fagmenn sem eru eftirsóttir til starfa. Nemar hafa góðan aðgang að leiðbeinendum og kennurum, sem eru sérfræðingar á sínu sviði og fá að auki tækifæri til starfsþjálfunar. Sviðið er vel búið með rannsóknarstofur og aðstöðu eins og best gerist.

Deildir: Archaeology, Anthropology & Forensic Science (Fornleifafræði og réttarvísindi)  • Computing & Informatics (Tölvunarfræði og Gagnatækni) • Creative Technology (Games Software Engineering, Games Design, Digital Creative Industries, Music & Audio Technology, Music & Sound Production Technology) • Design & Engineering (Hönnun og verkfræði, Iðnhönnun og Vöruhönnun) • Life & Environmental Sciences (Umhverfisvísindi) • Psychology (Sálfræði).

“Accommodation Services” hjá BU veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit, hvort heldur er á eigin vegum eða í húsnæði skólans. Fyrsta árs nemar hafa forgang á húsnæði í heimavist “Residence”. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Bournemouth University á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Bournemouth University

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju