Falmouth University

blog-entry_Falmouth(2)
Falmouth University er sérhæfður á sviði skapandi greina og er staðsettur í Falmouth á Cornwall  skaga á Suð-Vestur Englandi. Skólinn var stofnaður árið 1902 sem Falmouth School of Art og hefur síðan vaxið og dafnað og fékk full réttindi sem háskóli árið 2012. FAU er rekinn í samstarfi við University of Exceter í Devon. Árið 2015 var húsnæði og tækjabúnaður fyrir stafræna kennslu og vinnslu endurnýjaður og því er aðstaða öll eins og best gerist. Veðurfar á Cornwall er milt og svæðið þekkt og eftirsótt vegna náttúrufegurðar.

Hvers vegna Falmouth?
Við trúum því að tími þinn í háskólanámi sé byrjunin á starfsferli. Hjá Falmouth University geturðu þróað sérstaka hæfileika þína og almenna þekkingu með hjálp starfandi fagmanna, við aðstæður sem eru á pari við hefðbundið vinnuumhverfi, auk þess sem þú hagnast á góðu tengslaneti. Fyrrum nemar búa að dvölinni og náminu í Falmouth og gengur almennt vel á sínu starfssviði.

Falmouth er einstakur staður til að stunda háskólanám. Háskólasvæðið er hannað að starfseminni og menning svæðisins og strandlífið er margrómað. Umhverfið er þannig hvetjandi og hentugt hvaða lífsstíl og áhugamálum sem þú óskar eftir. Félagslíf nemenda er afar fjölbreytt; Yfir 100 stúdentakjallarar, strandlíf, klettaklifur, vatnaskíði, grillveislur, svo eitthvað sé nefnt.

Skapandi greinar eru mest vaxandi þátturinn í Bresku efnahagslífi og skapar nú þegar yfir 3 milljónir starfa. Hæfileiki og þekking til slíkra verka er því eftirsótt bæði á Bretlandseyjum og alþjóðlega. Hefðbundinn vinnustaður eins og við þekkjum hann í dag og vinnustaðar framtíðarinnar verða líklega mjög ólíkir. Hjá Falmouth University er lögð áhersla á skapandi greinar og horft er fram til ársins 2030, þar sem hugmyndasmiðir verða verðmæt auðlind.

Hjá Falmouth University býðst nám á 10 deildum í Bakkalárnámi.

Falmouth Business School BSc(Hons) Business & Data Analytics (viðskipti og gagnagreining) • Business & Digital Marketing (viðskipti og stafræn markaðssetning) • Business & Entrepreneurship • Business & Financial Technology (viðskipti og fjármálatækni) • Business & Management • Business Development Management • Creative Events Management

Falmouth School of Art BA(Hons) Drawing (Teikning) • Fine Art (Listir) • Illustration (Myndskreyting)

School of Architecture, Design & Interiors BA(Hons) Architecture (Arkitektúr) • Interior Design (Innanhússhönnun) • Sustainable Product Design (Vistvæn vöruhönnun)

School of Communication Design BA(Hons) Creative Advertising (Skapandi auglýsingagerð) • Graphic Design (Grafísk hönnun)

Fashion & Textiles Institute BA(Hons) Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Marketing (Tískumarkaðsfræði) • Fashion Photography • Sportswear Design • Textile Design

School of Film & Television BA(Hons) Animation & Visual Effects (Margmiðlun) • Film (Kvikmyndagerð) • Television

Games Academy BSc(Hons) / BA(Hons) Computing for Games Game Art • Game Development: Animation • Game Development: Art • Game Development: Audio • Game Development: Design • Game Development: Programming • Game Development: Writing

Academy of Music and Theatre Arts BA(Hons) Acting (Leiklist) • Creative Music Technology (Tónlistartækni) • Dance & Choreography • Music • Music, Theatre & Entertainment Management • Popular Music (Tónlsit) • Technical Theatre Arts • Theatre & Performance 120

Institute of Photography BA(Hons) Marine & Natural History Photography • Photography (Ljósmyndun) • Press & Editorial Photography

School of Writing & Journalism BA(Hons) Creative Writing (Skapandi skrif) • English (Enska) • English with Creative Writing • Journalism (Blaðamennska) • Journalism and Communications • Journalism and Creative Writing • Sports Journalism 144

Námsleiðir í Meistaranámi:
Communication Design • Creative Advertising • Film & Television • Illustration Authorial Practice • Professional Writing

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Falmouth University á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju