Hönnunarstjórn • Markaðssamskipti • Samskiptastjórn • Vörumerkjastjórn.

EU Business School Barcelona

blog-entry_EU-business
EU Business School er alþjóðlegt net viðurkenndra, fagháskóla með höfuðstöðvar í Sviss. Háskólasvæði skólans eru í Barcelona, Geneva, Montreux og Munich. Áhersla er á Svissnesk gildi, alþjóðlega hugsun og praktíska nálgun.

Frá árinu 1973 hefur skólinn veitt hágæða kennslu í samkeppnisumhverfi. Námsskráin hefur þrjú gildi, sem öll eru mikilvæg til þess að skapa framtíðar starfsmenn á alþjóðlegum vettvangi; Stjórnunarhæfni, viðskiptasiðfræði og frumkvöðlastarf.

Deildir skólans vinna með hverjum og einum nemenda og markmiðið er að byggja upp samstarf og uppbyggilegt umhverfi. Kennarar og leiðbeinendur skólans eru starfandi frumkvöðlar, ráðgjafar og fræðimenn.

Háskólasetur skólans bjóða fjölmargar námsleiðir í bakkalárnámi, meistaranámi og MBA námi. Alþjóðleg viðskipti • Samskipti og almannatengsl • Alþjóðleg markaðssetning • Fjármálastarfsemi • Ferðaþjónusta • Stafræn viðskipti • Íþróttastjórnun.
Sjá nánar hér;  Barcelona, Geneva, Montreux og MunichKennt er á ensku.

Hvers vegna Barcelona?
EU Business School Barcelona býður gott, hagnýtt viðskiptanám og að auki öðlast nemar reynslu af að búa í hinu auðgandi umhverfi Barcelona borgar. Það er ýmisslegt sem mælir með því að stunda nám hjá EUBS.
Til dæmis; tilraunakennd nálgun á kennslu, sem gefur nemum tækifæri til að tengjast við frumkvöðla borgarinnar og heimsækja fyrirtæki til að sjá hvernig hlutirnir gerast á eyrinni. Við hvetjum nema til að nýta sér þær auðlindir sem EUBS hefur aðgang að í Barcelona og erum sannfærð um að þú upplifir borgina eins og heimili að heiman.
Barcelona er lifandi og nýjungagjörn borg, þekkt fyrir alþjóðlega starfsemi og öflugt frumkvöðlastarf. Staðsetning borgarinnar við Miðjarðarhafið og sanngjarnt verðlag spilla heldur ekki fyrir. Sjá nánar:

Húsnæðismál
Skólinn rekur húsnæðismiðlun  “Accomodation Office” sem aðstoðar nema við að finna húsnæði og koma sér fyrir á nýjum stað. Í boði er rými á stúdentagörðum og íbúðir.

Starfsráðgjöf

Við útskrift er í boði aðstoð og ráðgjöf við starfsleit. “Carrier Service” hjá skólanum hefur víðtæk tengsl við atvinnulífið.

Námsleiðir

EU Bachelor’s (BBA/BA) nám.
Artificial Intelligence for Business • Business Administration • Digital Communication • Leisure & Tourism Management • International Relations • Sports Management • Digital Business, Design & Innovation. Sjá nánar:  • Námsbyrjun: Október, Febrúar, Júní og Ágúst. 7 annir, 240 ECTS.
Upon completing the EU bachelor’s programs, students earn a private degree from EU Business School Switzerland that is internationally accredited by ACBSP, IACBE, IQA and certified by eduQua, plus a state-accredited BA (Hons) in Business Management from the University of Derby, U.K.

BA (Hons) nám.
Business Management & International Business • Business Management & Marketing • Business Management & Finance • Business Management & Enterprise. Sjá nánar:
Accredited degree from the University of Derby, U.K. – 180 ECTS • Námsbyrjun: Janúar og Október.

Meistaranám, 9 námsleiðir
Artificial Intelligence for Business • Master in Management • Master in Marketing • Master in Finance • Master in Tourism & Hospitality Management • Master in Innovation & Entrepreneurship • Master in Digital Business • Master in the Fashion & Industry Business • Master in Digital Marketing, Transformation & Design Thinking • Master in Business Analytics & Data Science. Sjá nánar:
Eitt ár MA, 60 ECTS • Námsbyrjun: Október Janúar og Mars. 

MBA nám, 7 námsleiðir
International Business • Digital Communication • International Marketing • Global Banking & Finance • Entrepreneurship • Digital Business • Sports Management. Sjá nánar:
Eitt ár MBA, 90 ECTS • Námsbyrjun: Janúar, Apríl og Október.• #3 sem besta MBA námið á Spáni (Forbes Magazine)

Rankings and Memberships
EU Business School sees international recognition and institutional value as a foundation for educational success. Throughout its history, the school has been known for high program quality and, over the years has also developed strong bonds with leading national and international professional organizations. The high standard of our programs, achievements of our students and professionalism of our faculty are reflected in these business school rankings.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili EU Business School Barcelona á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Istituto Europeo di Design (IED) einn virtasti hönnunarskóli Evrópu, hefur í yfir 50 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Enn fremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu IED, þar sem verklegt og fræðilegt nám helst í hendur.

Hjá IED á Ítalíu býðst eins árs Aðfararnám þriggja ára Bachelor nám, þriggja ára Diploma nám og eins og tveggja ára Mastersnám, í Flórens, Feneyjum, Milanó, Róm og Torínó.

Read more

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Istituto Europeo di Design (Ítalíu) á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

NABA – Nuova Accademia di Belle Arti

blog-entry_naba(3)

Hvað gerir skóla einstakan?

NABA (Nuova Accademia di Belle Arti) er stærsti einkarekni fagháskóli Ítalíu og hefur verið vottaður af ítölskum yfirvöldum frá árinu 1980 (MIUR). Skólinn beitir þverfaglegri nálgun við kennslu og hefur í rúm 30 ár þróað þær aðferðir sem beitt er og byggjast á samþættingu kennslu, tilraunum, raunverkefnum og vinnustofum með fyrirtækjum.
NABA hefur í áratugi verið í nánu samstarfi við ítölsk og alþjóðleg fyrirtæki og þannig fá nemar nauðsynlega aðstoð og tækifæri til að þjálfa gagnrýna hugsun og leysa verkefni fagmannlega.
Staðsetning skólans í Milanó á Ítalíu, sem er miðstöð tísku og hönnunar á heimsvísu og í Róm höfuðborg Ítalíu, hjálpar einnig nemum að þroskast og þróast með þátttöku í fjölmörgum alþjóðlegum viðburðum sem þar eru haldnir. Húsnæði skólans og aðstaða er eins og best gerist, enda sérhannað utan um starfsemina.
NABA er alþjóðlegur skóli þar sem 2.000 nemar koma frá 60 þjóðlöndum. þannig skapast sérstakt umhverfi sem eykur gæði námsins og gefur nemum ómetanlega reynslu.
Kennarar og leiðbeinendur eru þekktir starfandi fagmenn hver á sínu sviði og nemar fá góða þjálfun við að leysa raunveruleg verkefni.

Skólinn býður fjölmargar námsleiðir á ensku í þriggja ára BA námi og tveggja ára MA námi; Grafíska hönnun • Vöruhönnun • Innanhússhönnun • Fatahönnun og textíl • Markaðssamskipti •  Stafrænni miðlun • Samtímalist og sýningastjórn. Einnig bjóðast námsleiðir í eins árs akademísku MA námi; Auglýsingafræði • Ljósmyndun og hönnun • Samtímalist (markaðsfræði og stjórnun).

Hér fyrir neðan eru tenglar inn á vef skólans:

BA nám á ensku (3 ár)

Comics and Visual Storytelling Design (Product Design / Interior Design) Graphic Design & Art Direction (Brand Design / Creative Direction / Visual Design) • Creative Technologies (VFX and 3D Design • Game)   Fashion Design (Fashion Design / Fashion Design Management / Fashion Styling and Communication) • Fashion Marketing Management Film and Animation (Filmmaking  • Animation• Painting and Visual Arts (Listnám) Set Design (Theatre & Opera • Media & Events).

Mastersnám (eins árs nám)

Arts & Ecology  • Contemporary Art Markets • Creative Advertising Fashion Digital Marketing Fashion Law – Blended • New Urban Design Photography & Visual Design • Screenwriting for Series • Sustainable Innovation Communication

Mastersnám (Tveggja ára nám)

Creative Media Production Digital & Live Performance • Fashion & Costume Design Fashion Design Interior Design Product a & Service Design Social Design Textile Design User Experience Design Visual Arts & Curitorial Studies Virtual Design & Integrated Marketing Communication

Orðspor NABA sem eins af bestu skólum á sínu sviði í Evrópu er margstaðfest af ýmsum óháðum aðilum. Sem dæmi má nefna; “Masterclass Frame Guide to the World’s 30 Leading Graduate Schools in Fashion Design and Product Design” sem og í “Domus Magazine Top 100 schools of Architecture and Design in Europe”. Skólinn er einnig vottaður af “MIUR” (ítalska menntamálaráðuneytinu).

“Accomodation”. NABA er í samstarfi við valin húsaleigufyrirtæki og einkaaðila og aðstoðar þig við leit að húsnæði í Mílanó. Ýmsir valkostir eru í boði. Strax eftir að þú hefur greitt skráningargjald við innritun geturðu skráð þig inn á sérstaka vefsíðu og valið húsnæði við hæfi. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili NABA – Nuova Accademia di Belle Arti á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Domus Academy

blog-entry_DA(2)

Domus Academy (DA) var stofnaður í Mílanó árið 1982 og var fyrsti skólinn á Ítalíu sem bauð framhaldsnám (postgradute) á sviðum hönnunar og tísku. Í gegnum tíðina hefur DA einnig látið til sín taka sem leiðandi aðili á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar á hönnunarsviði.

Hvers vegna ættir þú að velja Domus Academy?
Við útskrift færðu viðurkennda prófgráðu, ekki aðeins í Evrópu heldur víða um heim og er vottuð af ítalska Menntamálaráðuneytinu (MIUR). Þú færð einnig í hendur annað verðmætt skjal; “Domus Academy Master Diploma”.
Í öllum námsgreinum býðst starfsþjálfun hjá fyrirtækjum þar sem nemendur öðlast mikilvæga reynslu. Nemendaverkefni eru 90% raunverkefni sem koma frá virtum ítölskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Til dæmis: Maserati, Motorola, Swarovski, Versace, Bayer, P&G, Adidas, Fiat, Tommy Hilfiger, BMW Design, De Beers, Trussardi.
Nemendur í Domus Academy koma víða að úr heiminum (47 þjóðerni) sem gefur nemum ómetanlega reynslu og tengsl. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að læra, þú þarft að upplifa það til að þroskast og þróast. Yfir 3.000 fyrrum nemar hjá Domus Academy eru að störfum víða um heim, og tengslanetið því eins víðfemt og hægt er að hugsa sér.

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um námsleiðir í Mastersnámi hjá Domus Academy í Mílanó.

Hægt er að hefja nám þrisvar á ári;
Febrúar, September og Nóvember og í boði er 60, 90 og 120 eininga nám (ECTS).

DESIGN (HÖNNUN):   Interior & Living Design (Innanhússhönnun) • Product Design(Vöruhönnun) • Urban Vision & Architectural Design (Borgarskipulag og arkitektúr) • Design Innovation (2 ár – 120 Ects)

FASHION (TÍZKA): Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Management (Tískustjórnun) • Fashion Styling & Visual Merchandising(Stílisering og útstillingar) • Design, Art & Technology (2 ár – 120 Ects)

BUSINESS (VIÐSKIPTI): Business Design(Viðskiptahönnun) • Luxury Brand Management (Markaðsfræði lúxusvara)

EXPERIENCE (UPPLIFUN):  Interaction Design (Gagnvirk miðlun) • Service Design (Þjónustuhönnun) • Visual Brand Design (Vörumerkjahönnun) 

Fjöldi aðila hafa vottað námið hjá Domus Academy.

Námið er vottað af Regent University í london. “FramePublishers” völdu Domus Academy meðal 30 bestu skóla í heiminum á sviði hönnunar, arkitektúrs og tísku, 2012, 2013 og 2014. “Domus Magazine” setti Domus Academy í hóp 100 bestu hönnunar og arkitektaskóla Evrópu. “Bloomberg Businessweek” valdi Domus Academy í hóp bestu hönnunarskóla í heimi árið 2006, 2008 og 2009.

“Accommodation Services” hjá DOMUS ACADEMY veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Domus Academy á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Apicius International School of Hospitality

blog-entry_APICIUS

Apicius í Flórens (it. Firenze) er fyrsti alþjóðlegi skólinn á Ítalíu, í veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Apicius var stofnaður árið 1997 og er í dag fagháskóli í fremstu röð á sínu sviði. Stefna skólans er að búa nemendum faglegt akademískt umhverfi þar sem þeir öðlast reynslu í viðskiptum, gestamóttöku og ferðaþjónustu, ítalskri matargerð, vínsmökkun og útgáfu.
Flórens er einn stærsti áfangastaður ferðamanna í heiminum og blómstrandi kjarni matargerðar, vínfræða og veitingaþjónustu. Menning Flórensborgar er þannig nýtt til að búa til reynsluheim sem er engum öðrum líkur.
Apicius er einn af níu skólum sem starfa undir hatti Florence University of the Arts (FUA) sem býður nám á ýmsum sviðum; Viðburðastjórnun og Matargerð, Ljósmyndun og Stafrænni tækni, Tískuhönnun, Innanhússhönnun, Viðskiptafræði, Blaðamennsku og Listum og Vísindum.

Apicius býður nám á tveim meginsviðum.

School of Food and Wine Studies
Baking and Pastry (Bakari) • Culinary Arts (Matreiðsla) • Dietetics and Nutrition (Næringarfræði) • Food and Culture (Matur og Menning) • Food, Family and Consumer Sciences (Matvælafræði) • Wine and Culture (Vín og Menning) • Wine Expertise (Vínfræði)

School of Hospitality (HP)
Hospitality and Tourism Management (Veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun) • Hotel and Lodging Management (Móttökustjórn) • Restaurant, Food and Beverage Management (Veitingahúsastjórn).

Starfstengt nám “Career Programs”

Á öllum námsleiðum eru nemar þjálfaðir til starfa á sínu sviði frá fyrsta degi. Námskeiðin eru sniðin að því að byggja upp raunfærni sem byggist á þörfum fyrirtækja á þessu sviði. Áhersla er á tilraunastarfsemi, byggja upp þverfaglega færni og hæfieika til að vera í virkum samskiptum við umhverfi sitt. Veitinga- og viðburðastjórnun er fag sem er í stöðugri þróun og námið tekur einnig mið af því.

Eins árs nám

Baking and Pastry  Culinary Arts  Hospitality Management  Wine Studies and Enology

Tveggja ára nám

Culinary Arts  Hospitality Management

Fjögurra ára BA nám

Hægt er að velja um tvö svið; “Culinary Arts and Food Service Management” (Matarlist og veitingastjórnun) og “Management for the Hospitality and Tourism Industry” (Viðburðastjórnun og ferðaþjónusta). Fyrstu þrjú árin eru rekin í Flórens, en fjórða árið er “on-line” eða hjá Southern New Hampshire University í Bandaríkjunum. Sjá nánar hér:

Fjögurra ára fagháskólanám

Apicius býður einnig námsleiðir í fjögurra ára nám í ”Hospitalty Management” (Stjórn gestamóttöku). Tvær leiðir eru í boði: “Management for the Hotel and Tourism Industry” (Viðburðastjórn og ferðaþjónusta) og “Culinary Arts & Food Service Management” (Matarlist og veitingastjórnun). Sjá nánar:

Styttri námskeið (1-3 vikur)

Fyrir einstaklinga, eða hópa. Flórens og Toskana eru heimsþekkt fyrir matargerð og vínmenningu. Matarlist nær betur yfir að skýra hvers vegna, því nálgunin byggir ekki á tilviljunum, heldur aldagömlum hefðum. Kennsla er í höndum sérfræðinga og nemar fá góða þjálfun í ítalskri matargerð og vínmenningu. Dæmi um þema: Regional Cuisine • Tuscan Cuisine • Italian Wine Culture • Italian Baking and Pastry • Tours and visits in Florence. Sjá nánar:

Nám í eina önn.

Þetta er hagnýtt nám, byggt upp á þrem þriggja vikna lotum í akademísku umhverfi. Hægt er að hefja nám að hausti, í ársbyrjun, eða að vori.
Þessi námskeið eru búin til fyrir hópa (6-20 manns) sem hafa áhuga á að njóta matar og menningar Toskanahéraðs undir leiðsögn sérfræðinga. Einstaklingar geta einnig skráð sig í hópinn og fagmenn geta tekið hluta námsins (t.d. þrjár vikur). Dæmi um nám: Móttaka á veitingastað, stjórnun innkaupa og viðburðastjórnun að hætti Flórensbúa. Sjá nánar:

Hjá Apicius er í boði góð aðstaða
Húsnæði og aðstaða er sniðið að borgarmenningu Flórens. Skólinn er vel staðsettur í miðju borgarinnar og húsnæðið er hrífandi, en um leið hagnýtt. Nemar upplifa því menningu borgarinnar og njóta um leið að taka þátt í þróun hennar. Skólinn rekur eigið veitingahús sem heitir Ganzo

Apicius er í góðum tengslum við fyrirtæki
Skólinn er í góðum samskiptum við virtar stofnanir og fyrirtæki á sviði matargerðarlistar og viðburðastjórnunar. “Apicius Friends” er verkefni sem hefur það meginmarkmið að deila þekkingu og vera í samskiptum við ítalska aðila á þessu sviði. Nemar fá þannig tækifæri til fyrirtækjaheimsókna, geta tekið þátt í verkefnum sem tengjast staðbundnum fyrirækjum og verið í samskiptum við heimsþekkta ítalska framleiðendur.

Framtíðarsýn, verkefni og gildi.

Florence University of the Arts leiðir saman nokkra skóla í því skyni að bjóða fjölbreytt alþjóðlegt háskólanám sem stendst kröfur um fræðileg og akademísk gildi. Skólinn byggir um leið á staðbundinni menningu Flórensborgar. Verkefni FUA er að kynna og þróa skapandi starfsemi með það markmið að miðla staðbundinni menningu í alþjóðlegt umhverfi. Aðstaða og fagleg þekking miðast við það sem best gerist á hverjum tíma.

Gildi skólans eru að bjóða bjóða góða menntun sem byggist á alþjóðlegum hópi kennara og leiðbeinenda. Gæði aðstöðu og staðsetning skólans í Flórens á Ítaliu, skapar nemendum möguleika á að kynnast rótgrónum hefðum og menningu borgarinnar.

Apicius er hluti af Florence University of the Arts (FUA), sem vottar námið ásamt University of Florida. “Florence University of the Arts (FUA) is accredited by the Region of Tuscany (Accreditation Number FI 02219)”.

 

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Apicius International School of Hospitality á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Media Design School

blog-entry_MDS(2)
Media Design School (MDS) á Nýja Sjálandi var stofnaður árið 2000 og kennir í hinum vaxandi greinum á sviði stafrænnar miðlunar, leikjahönnunar og í skapandi auglýsingargerð. MDS er margverðlaunaður fyrir góða kennslu og alþekkt hversu vel nemum gengur að fá vinnu að námi loknu, enda eru þeir vel undirbúnir. Skólinn er í góðum tengslum við atvinnulífið á Nýja Sjálandi og víðar um heim. Fulltrúar þessara fyrirtækja taka þátt í kennslu og vinnustofum, auk þess að leggja til raunveruleg verkefni.
Í heimi stafrænnar miðlunar eru lítil takmörk og galdurinn oft sá, að villtar hugmyndir og dagdraumar verða að veruleika með samstarfi skapandi fólks, í iðnaði sem er orðinn stærri en kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn samanlagt. Víxlverkun í hönnun og tækni ásamt mannlegu eðli, myndar samspil sem er dýnamískt og skapar nýjar víddir í frásögn og virkni tækja og tóla sem nýtt eru til að miðla upplýsingum.

Námsleiðir BA (Námsbyrjun: 22. febrúar  18. júlí  28. september)

3D Animation & Visual Effects (Margmiðlun og sjónrænar brellur)
Game Artist (Leikjahönnun)  Game Programming (Leikjaforritun)
Interactive Design (Gagnvirk hönnun)  Motion Graphics (Hreyfimyndagerð)
• Graphic Design (Grafísk hönnun)

Einnig er í boði brúarnám milli grunnháskólanáms og framhaldsnáms. Aðgangskröfur eru Bakkalárpróf, eða starfsreynsla og Diplómapróf. Hér er tækifæri til að þróa faglega þekkingu og áhugasvið með rannsóknarverkefni í 3D Animation and Visual Effects, Interactive and Web Design, Graphic Design, Motion Graphics, or Virtual Reality and Augmented Reality (VR/AR).

• Graduate Diploma in Creative Technologies

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Media Design School á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

New School of Architecture + Design

blog-entry_NSDA(1)
New School of Architecture + Design er staðsettur í “East Village” í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna og er framsækin stofnun í borgarumhverfinu. NSAD býður fjölmargar námsleiðir á sviði arkitektúrs, byggingastjórnunar, iðnhönnunar og stafrænnar miðlunar.

Námsskrá byggist á traustum akademískum grunni, góðu samstarfi og hagnýtri reynslu “learning-by-doing” og tekur einnig mið af nútíma kennsluháttum sem eru samtvinnuð nálgun lista, vísinda, hugmyndafræði og starfsreynslu. Stefna NSAD er að vera skóli sem sannanlega getur hjápað nemum að laða fram sína listrænu hæfileika. Námið byggist á ástríðu, forvitni og rannsóknum, sem koma hönnunarhugmyndum í framkvæmd. Arkitektanámið hjá NSA+D er til dæmis í hópi 30 bestu í heimi.

Umgjörð fyrir innblástur
Staðsetning skólans í heimsborginni San Diego í Kaliforníuríki, dregur fram menningarlega og einstaklingsbundna hæfileika þeirra sem þar starfa. Hér blandast saman áhrif hefðbundinnar hönnunar frá austurströnd BNA, kyrrahafsmenning, áhrif frá Latnesku Ameríku, sem og áhrif heimsborgarinnar Los Angeles (aðeins tveggja tíma akstur í norður frá San Diego). Þetta umhverfi hefur haft sitt að segja um velgengni skólans sem hönnunarseturs.

Námsleiðir í BA og BSc námi

Architecture (BA Arkitektúr) • Construction Management (BSc Byggingastjórn) • Interior Architecture & Design (BA Innanhússarkitekt) • Product Design (BA Vöruhönnun)

Námsleiðir í MA námi

Construction Management (MA Byggingastjórn) • Architecture (MA Arkitektúr) • Science in Architecture (MSc Arkitektúr).

Námsskrá sem miðar að góðum árangri.
Námsleiðir hjá NSAD byggjast á nákvæmri, þverfaglegri námsskrá með alþjóðlega skírskotun gegnum Laureate International Network. NSAD var upphaflega stofnaður sem arkitektaskóli, en hefur þróast og útvíkkað starfsemi sína og býður nú einnig nám í hönnun og stafrænni miðlun. Námsskráin endurspeglar þá skoðun stjórnenda skólans að siðfræði og gæði hönnunar skipti máli fyrir samfélagið og nemar þurfi að læra að hugsa á skapandi og skilmerkilegan hátt. Námið hjá NSAD er sniðið að sérhæfðum þörfum hverrar faggreinar og miðar að því að nemar eigi góða reynslu úr námi sínu.

Upplýsingar um húsnæði  •  Google Maps New School

Umsóknarfrestur fyrir haustönn er 2. mars. Tekið er á móti umsóknum eftir þann tíma, en samþykkt þeirra tekur mið af því hvort námspláss séu tiltæk. Í stafrænni miðlun og forritun er námsbyrjun bæði í október og janúar.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili New School of Architecture + Design á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Macromedia University


Macromedia University of Applied Sciences er leiðandi fagháskóli í Þýskalandi á sviði hönnunar og miðlunar, stafrænnar tækni, markaðssamskipta og stjórnunar, auk leiklistar, kvikmyndagerðar, tísku og tónlistar. Nám til alþjóðagráðu á ensku (BA, BA(Hons) og MA) er í boði í Berlin og Münhen. Hægt er að velja um nám hvort heldur er á ensku eða þýsku.

Skólinn er í góðum tengslum við starfandi fyrirtæki og nemar kynnst vel þekktum vörumerkjum og vinna að raunverulegum verkefnum. Reyndir fagmenn og sérfræðingar koma reglulega og taka þátt í fyrirlestrum og kennslu. Áhersla er bæði á kennslu og verklega reynslu frá fyrsta degi.

Alþjóðlegt sjónarhorn er miðja kennslustefnu skólans, því tengslanet í slíku umhverfi hefur mikil áhrif á verkefni og vinnu stjórnenda framtíðar. Macromedia University skilgreinir sig sem háskóla þar sem ekki er eingöngu horft á menntun, heldur kynnir skólinn einnig nemendur fyrir atvinnulífinu og raunveruleika þess. Samtímis er horft til þess að þjálfa hvern og einn nema á sínum eigin forsendum. Bachelor- og Mastersnám hjá Macromedia University opnar dyr að starfsferli á alþjóðlegum vettvangi.

Eftirtalið nám er í boði á ensku:

Undergraduate Courses (BA):
Acting (Leiklist) • Brand Management (Vörumerkjastjórn) • BSc (Hons) Artificial Intelligence (Gervigreind) • Design (Skjáhönnun) • Digital Technologies & Coding (Stafræn tækni og forritun) • Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Management (Tískustjórnun) • Film and Television (Kvikmyndagerð) • Filmmaking (Kvikmyndagerð) • International Management (Alþjóðleg viðskiptastjórn) • Interior Design • (Innanhússhönnun) •  Management (Stjórnun) • Media Management (Fjölmiðastjórn) • Media and Communication Design (Stafræn hönnun) • Media and Communication Management (Fjölmiðla- og samskiptastjórn) • Music Management (Tónlistarstjórn) • BSc (Hons) Software Engineering (Hugbúnaðarverkfræði) • BSc (Hons) UI/UX Design (Vefhönnun)

Postgraduate (MA)
Brand Management (Vörumerkjastjórn) • Business Management (Viðskiptastjórn) • Design Management (Hönnunarstjórn) • Digital Media Business (Stafræn Viðskipti) • Media and Communication Management (Fjölmiðla- og samskiptastjórn) • Music Management (Tónlistarstjórn) • Strategic Marketing (Markaðsfræði).

Þeir sem lokið hafa 190 ECTS einingum taka fjórar annir í MA námi, en aðrir sem hafa lokið 210 ECTS þrjár.

Þýskaland er gjarna kennt við að vera land skálda og heimspekinga. Landið er hinsvegar í lykilstöðu í Evrópu og þýsk menntastefna er löngu þekkt fyrir framsýni og gæði. Þjóðverjar segjast gjarna vera Evropubúar með þýskt þjóðerni. Berlín, München og Hamborg eru meðal vinsælustu ferðamannastaða í Evrópu. Berlín er höfuðborg Þýskalands og þekkt fyrir alþjóðlegt og unglegt yfirbragð. „Októberfest“ í München er löngu heimsþekktur viðburður þar sem saman fara alþjóðlegir og þjóðlegir viðburðir á sviði leiklistar og tónlistar. Hafnarborgin Hamborg er vestast í Þýskalandi og þar lifir fólk við vatnið og nýtur útiveru og ekki síður lítríks borgarlífs. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Macromedia University á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Macromedia University

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

The Liverpool Institute for Performing Arts

blog-entry_liverpool(3)
The Liverpool Institute for Performing Arts (LIPA) tók til starfa árið 1996 með það leiðarljós að móta nýja nálgun í þjálfun fólks til starfa við sviðslistir. Skólinn var stofnaður af Sir Paul McCartney tónlistarmanni og Mark Featherstone-Witty rektor skólans. LIPA er í Liverpool á vesturstönd Englands í gamalli virðulegri byggingu sem var endurnýjuð og sérstaklega sniðin að starfsemi skólans.

Read more

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili The Liverpool Institute for Performing Arts á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef The Liverpool Institute for Performing Arts

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

London College of Fashion

blog-entry_ual-LCF(2)
London College of Fashion
(LCF) er talinn einn fremsti skóli á sínu sviði í Evrópu. LCF býr að ríkri hefð, en um leið sveigjanleika og aðlögun að nýjungum í tízkuheiminum. BA og MA nám við skólann beinist fyrst og fremst að þróun hugmynda og hagnýtingu þeirra.

Leiðbeinendur og nemendur nálgast viðfangsefni tízkunnar bæði fra sjónarhorni sögu og menningar, en um leið er leitast við að ögra viðteknum viðmiðum. „Tízka til Framtiðar“ er hugsun sem er í hávegum höfð hjá LCF, sem og náin tengsl við hinn alþjóðlega tízkuheim.

Read more

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili London College of Fashion á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝
    Umsóknarblað
  • 📨
    Hvatabréf
  • 📜
    CV – ferilsskrá
  • 🎓
    Staðfest gögn um námsferil.

  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂
    Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄
    Portfólío.
  • 📷
    2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef London College of Fashion

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju