Grafísk hönnun • Hönnunar- og vörumerkjastjórnun • Ljósmyndun • Margmiðlun • Myndskreyting • Teiknimyndagerð • Myndlist • Skúlptúr

Leeds Arts University

Leeds Arts University stofnaður árið 1847 er einn elsti listaskóli Bretlandseyja. Nemar njóta þess að starfa í litlu skapandi samfélagi, þar sem allt virðist mögulegt. Við trúum því að þetta sé besta umhverfið til að vaxa og dafna sem listamaður eða hönnuður. Kæruleysi er hins vegar ekki liðið og við vinnum stöðugt að því að vera skóli í fremstu röð, þar sem nemar þroskast og þróast i alþjóðlegu umhverfi og eru eftirsóttir til starfa að námi loknu.

Á lista “Guardian Education League” er Leeds Arts University í hópi 10 bestu listaskóla á Bretlandseyjum og starfsfólk skólans veitir persónulega þjónustu og gefur góð ráð.

Leeds er fjölmenningarborg, miðsvæðis á Bretlandseyjum (50 mín. með lest frá Manchester) og er heimsþekkt fyrir að vera leiðandi borg í kennslu og menntun. Þar eru starfandi þrír háskólar og fjöldi minni fagháskóla með um 125.000 nema. Leeds býður upp á allt sem námsmenn óska sér. Leeds er einnig leiðandi borg í starfsemi fyrirtækja á sviði skapandi greina sem býður ótalda möguleika á störfum fyrir nema að lokinni útskrift.

Námsleiðir í Bakkalárnámi (BA Hons)

Acting for Screen / Leiklist • Animation / Teiknimyndagerð • Comic and Concept Art / Teiknimyndir og hugmyndasmíð • Creative Writing / Skapandi skrif • Fashion Marketing / Tískumarkaðsfræði • Fashion DesignFatahönnun • Fashion Photography / Tískuljósmyndun • Filmmaking / Kvikmyndagerð • Fine Art / Listir • Games Art /Leikjahönnun • Graphic Design / Grafísk hönnun • Illustration / Myndskreytingar • Marketing Communications • Music Production Photography / Ljósmyndun • Popular Music / Hryntónlist • Textile Design / Textílhönnun • Visual Communication / Sjónræn Miðlun

Námsleiðir í Mastersnámi (Postgraduate)

Animation / Teiknimyndagerð • Creative Practice / Skapandi greinar • Fine Arts / Listnám • Graphic Design / Grafísk hönnun • Photography / Ljósmyndun • Digital Fashion / Stafræn tíska • Illustration & Graphic Novel / Myndskreyting • Worldbuilding & Creature Design / Sviðsmyndir.

Námsleið í aðfararnámi (Foundation Diploma In Art & Design)

Þessi námsbraut byggir á því að kenna nemum að leysa vandamál, læra hugmyndavinnu og krítíska hugsun; Skoða nýjar leiðir og taka áhættu utan þægindaramma. Hæfileiki til að teikna er eitt af verðmætustu tólum hönnuða og listamanna og þar njóta nemar leiðsagnar kennara með langa reynslu. Gerð sýnismöppu er í lokin lykill að því að halda áfram í grunnháskólanámi. Starfandi fagfólk og leiðbeinendur með langa reynslu leiðbeina og þjálfa nema í átt til sjálfstæðis og skapandi hugsunar.  Námstími: Eitt ár • Fullt nám • Námsbyrjun: September • Vottað af: University of the Arts, LondonSjá nánar; 

Aðstaða hjá Leeds Arts University er eins og best gerist “State of the Art” og skapar þannig ótal  mögleika fyrir nemendur til að þróa og sanna hæfni sína og færni. Vinnustofur og stúdíó eru vel tækjum búin, standast kröfur starfandi fyrirtækja og starfsmenn kunna sitt fag. Sýnishorn af aðstöðu;

“Accommodation Services” hjá Leeds Arts University veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit. Sjá nánar:

Sjálfbærni er lykilorð í starfsemi Leeds Arts University og nemar eru þjálfaðir í að ástunda heilbrigð viðhorf og lífshætti gagnvart bæði þjóðfélaginu og umhverfi sínu. Skólinn er meðlimur í samtökunum “The Environmental Association for Universities and Colleges” (EAUC).

Hvers vegna ættir þú að kynna þér Leeds College of Art?
Leeds er borg númer #1 á Bretlandseyjum fyrir háskólanema með ótrúlegt lista og menningarlíf og ekki síður úrval verslana og líflegt næturlíf. Nemendur í Leeds koma víða að úr heiminum og því skapast þar fjölmenningarlegt umhverfi sem er í senn skapandi og gefandi.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Leeds Arts University á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Leeds Arts University

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Griffith University

Griffith University er opinber rannsóknarháskóli í Queensland á austurströnd Ástralíu. Skólinn var stofnaður árið 1971 og er nefndur eftir Sir Samuel Griffith sem var einn af höfundum Áströlsku stjórnarskrárinnar. Skólinn rekur fimm háskólasvæði “Campuses”. Sá stærsti er á Gold Cost, þrír eru í Brisbane og einn í Meadowbrook, mitt á milli Brisbane og Gold Coast. Griffith University rekur The Queensland College of Art and Design (QCA) sem var stofnaður árið 1881 undir nafni Brisbane School of Arts.

Í dag er skólinn blómlegt samfélag listamanna, hönnuða, margmiðlara, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna, sem í sameiningu skapa alþjóðlegt hönnunar- og listasamfélag. Nemendafjöldi er um 1,500 og kemur frá 25 þjóðlöndum. Griffith Film School sem sem er stærsti kvikmyndaskóli Ástralíu er hluti af Queensland College of Art.

Staðsetning QCA í South Bank í menningarhverfi Brisbane býður upp á ýmsa áhugaverða möguleika og aðstaða er öll eins og best gerist. Kennarar skólans er starfandi fagmenn, þannig að nemar hafa beina tengingu við atvinnulífið og læra hvernig á að finna starf að námi loknu. Griffith var valinn í hóp 100 bestu fagháskóla í heimi árið 2015.

Námsleiðir á South Bank

Námsleiðir í skapandi greinum, Bachelor: AnimationCreative and interactive mediaFilm and screen mediaFine artGames designPhotographyDesign

Námsleiðir í Meistaranámi  á ýmsum fræðasviðum.

Gullna ströndin (Gold Coast)

Griffith University býður einnig nám á Gold Coast, sem er klukkustundar akstur í suður frá Brisbane. Gullna ströndin er önnur stærsta borgin á austurströnd Ástralíu og þar er ein þekktasta baðströndin. Griffith University hefur byggt þar upp afbragðs aðstöðu og þar er stærsta starfsstöð skólans með um 18.000 nemendur. Ekki er síður búið að nemum til að stunda afþreyingu svo sem tennis, körfubolta, strandbolta, auk þess sem bókasafn skólans er afar vel búið svo ekki sé minnst á hjólastíga borgarinnar.

Fjöldi námsleiða er í boði;
Arkitektúr og byggingafræði • Viðskipti • Afbrotafræði • Verkfræði, tölvunarfræði og flug • Lyfjafræði • Sviðslistir • tækni- og umhverfisfræði • Sjónlistir. Sjá nánar:

Lífið á „Gullnu ströndinni”
Aðstaða á skólasvæðinu (Campus) er góð og þar er að finna bókabúð, kaffihús, verslun, tölvuverslun, hárgreiðslustofu, pósthús, ferðaskrifstofu og heilsurækt, svo eitthvað sé nefnt. Nemendabústaðir eru á svæðinu sem er einnig vel tengt við léttlestarkerfi borginnar. Sjá nánar:

Griffith University býður nemum í vissum námsgreinum  að taka þrjár annir á ári “TRIMESTERS” • Trimester 1; frá 27. Febrúar. – 17. Júní • Trimester 2; frá  3. Júlí – 14. Október • Trimester 3; frá 30. Október – 17. Febrúar.

CRICOS Provider Number: 00233E.

 

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Griffith University á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Istituto Europeo di Design (IED) einn virtasti hönnunarskóli Evrópu, hefur í yfir 50 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Enn fremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu IED, þar sem verklegt og fræðilegt nám helst í hendur.

Hjá IED á Ítalíu býðst eins árs Aðfararnám þriggja ára Bachelor nám, þriggja ára Diploma nám og eins og tveggja ára Mastersnám, í Flórens, Feneyjum, Milanó, Róm og Torínó.

Read more

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Istituto Europeo di Design (Ítalíu) á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

NABA – Nuova Accademia di Belle Arti

blog-entry_naba(3)

Hvað gerir skóla einstakan?

NABA (Nuova Accademia di Belle Arti) er stærsti einkarekni fagháskóli Ítalíu og hefur verið vottaður af ítölskum yfirvöldum frá árinu 1980 (MIUR). Skólinn beitir þverfaglegri nálgun við kennslu og hefur í rúm 30 ár þróað þær aðferðir sem beitt er og byggjast á samþættingu kennslu, tilraunum, raunverkefnum og vinnustofum með fyrirtækjum.
NABA hefur í áratugi verið í nánu samstarfi við ítölsk og alþjóðleg fyrirtæki og þannig fá nemar nauðsynlega aðstoð og tækifæri til að þjálfa gagnrýna hugsun og leysa verkefni fagmannlega.
Staðsetning skólans í Milanó á Ítalíu, sem er miðstöð tísku og hönnunar á heimsvísu og í Róm höfuðborg Ítalíu, hjálpar einnig nemum að þroskast og þróast með þátttöku í fjölmörgum alþjóðlegum viðburðum sem þar eru haldnir. Húsnæði skólans og aðstaða er eins og best gerist, enda sérhannað utan um starfsemina.
NABA er alþjóðlegur skóli þar sem 2.000 nemar koma frá 60 þjóðlöndum. þannig skapast sérstakt umhverfi sem eykur gæði námsins og gefur nemum ómetanlega reynslu.
Kennarar og leiðbeinendur eru þekktir starfandi fagmenn hver á sínu sviði og nemar fá góða þjálfun við að leysa raunveruleg verkefni.

Skólinn býður fjölmargar námsleiðir á ensku í þriggja ára BA námi og tveggja ára MA námi; Grafíska hönnun • Vöruhönnun • Innanhússhönnun • Fatahönnun og textíl • Markaðssamskipti •  Stafrænni miðlun • Samtímalist og sýningastjórn. Einnig bjóðast námsleiðir í eins árs akademísku MA námi; Auglýsingafræði • Ljósmyndun og hönnun • Samtímalist (markaðsfræði og stjórnun).

Hér fyrir neðan eru tenglar inn á vef skólans:

BA nám á ensku (3 ár)

Comics and Visual Storytelling Design (Product Design / Interior Design) Graphic Design & Art Direction (Brand Design / Creative Direction / Visual Design) • Creative Technologies (VFX and 3D Design • Game)   Fashion Design (Fashion Design / Fashion Design Management / Fashion Styling and Communication) • Fashion Marketing Management Film and Animation (Filmmaking  • Animation• Painting and Visual Arts (Listnám) Set Design (Theatre & Opera • Media & Events).

Mastersnám (eins árs nám)

Arts & Ecology  • Contemporary Art Markets • Creative Advertising Fashion Digital Marketing Fashion Law – Blended • New Urban Design Photography & Visual Design • Screenwriting for Series • Sustainable Innovation Communication

Mastersnám (Tveggja ára nám)

Creative Media Production Digital & Live Performance • Fashion & Costume Design Fashion Design Interior Design Product a & Service Design Social Design Textile Design User Experience Design Visual Arts & Curitorial Studies Virtual Design & Integrated Marketing Communication

Orðspor NABA sem eins af bestu skólum á sínu sviði í Evrópu er margstaðfest af ýmsum óháðum aðilum. Sem dæmi má nefna; “Masterclass Frame Guide to the World’s 30 Leading Graduate Schools in Fashion Design and Product Design” sem og í “Domus Magazine Top 100 schools of Architecture and Design in Europe”. Skólinn er einnig vottaður af “MIUR” (ítalska menntamálaráðuneytinu).

“Accomodation”. NABA er í samstarfi við valin húsaleigufyrirtæki og einkaaðila og aðstoðar þig við leit að húsnæði í Mílanó. Ýmsir valkostir eru í boði. Strax eftir að þú hefur greitt skráningargjald við innritun geturðu skráð þig inn á sérstaka vefsíðu og valið húsnæði við hæfi. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili NABA – Nuova Accademia di Belle Arti á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Domus Academy

blog-entry_DA(2)

Domus Academy (DA) var stofnaður í Mílanó árið 1982 og var fyrsti skólinn á Ítalíu sem bauð framhaldsnám (postgradute) á sviðum hönnunar og tísku. Í gegnum tíðina hefur DA einnig látið til sín taka sem leiðandi aðili á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar á hönnunarsviði.

Hvers vegna ættir þú að velja Domus Academy?
Við útskrift færðu viðurkennda prófgráðu, ekki aðeins í Evrópu heldur víða um heim og er vottuð af ítalska Menntamálaráðuneytinu (MIUR). Þú færð einnig í hendur annað verðmætt skjal; “Domus Academy Master Diploma”.
Í öllum námsgreinum býðst starfsþjálfun hjá fyrirtækjum þar sem nemendur öðlast mikilvæga reynslu. Nemendaverkefni eru 90% raunverkefni sem koma frá virtum ítölskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Til dæmis: Maserati, Motorola, Swarovski, Versace, Bayer, P&G, Adidas, Fiat, Tommy Hilfiger, BMW Design, De Beers, Trussardi.
Nemendur í Domus Academy koma víða að úr heiminum (47 þjóðerni) sem gefur nemum ómetanlega reynslu og tengsl. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að læra, þú þarft að upplifa það til að þroskast og þróast. Yfir 3.000 fyrrum nemar hjá Domus Academy eru að störfum víða um heim, og tengslanetið því eins víðfemt og hægt er að hugsa sér.

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um námsleiðir í Mastersnámi hjá Domus Academy í Mílanó.

Hægt er að hefja nám þrisvar á ári;
Febrúar, September og Nóvember og í boði er 60, 90 og 120 eininga nám (ECTS).

DESIGN (HÖNNUN):   Interior & Living Design (Innanhússhönnun) • Product Design(Vöruhönnun) • Urban Vision & Architectural Design (Borgarskipulag og arkitektúr) • Design Innovation (2 ár – 120 Ects)

FASHION (TÍZKA): Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Management (Tískustjórnun) • Fashion Styling & Visual Merchandising(Stílisering og útstillingar) • Design, Art & Technology (2 ár – 120 Ects)

BUSINESS (VIÐSKIPTI): Business Design(Viðskiptahönnun) • Luxury Brand Management (Markaðsfræði lúxusvara)

EXPERIENCE (UPPLIFUN):  Interaction Design (Gagnvirk miðlun) • Service Design (Þjónustuhönnun) • Visual Brand Design (Vörumerkjahönnun) 

Fjöldi aðila hafa vottað námið hjá Domus Academy.

Námið er vottað af Regent University í london. “FramePublishers” völdu Domus Academy meðal 30 bestu skóla í heiminum á sviði hönnunar, arkitektúrs og tísku, 2012, 2013 og 2014. “Domus Magazine” setti Domus Academy í hóp 100 bestu hönnunar og arkitektaskóla Evrópu. “Bloomberg Businessweek” valdi Domus Academy í hóp bestu hönnunarskóla í heimi árið 2006, 2008 og 2009.

“Accommodation Services” hjá DOMUS ACADEMY veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Domus Academy á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Lorenzo de’ Medici – Ítalía

blog-entry_LDM(2)
Hönnunar- og listaskólinn Lorenzo de Medici (LdM) fagnaði 45 ára afmæli árið 2018 sem alþjóðlegur háskóli og er viðurkenndur sem einn af fremstu skólum á sínu sviði í Evrópu. Kennarar og leiðbeinendur skólans eru reyndir fagmenn og skólinn býður fjölbreytt úrval námsleiða, sem bæta hæfileika og þekkingu nema. LdM er með starfsemi í tveim borgum á Ítalíu; Flórens og Toskana. Sjá nánar:

Stefna skólans er að veita hágæða alþjóðlega menntun þar sem nemar þroskast með menntun, þróa sköpunarhæfileika sína og gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem bjóðast í umhverfinu. Námið hjá LdM byggist á faglegri reynslu við að þróa framtíðarmöguleika nemenda.Námið er þverfaglegt og fjölbreytt. Áhersla er á að efla sköpunargáfu nema, þroska persónulega hæfni þeirra og samfélagslega ábyrgð. Certificate programs 

Semester Certificates (Nám í eina önn)

Skiptinám eða nám í eina önn hentar nemum sem vilja bæta sig á vissu sviði og um leið njóta þess að stunda nám við alþjóðlegan skóla. Slíkt nám getur einnig verið góður undirbúningur fyrir frekara haskólanám. Þessi námsleið samanstendur af þrem grunnkúrsum og tveim erða þrem valgreinum. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Italian Gastronomy • Balance in Nutrition • Architecture in Urban Context • Interior Design in Contemporary Living • Product Design towards Sustainability • Visual Communication for Fashion • International Conflict Transformation (LdM Rome). Sjá nánar:

LdM Certificates (Diploma nám, eitt ár)

Eins árs námið miðar að því að þróa listræna hæfileika nema og tæknilega færni innan skipulags sem byggir á fræðilegum og hagnýtum grunni. Miðað er að því að uppfylla fagleg markmið og byggja upp grunnþekkingu með viðeigandi námsvali. Námið hefst á haustönn, en nemar með einhverja grunnþekkingu geta hafið nám á vorönn, að því gefnu, að þeir geti lagt fram portfólíó og önnur gögn sem styðja við að þeir hafi náð tökum á grunnatriðum. Ítölskunám er skylda á fyrsta námsári. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Fashion Design • Fashion Marketing and Merchandising • Fine Arts • Graphic Design and Visual Communication • Interior Design • Jewelry Design • Restoration and Conservation. Sjá nánar:

LdM Certificates (Professional Certificate nám, tvö ár)

miðast við nema sem hafa lokið fyrsta árinu og aflað sér ákveðinnar grunnþekkingar, eða hafa lokið sambærileg námi frá öðrum skóla og geta lagt fram nauðsynleg gögn því til staðfestingar. Sérstök dómnefnd yfirfer umsóknir og metur hæfi nema til að hefja nám á öru ári. Námið hefst á haustönn. Námið er í boði í Flórens á Ítalíu. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Fashion Design • Fine Arts • Interior Design • Jewelry Design • Restoration and Conservation. Sjá nánar:

Housing Services
Nám erlendis er ný reynsla og talsverð umbreyting fyrir þá sem það gera. Nmer þurfa þvi að aðlagast lífi í nýju og nýjum siðum í því landi sem flutt er til. Til að auðvelda nemum þessa breytingu býður LdM aðstoð og þjónustu við aðlögun.

BA / BS nám
Lorenzo de’ Medici býður einnig BA og BS nám í Flórens, sem vottað er af Marist College í New York. Sjá Nánar:
Nemar sem lokið hafa tveim árum í “Profesional Certifcate” námi geta sótt um og innritast inn á þriðja árið í BA / BS náminu. Hver og ein umsókn er metin sérstaklega. Nemar í þessu námi hafa óheftan aðgang að allri aðstöðu, viðburðum og þjónsutu sem LdM býður. Viðbótarþjónusta sem Marist College býður er aðgangur að gagnasöfnum, bókasafni til rannsókna, námsráðgjöf og húsnæði á vegum skólans.
Námsleiðir: Italian Language • Fine Arts: Studio Art • Fine Arts: Art History • Studio Art • Conservation Studies • Digital Media • Fashion Design • Interior Design. Sjá nánar:

Akademísk námslýsing og dagsetningar  •  Um LdM í stuttu máli

Faggilding / viðurkenning
Lorenzo de’ Medici – The Italian International LdM is registered and authorized in Italy by the Ministry of Education, University and Research (decree dated December 2, 1989).

Um Flórens (Firenze)
Flórens er sögufræg borg á Ítalíu og höfuðstaður Toskanahéraðs, auk þess að vera höfuðstaður samnefndrar sýslu. Á endurreisnartímanum var borgin borgríki og síðar höfuðborg hertogadæmisins Toskana. Hún er fræg fyrir að hafa alið marga helstu snillinga endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, svo sem Leonardo da Vinci, Galileo Galilei, Michelangelo Buonarroti og Niccolò Machiavelli.
Íbúafjöldi borgarinnar er um 377.000 og atvinnulíf byggir fyrst og fremst á verslun, framleiðsluiðnaði og ferðaþjónustu. Í borginni er alþjóðaflugvöllur, almennt kallaður Peretola eftir hverfinu þar sem hann er, en formlega kenndur við landkönnuðinn Amerigo Vespucci. Nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Lorenzo de’ Medici – Ítalía á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Media Design School

blog-entry_MDS(2)
Media Design School (MDS) á Nýja Sjálandi var stofnaður árið 2000 og kennir í hinum vaxandi greinum á sviði stafrænnar miðlunar, leikjahönnunar og í skapandi auglýsingargerð. MDS er margverðlaunaður fyrir góða kennslu og alþekkt hversu vel nemum gengur að fá vinnu að námi loknu, enda eru þeir vel undirbúnir. Skólinn er í góðum tengslum við atvinnulífið á Nýja Sjálandi og víðar um heim. Fulltrúar þessara fyrirtækja taka þátt í kennslu og vinnustofum, auk þess að leggja til raunveruleg verkefni.
Í heimi stafrænnar miðlunar eru lítil takmörk og galdurinn oft sá, að villtar hugmyndir og dagdraumar verða að veruleika með samstarfi skapandi fólks, í iðnaði sem er orðinn stærri en kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn samanlagt. Víxlverkun í hönnun og tækni ásamt mannlegu eðli, myndar samspil sem er dýnamískt og skapar nýjar víddir í frásögn og virkni tækja og tóla sem nýtt eru til að miðla upplýsingum.

Námsleiðir BA (Námsbyrjun: 22. febrúar  18. júlí  28. september)

3D Animation & Visual Effects (Margmiðlun og sjónrænar brellur)
Game Artist (Leikjahönnun)  Game Programming (Leikjaforritun)
Interactive Design (Gagnvirk hönnun)  Motion Graphics (Hreyfimyndagerð)
• Graphic Design (Grafísk hönnun)

Einnig er í boði brúarnám milli grunnháskólanáms og framhaldsnáms. Aðgangskröfur eru Bakkalárpróf, eða starfsreynsla og Diplómapróf. Hér er tækifæri til að þróa faglega þekkingu og áhugasvið með rannsóknarverkefni í 3D Animation and Visual Effects, Interactive and Web Design, Graphic Design, Motion Graphics, or Virtual Reality and Augmented Reality (VR/AR).

• Graduate Diploma in Creative Technologies

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Media Design School á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Nova Scotia College of Art & Design

blog-entry_NSCAD(2)
NSCAD University, sem var stofnaður árið 1896 er einn elsti sjálfstæði listaháskóli Kanada og leiðandi mennta- og rannsóknarstofnun á sviði myndmenntar í Norður Ameríku.

NSCAD University býður nám á fimm fræðasviðum á grunnháskólastigi: Handverk (Craft) • Hönnun (Design) • Listir (Fine Art) • Listasaga (Historical and Critical Studies) • Miðlun (Media Arts) og á tveim sviðum í Mastersnámi; Hönnun (Design) og Listum (Fine Art)

Eitt af því sem einkennir NSCAD University er hið eilífa samband þess gamla og nýja. Skólinn hefur aðsetur í miðborg Halifax sem einkennist af gömlum byggingum frá Viktoríutímanum í bland við nútímalegar byggingar.

Að loknu undirbúningsnámi á fyrsta ári (sambærilegt við síðustu tvö ár í fjölbraut hér á landi) færast nemar smám saman inn á ákveðnar brautir til að tileinka sér sérfræðiþekkingu í listum, handverki, hönnun, listasögu eða miðlun.

Áhersla skólans liggur á einstaklingsmiðað nám sem byggir á gagnrýnni nálgun og í góðu jafnvægi milli akademískra sjónarmiða og sérfræðiþekkingar á stúdíóvinnu og könnunar á viðfangsefnum myndmenntanna.

Hér er tengill inn á vef skólans.
Upplýsingar um; Listasaga (Art history)  |  Hönnun (Design)  |  Listir (Fine Arts)  |  Fjölmiðlun (Media Arts)  |  Krossmiðlun (Interdisciplinary)

NSCAD heldur vel utan um skapandi samskipti listamanna, hönnuða, kennara og almennings og tekur ábyrgð á jafnt nærumhverfi sínu sem hinu alþjóðlega. Útskriftarnemar skólans halda inn á áhugaverðar brautir og hafa margir hverjir náð góðum árangri á sínu sviði. Samtímis því sem skólinn fylgist með því sem er að gerast á nýrri öld og  kannar nýjar brautir og nýja tækni, viðheldur hann lista og hönnunarhefðum sem skapast hafa gegnum tíðina. Með nýjum fjárfestingum í tækjum og búnaði stefnir NSCAD University á að vera leiðandi skóli í Kanada á sviði myndmenntar (Visual Arts). Nýir og breyttir tímar eru framundan á sviði skapandi greina og NSCAD ætlar sér að vera þar í fremstu röð.

Leiðarljós NSCAD University

Skapandi greinar; Hnattrænn markaður er drifinn áfram af því að fólk skiptist á hugmyndum. NSCAD nálgast menntun með því að hvetja til jafnvægis á milli uppbyggingar og viðbragða, tengja saman hagnýta menntun og skapandi hugsun.

Frumkvæði; NSCAD hefur menntað frumkvöðla í 120 ár og meirihluti nema eru sjálfstætt starfandi í viðskiptum.

Hugvitssemi; Sem hugmyndarík útungunarvél er USCAD mikilvægur tengiliður í þróun á nýjum vörum og þjónustu.

Skuldbinding; Sterkustu samfélögin eru þau sem sinna umræðum og hverja til gagnrýnnar hugsunar. Sem alþjóðlega leiðandi akademískur skóli í listum, handverki og hönnun hefur NSCAD boðið BA og MA nám lengur en nokkur önnur stofnun í Kanada.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Nova Scotia College of Art & Design á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Nova Scotia College of Art & Design

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

London College of Fashion

blog-entry_ual-LCF(2)
London College of Fashion
(LCF) er talinn einn fremsti skóli á sínu sviði í Evrópu. LCF býr að ríkri hefð, en um leið sveigjanleika og aðlögun að nýjungum í tízkuheiminum. BA og MA nám við skólann beinist fyrst og fremst að þróun hugmynda og hagnýtingu þeirra.

Leiðbeinendur og nemendur nálgast viðfangsefni tízkunnar bæði fra sjónarhorni sögu og menningar, en um leið er leitast við að ögra viðteknum viðmiðum. „Tízka til Framtiðar“ er hugsun sem er í hávegum höfð hjá LCF, sem og náin tengsl við hinn alþjóðlega tízkuheim.

Read more

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili London College of Fashion á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef London College of Fashion

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

London College of Communications

blog-entry_ual-LCC
London College of Communications
(LCC) er leiðandi skóli á heimsvísu í hönnunar- og fjölmiðlanámi. LCC vinnur stöðugt að þróun nýrrar þekkingar í heimi sem er í hraðri þróun. Nýsköpun og markmið um að standa í fremstu röð gerir nema okkar tilbúna til að hefja feril sinn að námi loknu. “Learning by doing“. Sem nemi hjá LCC færðu tækifæri til að vinna við raunverulegar kringumstæður og þróa hæfileika þína við góðar tæknilegar aðstæður. LCC er viðurkenndur alþjóðlega sem skóli í fremstu röð á sínu sviði.

Read more

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili London College of Communications á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef London College of Communications

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju