BWS German Lingua – Berlin og München

blog-msk_BWS

BWS German Lingua

Markmið BWS málaskólans er að bjóða góða þýskukennslu fyrir útlendinga, þar sem lögð er áhersla á þægilegt andrúmsloft og góða aðstöðu fyrir nema. Hjá skólanum er hægt að velja um úrval þýskunámskeiða bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Áherslan er á gæði kennslunnar og kennarar skólans eru vel menntaðir og með langa starfsreynslu. Kennt er í litlum hópum (10 manns) í 20-25 stundir á viku. Einnig eru í boði samsett námskeið (hópur árdegis og einkakennsla síðdegis), þar sem hægt er að leggja þjálfa áhugasvið viðkomandi. Stöðupróf eru gerð í upphafi námskeiðs svo hægt sé að laga það að þörfum hvers og eins. Námskeiðin hefjast á mánudögum.

Nemar hjá BWS koma víða að úr heiminum og því ríkir alþjóðlegt andrúmsloft innan veggja skólans. Aðgangur er að bókasafni, ókeypis nettengingu og eldhúsi þar sem nemar hittast og ræða saman. Skipulagðir viðburðir eru einnig í boði um kvöld og helgar á vegum skólans.

BWS sér um að útvega og bóka gistingu. Mælt er með gistingu í studio-íbúðum, en einnig er í boði heimagisting hjá völdum fjölskyldum.

BWS rekur skóla í München þar sem áherslan meira á hefðirnar, í Berlín er nútíma lífsstílsborg og í Köln sem er elsta stórborg Þýskalands. Ýmiss afþreying er í boði í öllum borgum.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili BWS German Lingua – Berlin og München á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju