Griffith University
Griffith University er opinber rannsóknarháskóli í Queensland á austurströnd Ástralíu. Skólinn var stofnaður árið 1971 og er nefndur eftir Sir Samuel Griffith sem var einn af höfundum Áströlsku stjórnarskrárinnar. Skólinn rekur fimm háskólasvæði “Campuses”. Sá stærsti er á Gold Cost, þrír eru í Brisbane og einn í Meadowbrook, mitt á milli Brisbane og Gold Coast. Griffith University rekur The Queensland College of Art and Design (QCA) sem var stofnaður árið 1881 undir nafni Brisbane School of Arts.
Í dag er skólinn blómlegt samfélag listamanna, hönnuða, margmiðlara, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna, sem í sameiningu skapa alþjóðlegt hönnunar- og listasamfélag. Nemendafjöldi er um 1,500 og kemur frá 25 þjóðlöndum. Griffith Film School sem sem er stærsti kvikmyndaskóli Ástralíu er hluti af Queensland College of Art.
Staðsetning QCA í South Bank í menningarhverfi Brisbane býður upp á ýmsa áhugaverða möguleika og aðstaða er öll eins og best gerist. Kennarar skólans er starfandi fagmenn, þannig að nemar hafa beina tengingu við atvinnulífið og læra hvernig á að finna starf að námi loknu. Griffith var valinn í hóp 100 bestu fagháskóla í heimi árið 2015.
Námsleiðir á South Bank
Námsleiðir í skapandi greinum, Bachelor: Animation • Creative and interactive media • Film and screen media • Fine art • Games design • Photography • Design
Námsleiðir í Meistaranámi á ýmsum fræðasviðum.
Gullna ströndin (Gold Coast)
Griffith University býður einnig nám á Gold Coast, sem er klukkustundar akstur í suður frá Brisbane. Gullna ströndin er önnur stærsta borgin á austurströnd Ástralíu og þar er ein þekktasta baðströndin. Griffith University hefur byggt þar upp afbragðs aðstöðu og þar er stærsta starfsstöð skólans með um 18.000 nemendur. Ekki er síður búið að nemum til að stunda afþreyingu svo sem tennis, körfubolta, strandbolta, auk þess sem bókasafn skólans er afar vel búið svo ekki sé minnst á hjólastíga borgarinnar.
Fjöldi námsleiða er í boði;
Arkitektúr og byggingafræði • Viðskipti • Afbrotafræði • Verkfræði, tölvunarfræði og flug • Lyfjafræði • Sviðslistir • tækni- og umhverfisfræði • Sjónlistir. Sjá nánar:
Lífið á „Gullnu ströndinni”
Aðstaða á skólasvæðinu (Campus) er góð og þar er að finna bókabúð, kaffihús, verslun, tölvuverslun, hárgreiðslustofu, pósthús, ferðaskrifstofu og heilsurækt, svo eitthvað sé nefnt. Nemendabústaðir eru á svæðinu sem er einnig vel tengt við léttlestarkerfi borginnar. Sjá nánar:
Griffith University býður nemum í vissum námsgreinum að taka þrjár annir á ári “TRIMESTERS” • Trimester 1; frá 27. Febrúar. – 17. Júní • Trimester 2; frá 3. Júlí – 14. Október • Trimester 3; frá 30. Október – 17. Febrúar.
CRICOS Provider Number: 00233E.