Media Design School
Media Design School (MDS) á Nýja Sjálandi var stofnaður árið 2000 og kennir í hinum vaxandi greinum á sviði stafrænnar miðlunar, leikjahönnunar og í skapandi auglýsingargerð. MDS er margverðlaunaður fyrir góða kennslu og alþekkt hversu vel nemum gengur að fá vinnu að námi loknu, enda eru þeir vel undirbúnir. Skólinn er í góðum tengslum við atvinnulífið á Nýja Sjálandi og víðar um heim. Fulltrúar þessara fyrirtækja taka þátt í kennslu og vinnustofum, auk þess að leggja til raunveruleg verkefni.
Í heimi stafrænnar miðlunar eru lítil takmörk og galdurinn oft sá, að villtar hugmyndir og dagdraumar verða að veruleika með samstarfi skapandi fólks, í iðnaði sem er orðinn stærri en kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn samanlagt. Víxlverkun í hönnun og tækni ásamt mannlegu eðli, myndar samspil sem er dýnamískt og skapar nýjar víddir í frásögn og virkni tækja og tóla sem nýtt eru til að miðla upplýsingum.
Námsleiðir BA (Námsbyrjun: 22. febrúar • 18. júlí • 28. september)
3D Animation & Visual Effects (Margmiðlun og sjónrænar brellur)
• Game Artist (Leikjahönnun) • Game Programming (Leikjaforritun)
• Interactive Design (Gagnvirk hönnun) • Motion Graphics (Hreyfimyndagerð)
• Graphic Design (Grafísk hönnun)
Einnig er í boði brúarnám milli grunnháskólanáms og framhaldsnáms. Aðgangskröfur eru Bakkalárpróf, eða starfsreynsla og Diplómapróf. Hér er tækifæri til að þróa faglega þekkingu og áhugasvið með rannsóknarverkefni í 3D Animation and Visual Effects, Interactive and Web Design, Graphic Design, Motion Graphics, or Virtual Reality and Augmented Reality (VR/AR).
• Graduate Diploma in Creative Technologies