Florence University of the Arts (FUA)

blog-entry_FUA.italy

Starfstengt diplomanám “Career Programs”

Florence University of the Arts (FUA) rekur eins og tveggja ára starfsmenntabrautir fyrir nema sem eru áhugasamir og vilja þróa nýja hæfileika og bæta þekkingu sína, um leið og þeir byggja upp faglega reynslu í alþjóðlegu umhverfi.

Kennslan og innihald námsins njóta styrkleika rannsókna og þekkingar starfandi fagmanna. Sérstaða námsins liggur í samsetningu þess í kennslustofu og starfsþjálfunar á vettvangi, í hinu skapandi umhverfi Flórensborgar. Náminu er skipt í tvo áfanga á ári og í hverjum áfanga eru fimm námskeið, auk valgreina. Að loknu þessu námi er hægt að halda áfram í BA nám.

Fimm skólar sem starfa undir hatti Florence University of the Arts (FUA) bjóða starfstengt nám nám á ýmsum sviðum; Viðburðastjórnun og matargerð, ljósmyndun og stafræna miðlun, fatahönnun og hönnun fylgihluta, arkitektúr og hönnun lúxusvara sem og blaðamennsku.

Flórens er einn stærsti áfangastaður ferðamanna í heiminum og blómstrandi kjarni lista og viðskipta, matargerðar og veitingaþjónustu. Menning Flórensborgar er þannig nýtt til að búa til reynsluheim sem er engum öðrum líkur.

Námsleiðir í tveggja ára námi (Two-year, 4 levels)

Apicius (International School of Hospitality) er fyrsti alþjóðlegi skólinn á Ítalíu, í veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Apicius var stofnaður árið 1997 og er í dag fagháskóli í fremstu röð á sínu sviði. Stefna skólans er að búa nemendum faglegt akademískt umhverfi þar sem þeir öðlast reynslu í viðskiptum, gestamóttöku og ferðaþjónustu, ítalskri matargerð, vínsmökkun og útgáfu.
Hér eru tenglar með nánari upplýsingum: Culinary Arts (Matarlist) • Hospitality Management (Móttöku- og viðburðastjórnun).

Fjögurra ára BA nám (Bachelor of business administration). Einnig er í boði hjá Apius fjögurra ára bakkalárnám í Hospitality Management, með sérhæfingu í International Hotel and Tourism Management, eða Culinary Arts & Food Service Management. Sjá nánar

DIVA (School of Digital Imaging Visual Arts) býður nám í ljósmyndun og sjónrænni miðlun. Ljósmyndadeildin er afar vel skipulögð og býður góða hagnýta þjálfun fyrir þá sem vilja starfa við ljósmyndun. Deild stafrænnar miðlunar býður námsleiðir á sviði grafíkur, myndskreytingar, vefhönnunar, margmiðlunar og viðskipta. Hér eru tenglar með nánari upplýsingum: Photography (Ljósmyndun) • Visual Communication (Stafræn miðlun).

FAST (School Of Fashion, Accessory Studies and Technology) rekur tvær deildir. Önnur er nám í tískuhönnun og fatatækni sem gerir nemum fært að efla þekkingu sína í hönnun, tækni og skapandi vinnu. Skólinn býður trausta undirstöðumenntun sem byggist bæði á sögu fatahönnunar og tengingu við starfandi alþjóðlega hönnuði, sem og meginreglur hönnunar og sköpunar.
Hönnun og gerð fylgihluta leggur áherslu á að þróa færni í hönnun og framleiðslu á skóm, hönskum, töskum, beltum, höttum og þannig hátta fylgihlutum. Nemendur fá þjálfun undir stjórn fagmanna sem er nauðsynleg til að þróa margþætta hæfileika og vinna við fagið.
Hér eru tenglar með nánari upplýsingum: Accessory Design and Technology (Fylgihlutir og tækni) • Fashion Design and Technology (Fatahönnun og tækni)

IDEAS (School of Architecture and Sustainability) er eins og nýtt torg “piazza” í Flórens þar sem unnið er að því að endurhugsa arkitektúr, hönnun og viðgerðir. Markmiðið er að skilja hvernig fólk upplfir efnislegt rými. Skólinn skiptist í fimm deildir; Architectural Studies • Sustainable Architecture And Design • Interior And Visual Design • Product Design • Architectural Restoration and History Of Architecture.

JSCHOOL (School Of Journalism, Communication and Publishing). Blaðamanna- og útgáfuskóli Florence University of the Arts býður eins árs og fjögurra ára nám í útgáfu og stafrænni miðlun. Nemendur þróa samskiptatækni sína til að draga fram þætti úr menningu og borgarsamfélagi  Ítalíu gegnum nám í blaðamennsku, samskiptum og útgáfu.
Kennsla og þjálfun fer fram undir stjórn alþjóðlegs hóps með sterkan akademískan bakgrunn og langa starfseynslu við fjölmiðlun. Unnið er að raunverkefnum, útgáfu tímarita, fréttabréfa og annars efnis sem kynna starfsemi FUA og Flórensborgar.
Nánari upplýsingar um námið eru hér: 1-Year Career Program in Publishing (Eins árs nám í útgáfu) • 4-Year Curriculum in Communication and Interactive Digital Media (Fjögurra ára nám í samskiptum og stafrænni tækni).

Húsnæði
FUA “Housing Office” aðstoðar nema við að finna húsnæði. Skólinn á ekki sjálfur íbúðir, en er í samstarfi við leigumiðlun í Flórens sem leigir út nemendaíbúðir. Allar nánari upplýsingar er að finna á umsóknarblaði. (Hlekkur hér). Lingó veitir einnig nánari upplýsingar.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Florence University of the Arts (FUA) á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Istituto Europeo di Design (IED) einn virtasti hönnunarskóli Evrópu, hefur í yfir 50 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Enn fremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu IED, þar sem verklegt og fræðilegt nám helst í hendur.

Hjá IED á Ítalíu býðst eins árs Aðfararnám þriggja ára Bachelor nám, þriggja ára Diploma nám og eins og tveggja ára Mastersnám, í Flórens, Feneyjum, Milanó, Róm og Torínó.

Read more

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Istituto Europeo di Design (Ítalíu) á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

NABA – Nuova Accademia di Belle Arti

blog-entry_naba(3)

Hvað gerir skóla einstakan?

NABA (Nuova Accademia di Belle Arti) er stærsti einkarekni fagháskóli Ítalíu og hefur verið vottaður af ítölskum yfirvöldum frá árinu 1980 (MIUR). Skólinn beitir þverfaglegri nálgun við kennslu og hefur í rúm 30 ár þróað þær aðferðir sem beitt er og byggjast á samþættingu kennslu, tilraunum, raunverkefnum og vinnustofum með fyrirtækjum.
NABA hefur í áratugi verið í nánu samstarfi við ítölsk og alþjóðleg fyrirtæki og þannig fá nemar nauðsynlega aðstoð og tækifæri til að þjálfa gagnrýna hugsun og leysa verkefni fagmannlega.
Staðsetning skólans í Milanó á Ítalíu, sem er miðstöð tísku og hönnunar á heimsvísu og í Róm höfuðborg Ítalíu, hjálpar einnig nemum að þroskast og þróast með þátttöku í fjölmörgum alþjóðlegum viðburðum sem þar eru haldnir. Húsnæði skólans og aðstaða er eins og best gerist, enda sérhannað utan um starfsemina.
NABA er alþjóðlegur skóli þar sem 2.000 nemar koma frá 60 þjóðlöndum. þannig skapast sérstakt umhverfi sem eykur gæði námsins og gefur nemum ómetanlega reynslu.
Kennarar og leiðbeinendur eru þekktir starfandi fagmenn hver á sínu sviði og nemar fá góða þjálfun við að leysa raunveruleg verkefni.

Skólinn býður fjölmargar námsleiðir á ensku í þriggja ára BA námi og tveggja ára MA námi; Grafíska hönnun • Vöruhönnun • Innanhússhönnun • Fatahönnun og textíl • Markaðssamskipti •  Stafrænni miðlun • Samtímalist og sýningastjórn. Einnig bjóðast námsleiðir í eins árs akademísku MA námi; Auglýsingafræði • Ljósmyndun og hönnun • Samtímalist (markaðsfræði og stjórnun).

Hér fyrir neðan eru tenglar inn á vef skólans:

BA nám á ensku (3 ár)

Comics and Visual Storytelling Design (Product Design / Interior Design) Graphic Design & Art Direction (Brand Design / Creative Direction / Visual Design) • Creative Technologies (VFX and 3D Design • Game)   Fashion Design (Fashion Design / Fashion Design Management / Fashion Styling and Communication) • Fashion Marketing Management Film and Animation (Filmmaking  • Animation• Painting and Visual Arts (Listnám) Set Design (Theatre & Opera • Media & Events).

Mastersnám (eins árs nám)

Arts & Ecology  • Contemporary Art Markets • Creative Advertising Fashion Digital Marketing Fashion Law – Blended • New Urban Design Photography & Visual Design • Screenwriting for Series • Sustainable Innovation Communication

Mastersnám (Tveggja ára nám)

Creative Media Production Digital & Live Performance • Fashion & Costume Design Fashion Design Interior Design Product a & Service Design Social Design Textile Design User Experience Design Visual Arts & Curitorial Studies Virtual Design & Integrated Marketing Communication

Orðspor NABA sem eins af bestu skólum á sínu sviði í Evrópu er margstaðfest af ýmsum óháðum aðilum. Sem dæmi má nefna; “Masterclass Frame Guide to the World’s 30 Leading Graduate Schools in Fashion Design and Product Design” sem og í “Domus Magazine Top 100 schools of Architecture and Design in Europe”. Skólinn er einnig vottaður af “MIUR” (ítalska menntamálaráðuneytinu).

“Accomodation”. NABA er í samstarfi við valin húsaleigufyrirtæki og einkaaðila og aðstoðar þig við leit að húsnæði í Mílanó. Ýmsir valkostir eru í boði. Strax eftir að þú hefur greitt skráningargjald við innritun geturðu skráð þig inn á sérstaka vefsíðu og valið húsnæði við hæfi. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili NABA – Nuova Accademia di Belle Arti á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Domus Academy

blog-entry_DA(2)

Domus Academy (DA) var stofnaður í Mílanó árið 1982 og var fyrsti skólinn á Ítalíu sem bauð framhaldsnám (postgradute) á sviðum hönnunar og tísku. Í gegnum tíðina hefur DA einnig látið til sín taka sem leiðandi aðili á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar á hönnunarsviði.

Hvers vegna ættir þú að velja Domus Academy?
Við útskrift færðu viðurkennda prófgráðu, ekki aðeins í Evrópu heldur víða um heim og er vottuð af ítalska Menntamálaráðuneytinu (MIUR). Þú færð einnig í hendur annað verðmætt skjal; “Domus Academy Master Diploma”.
Í öllum námsgreinum býðst starfsþjálfun hjá fyrirtækjum þar sem nemendur öðlast mikilvæga reynslu. Nemendaverkefni eru 90% raunverkefni sem koma frá virtum ítölskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Til dæmis: Maserati, Motorola, Swarovski, Versace, Bayer, P&G, Adidas, Fiat, Tommy Hilfiger, BMW Design, De Beers, Trussardi.
Nemendur í Domus Academy koma víða að úr heiminum (47 þjóðerni) sem gefur nemum ómetanlega reynslu og tengsl. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að læra, þú þarft að upplifa það til að þroskast og þróast. Yfir 3.000 fyrrum nemar hjá Domus Academy eru að störfum víða um heim, og tengslanetið því eins víðfemt og hægt er að hugsa sér.

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um námsleiðir í Mastersnámi hjá Domus Academy í Mílanó.

Hægt er að hefja nám þrisvar á ári;
Febrúar, September og Nóvember og í boði er 60, 90 og 120 eininga nám (ECTS).

DESIGN (HÖNNUN):   Interior & Living Design (Innanhússhönnun) • Product Design(Vöruhönnun) • Urban Vision & Architectural Design (Borgarskipulag og arkitektúr) • Design Innovation (2 ár – 120 Ects)

FASHION (TÍZKA): Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Management (Tískustjórnun) • Fashion Styling & Visual Merchandising(Stílisering og útstillingar) • Design, Art & Technology (2 ár – 120 Ects)

BUSINESS (VIÐSKIPTI): Business Design(Viðskiptahönnun) • Luxury Brand Management (Markaðsfræði lúxusvara)

EXPERIENCE (UPPLIFUN):  Interaction Design (Gagnvirk miðlun) • Service Design (Þjónustuhönnun) • Visual Brand Design (Vörumerkjahönnun) 

Fjöldi aðila hafa vottað námið hjá Domus Academy.

Námið er vottað af Regent University í london. “FramePublishers” völdu Domus Academy meðal 30 bestu skóla í heiminum á sviði hönnunar, arkitektúrs og tísku, 2012, 2013 og 2014. “Domus Magazine” setti Domus Academy í hóp 100 bestu hönnunar og arkitektaskóla Evrópu. “Bloomberg Businessweek” valdi Domus Academy í hóp bestu hönnunarskóla í heimi árið 2006, 2008 og 2009.

“Accommodation Services” hjá DOMUS ACADEMY veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Domus Academy á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Apicius International School of Hospitality

blog-entry_APICIUS

Apicius í Flórens (it. Firenze) er fyrsti alþjóðlegi skólinn á Ítalíu, í veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Apicius var stofnaður árið 1997 og er í dag fagháskóli í fremstu röð á sínu sviði. Stefna skólans er að búa nemendum faglegt akademískt umhverfi þar sem þeir öðlast reynslu í viðskiptum, gestamóttöku og ferðaþjónustu, ítalskri matargerð, vínsmökkun og útgáfu.
Flórens er einn stærsti áfangastaður ferðamanna í heiminum og blómstrandi kjarni matargerðar, vínfræða og veitingaþjónustu. Menning Flórensborgar er þannig nýtt til að búa til reynsluheim sem er engum öðrum líkur.
Apicius er einn af níu skólum sem starfa undir hatti Florence University of the Arts (FUA) sem býður nám á ýmsum sviðum; Viðburðastjórnun og Matargerð, Ljósmyndun og Stafrænni tækni, Tískuhönnun, Innanhússhönnun, Viðskiptafræði, Blaðamennsku og Listum og Vísindum.

Apicius býður nám á tveim meginsviðum.

School of Food and Wine Studies
Baking and Pastry (Bakari) • Culinary Arts (Matreiðsla) • Dietetics and Nutrition (Næringarfræði) • Food and Culture (Matur og Menning) • Food, Family and Consumer Sciences (Matvælafræði) • Wine and Culture (Vín og Menning) • Wine Expertise (Vínfræði)

School of Hospitality (HP)
Hospitality and Tourism Management (Veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun) • Hotel and Lodging Management (Móttökustjórn) • Restaurant, Food and Beverage Management (Veitingahúsastjórn).

Starfstengt nám “Career Programs”

Á öllum námsleiðum eru nemar þjálfaðir til starfa á sínu sviði frá fyrsta degi. Námskeiðin eru sniðin að því að byggja upp raunfærni sem byggist á þörfum fyrirtækja á þessu sviði. Áhersla er á tilraunastarfsemi, byggja upp þverfaglega færni og hæfieika til að vera í virkum samskiptum við umhverfi sitt. Veitinga- og viðburðastjórnun er fag sem er í stöðugri þróun og námið tekur einnig mið af því.

Eins árs nám

Baking and Pastry  Culinary Arts  Hospitality Management  Wine Studies and Enology

Tveggja ára nám

Culinary Arts  Hospitality Management

Fjögurra ára BA nám

Hægt er að velja um tvö svið; “Culinary Arts and Food Service Management” (Matarlist og veitingastjórnun) og “Management for the Hospitality and Tourism Industry” (Viðburðastjórnun og ferðaþjónusta). Fyrstu þrjú árin eru rekin í Flórens, en fjórða árið er “on-line” eða hjá Southern New Hampshire University í Bandaríkjunum. Sjá nánar hér:

Fjögurra ára fagháskólanám

Apicius býður einnig námsleiðir í fjögurra ára nám í ”Hospitalty Management” (Stjórn gestamóttöku). Tvær leiðir eru í boði: “Management for the Hotel and Tourism Industry” (Viðburðastjórn og ferðaþjónusta) og “Culinary Arts & Food Service Management” (Matarlist og veitingastjórnun). Sjá nánar:

Styttri námskeið (1-3 vikur)

Fyrir einstaklinga, eða hópa. Flórens og Toskana eru heimsþekkt fyrir matargerð og vínmenningu. Matarlist nær betur yfir að skýra hvers vegna, því nálgunin byggir ekki á tilviljunum, heldur aldagömlum hefðum. Kennsla er í höndum sérfræðinga og nemar fá góða þjálfun í ítalskri matargerð og vínmenningu. Dæmi um þema: Regional Cuisine • Tuscan Cuisine • Italian Wine Culture • Italian Baking and Pastry • Tours and visits in Florence. Sjá nánar:

Nám í eina önn.

Þetta er hagnýtt nám, byggt upp á þrem þriggja vikna lotum í akademísku umhverfi. Hægt er að hefja nám að hausti, í ársbyrjun, eða að vori.
Þessi námskeið eru búin til fyrir hópa (6-20 manns) sem hafa áhuga á að njóta matar og menningar Toskanahéraðs undir leiðsögn sérfræðinga. Einstaklingar geta einnig skráð sig í hópinn og fagmenn geta tekið hluta námsins (t.d. þrjár vikur). Dæmi um nám: Móttaka á veitingastað, stjórnun innkaupa og viðburðastjórnun að hætti Flórensbúa. Sjá nánar:

Hjá Apicius er í boði góð aðstaða
Húsnæði og aðstaða er sniðið að borgarmenningu Flórens. Skólinn er vel staðsettur í miðju borgarinnar og húsnæðið er hrífandi, en um leið hagnýtt. Nemar upplifa því menningu borgarinnar og njóta um leið að taka þátt í þróun hennar. Skólinn rekur eigið veitingahús sem heitir Ganzo

Apicius er í góðum tengslum við fyrirtæki
Skólinn er í góðum samskiptum við virtar stofnanir og fyrirtæki á sviði matargerðarlistar og viðburðastjórnunar. “Apicius Friends” er verkefni sem hefur það meginmarkmið að deila þekkingu og vera í samskiptum við ítalska aðila á þessu sviði. Nemar fá þannig tækifæri til fyrirtækjaheimsókna, geta tekið þátt í verkefnum sem tengjast staðbundnum fyrirækjum og verið í samskiptum við heimsþekkta ítalska framleiðendur.

Framtíðarsýn, verkefni og gildi.

Florence University of the Arts leiðir saman nokkra skóla í því skyni að bjóða fjölbreytt alþjóðlegt háskólanám sem stendst kröfur um fræðileg og akademísk gildi. Skólinn byggir um leið á staðbundinni menningu Flórensborgar. Verkefni FUA er að kynna og þróa skapandi starfsemi með það markmið að miðla staðbundinni menningu í alþjóðlegt umhverfi. Aðstaða og fagleg þekking miðast við það sem best gerist á hverjum tíma.

Gildi skólans eru að bjóða bjóða góða menntun sem byggist á alþjóðlegum hópi kennara og leiðbeinenda. Gæði aðstöðu og staðsetning skólans í Flórens á Ítaliu, skapar nemendum möguleika á að kynnast rótgrónum hefðum og menningu borgarinnar.

Apicius er hluti af Florence University of the Arts (FUA), sem vottar námið ásamt University of Florida. “Florence University of the Arts (FUA) is accredited by the Region of Tuscany (Accreditation Number FI 02219)”.

 

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Apicius International School of Hospitality á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Lorenzo de’ Medici – Ítalía

blog-entry_LDM(2)
Hönnunar- og listaskólinn Lorenzo de Medici (LdM) fagnaði 45 ára afmæli árið 2018 sem alþjóðlegur háskóli og er viðurkenndur sem einn af fremstu skólum á sínu sviði í Evrópu. Kennarar og leiðbeinendur skólans eru reyndir fagmenn og skólinn býður fjölbreytt úrval námsleiða, sem bæta hæfileika og þekkingu nema. LdM er með starfsemi í tveim borgum á Ítalíu; Flórens og Toskana. Sjá nánar:

Stefna skólans er að veita hágæða alþjóðlega menntun þar sem nemar þroskast með menntun, þróa sköpunarhæfileika sína og gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem bjóðast í umhverfinu. Námið hjá LdM byggist á faglegri reynslu við að þróa framtíðarmöguleika nemenda.Námið er þverfaglegt og fjölbreytt. Áhersla er á að efla sköpunargáfu nema, þroska persónulega hæfni þeirra og samfélagslega ábyrgð. Certificate programs 

Semester Certificates (Nám í eina önn)

Skiptinám eða nám í eina önn hentar nemum sem vilja bæta sig á vissu sviði og um leið njóta þess að stunda nám við alþjóðlegan skóla. Slíkt nám getur einnig verið góður undirbúningur fyrir frekara haskólanám. Þessi námsleið samanstendur af þrem grunnkúrsum og tveim erða þrem valgreinum. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Italian Gastronomy • Balance in Nutrition • Architecture in Urban Context • Interior Design in Contemporary Living • Product Design towards Sustainability • Visual Communication for Fashion • International Conflict Transformation (LdM Rome). Sjá nánar:

LdM Certificates (Diploma nám, eitt ár)

Eins árs námið miðar að því að þróa listræna hæfileika nema og tæknilega færni innan skipulags sem byggir á fræðilegum og hagnýtum grunni. Miðað er að því að uppfylla fagleg markmið og byggja upp grunnþekkingu með viðeigandi námsvali. Námið hefst á haustönn, en nemar með einhverja grunnþekkingu geta hafið nám á vorönn, að því gefnu, að þeir geti lagt fram portfólíó og önnur gögn sem styðja við að þeir hafi náð tökum á grunnatriðum. Ítölskunám er skylda á fyrsta námsári. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Fashion Design • Fashion Marketing and Merchandising • Fine Arts • Graphic Design and Visual Communication • Interior Design • Jewelry Design • Restoration and Conservation. Sjá nánar:

LdM Certificates (Professional Certificate nám, tvö ár)

miðast við nema sem hafa lokið fyrsta árinu og aflað sér ákveðinnar grunnþekkingar, eða hafa lokið sambærileg námi frá öðrum skóla og geta lagt fram nauðsynleg gögn því til staðfestingar. Sérstök dómnefnd yfirfer umsóknir og metur hæfi nema til að hefja nám á öru ári. Námið hefst á haustönn. Námið er í boði í Flórens á Ítalíu. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Fashion Design • Fine Arts • Interior Design • Jewelry Design • Restoration and Conservation. Sjá nánar:

Housing Services
Nám erlendis er ný reynsla og talsverð umbreyting fyrir þá sem það gera. Nmer þurfa þvi að aðlagast lífi í nýju og nýjum siðum í því landi sem flutt er til. Til að auðvelda nemum þessa breytingu býður LdM aðstoð og þjónustu við aðlögun.

BA / BS nám
Lorenzo de’ Medici býður einnig BA og BS nám í Flórens, sem vottað er af Marist College í New York. Sjá Nánar:
Nemar sem lokið hafa tveim árum í “Profesional Certifcate” námi geta sótt um og innritast inn á þriðja árið í BA / BS náminu. Hver og ein umsókn er metin sérstaklega. Nemar í þessu námi hafa óheftan aðgang að allri aðstöðu, viðburðum og þjónsutu sem LdM býður. Viðbótarþjónusta sem Marist College býður er aðgangur að gagnasöfnum, bókasafni til rannsókna, námsráðgjöf og húsnæði á vegum skólans.
Námsleiðir: Italian Language • Fine Arts: Studio Art • Fine Arts: Art History • Studio Art • Conservation Studies • Digital Media • Fashion Design • Interior Design. Sjá nánar:

Akademísk námslýsing og dagsetningar  •  Um LdM í stuttu máli

Faggilding / viðurkenning
Lorenzo de’ Medici – The Italian International LdM is registered and authorized in Italy by the Ministry of Education, University and Research (decree dated December 2, 1989).

Um Flórens (Firenze)
Flórens er sögufræg borg á Ítalíu og höfuðstaður Toskanahéraðs, auk þess að vera höfuðstaður samnefndrar sýslu. Á endurreisnartímanum var borgin borgríki og síðar höfuðborg hertogadæmisins Toskana. Hún er fræg fyrir að hafa alið marga helstu snillinga endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, svo sem Leonardo da Vinci, Galileo Galilei, Michelangelo Buonarroti og Niccolò Machiavelli.
Íbúafjöldi borgarinnar er um 377.000 og atvinnulíf byggir fyrst og fremst á verslun, framleiðsluiðnaði og ferðaþjónustu. Í borginni er alþjóðaflugvöllur, almennt kallaður Peretola eftir hverfinu þar sem hann er, en formlega kenndur við landkönnuðinn Amerigo Vespucci. Nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Lorenzo de’ Medici – Ítalía á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju