Florence University of the Arts (FUA)
Starfstengt diplomanám “Career Programs”
Florence University of the Arts (FUA) rekur eins og tveggja ára starfsmenntabrautir fyrir nema sem eru áhugasamir og vilja þróa nýja hæfileika og bæta þekkingu sína, um leið og þeir byggja upp faglega reynslu í alþjóðlegu umhverfi.
Kennslan og innihald námsins njóta styrkleika rannsókna og þekkingar starfandi fagmanna. Sérstaða námsins liggur í samsetningu þess í kennslustofu og starfsþjálfunar á vettvangi, í hinu skapandi umhverfi Flórensborgar. Náminu er skipt í tvo áfanga á ári og í hverjum áfanga eru fimm námskeið, auk valgreina. Að loknu þessu námi er hægt að halda áfram í BA nám.
Fimm skólar sem starfa undir hatti Florence University of the Arts (FUA) bjóða starfstengt nám nám á ýmsum sviðum; Viðburðastjórnun og matargerð, ljósmyndun og stafræna miðlun, fatahönnun og hönnun fylgihluta, arkitektúr og hönnun lúxusvara sem og blaðamennsku.
Flórens er einn stærsti áfangastaður ferðamanna í heiminum og blómstrandi kjarni lista og viðskipta, matargerðar og veitingaþjónustu. Menning Flórensborgar er þannig nýtt til að búa til reynsluheim sem er engum öðrum líkur.
Námsleiðir í tveggja ára námi (Two-year, 4 levels)
Apicius (International School of Hospitality) er fyrsti alþjóðlegi skólinn á Ítalíu, í veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Apicius var stofnaður árið 1997 og er í dag fagháskóli í fremstu röð á sínu sviði. Stefna skólans er að búa nemendum faglegt akademískt umhverfi þar sem þeir öðlast reynslu í viðskiptum, gestamóttöku og ferðaþjónustu, ítalskri matargerð, vínsmökkun og útgáfu.
Hér eru tenglar með nánari upplýsingum: Culinary Arts (Matarlist) • Hospitality Management (Móttöku- og viðburðastjórnun).
Fjögurra ára BA nám (Bachelor of business administration). Einnig er í boði hjá Apius fjögurra ára bakkalárnám í Hospitality Management, með sérhæfingu í International Hotel and Tourism Management, eða Culinary Arts & Food Service Management. Sjá nánar
DIVA (School of Digital Imaging Visual Arts) býður nám í ljósmyndun og sjónrænni miðlun. Ljósmyndadeildin er afar vel skipulögð og býður góða hagnýta þjálfun fyrir þá sem vilja starfa við ljósmyndun. Deild stafrænnar miðlunar býður námsleiðir á sviði grafíkur, myndskreytingar, vefhönnunar, margmiðlunar og viðskipta. Hér eru tenglar með nánari upplýsingum: Photography (Ljósmyndun) • Visual Communication (Stafræn miðlun).
FAST (School Of Fashion, Accessory Studies and Technology) rekur tvær deildir. Önnur er nám í tískuhönnun og fatatækni sem gerir nemum fært að efla þekkingu sína í hönnun, tækni og skapandi vinnu. Skólinn býður trausta undirstöðumenntun sem byggist bæði á sögu fatahönnunar og tengingu við starfandi alþjóðlega hönnuði, sem og meginreglur hönnunar og sköpunar.
Hönnun og gerð fylgihluta leggur áherslu á að þróa færni í hönnun og framleiðslu á skóm, hönskum, töskum, beltum, höttum og þannig hátta fylgihlutum. Nemendur fá þjálfun undir stjórn fagmanna sem er nauðsynleg til að þróa margþætta hæfileika og vinna við fagið.
Hér eru tenglar með nánari upplýsingum: Accessory Design and Technology (Fylgihlutir og tækni) • Fashion Design and Technology (Fatahönnun og tækni)
IDEAS (School of Architecture and Sustainability) er eins og nýtt torg “piazza” í Flórens þar sem unnið er að því að endurhugsa arkitektúr, hönnun og viðgerðir. Markmiðið er að skilja hvernig fólk upplfir efnislegt rými. Skólinn skiptist í fimm deildir; Architectural Studies • Sustainable Architecture And Design • Interior And Visual Design • Product Design • Architectural Restoration and History Of Architecture.
JSCHOOL (School Of Journalism, Communication and Publishing). Blaðamanna- og útgáfuskóli Florence University of the Arts býður eins árs og fjögurra ára nám í útgáfu og stafrænni miðlun. Nemendur þróa samskiptatækni sína til að draga fram þætti úr menningu og borgarsamfélagi Ítalíu gegnum nám í blaðamennsku, samskiptum og útgáfu.
Kennsla og þjálfun fer fram undir stjórn alþjóðlegs hóps með sterkan akademískan bakgrunn og langa starfseynslu við fjölmiðlun. Unnið er að raunverkefnum, útgáfu tímarita, fréttabréfa og annars efnis sem kynna starfsemi FUA og Flórensborgar.
Nánari upplýsingar um námið eru hér: 1-Year Career Program in Publishing (Eins árs nám í útgáfu) • 4-Year Curriculum in Communication and Interactive Digital Media (Fjögurra ára nám í samskiptum og stafrænni tækni).
Húsnæði
FUA “Housing Office” aðstoðar nema við að finna húsnæði. Skólinn á ekki sjálfur íbúðir, en er í samstarfi við leigumiðlun í Flórens sem leigir út nemendaíbúðir. Allar nánari upplýsingar er að finna á umsóknarblaði. (Hlekkur hér). Lingó veitir einnig nánari upplýsingar.