Leiklistarskólinn Cours Florent Berlin.


Árið er 1967. Leikarinn og kennarinn François Florent stofnar leiklistarskóla í París. Síðar stunduðu heimsþekktir leikarar eins og Diane Kruger, Audrey Tautou, Isabelle Carré and Pierre Niney nám við Cours Florent í París.
François Florent þróaði hugvitssama leiklistarkennslufræði þar sem nemandinn er miðpunktur og unnið er að því að vinna með hæfileika hans og þróa þá áfram.

Leiklistarnám til BA gráðu í Berlín.
Macromedia University í samstarfi við François Florent býður vottað BA nám í leiklist, á ensku eða þýzku. Þreyta þarf inngöngupróf eða taka einnar viku námskeið til að vera samþykktur í námið.
Markmið BA námsins er að þjálfa leikara þannig að þeir geti starfað í alþjóðlegu umhverfi og verið sveigjanlegir í túlkun jafn á sviði leikhúss, sem í kvikmynd og sjónvarpi. Áhersla er á að vekja nemendum forvitni og þor til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í heimi nútíma leikslistar. Einnig er miðlað þekkingu á sjálfsstjórn, hvernig á að koma sér á framfæri og fjölmiðlanotkun.
Allan námstímann er áhersla á listræna og skapandi nálgun með persónulegri kennslu og þjálfun. Kennarar og leiðbeinendur eru starfandi fagmenn með góð tengsl í heimi sviðslista. Einnig er boðið upp á fjölda heimsókna og funda með leikurum, leikstjórum, dramatúrgum og skipuleggjendum sem starfa í leiklistarheimi Berlínar og Parísar.

Námið er rekið í samvinnu við Macromedia University sem er vottaður af þýskum yfirvöldum sem fullgild menntastofnun.

Here’s a short excerpt from the curriculum: Scene work and practice • Breathing techniques and vocal training • Speech formation and situational speech • Film acting • Enactment and drama analysis • History of theatre and film • Practical projects; strong practical focus in collaboration with professional artists from the acting industry • Practical semester

Staðsetning skólans í Kreuzberg hverfinu í Berlín gæti varla verið betri. Hér iðar allt af lífi og fjölbreytileika og hentar afar vel fyrir háskólanema. Á kvöldin verður borgin afar áhugaverð; barir, leikhús, klúbbar og tónleikasalir sem leggja línu fyrir það sem síðar verður algengt fyrir aðra staði í Þýskalandi. Í stærra samhengi er Berlín alþjóðleg borg sem oft er leiðandi fyrir Evrópu og býður því ýmsa möguleika á starfsframa.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Leiklistarskólinn Cours Florent Berlin. á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Leiklistarskólinn Cours Florent Berlin.

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

EU Business School Barcelona

blog-entry_EU-business
EU Business School er alþjóðlegt net viðurkenndra, fagháskóla með höfuðstöðvar í Sviss. Háskólasvæði skólans eru í Barcelona, Geneva, Montreux og Munich. Áhersla er á Svissnesk gildi, alþjóðlega hugsun og praktíska nálgun.

Frá árinu 1973 hefur skólinn veitt hágæða kennslu í samkeppnisumhverfi. Námsskráin hefur þrjú gildi, sem öll eru mikilvæg til þess að skapa framtíðar starfsmenn á alþjóðlegum vettvangi; Stjórnunarhæfni, viðskiptasiðfræði og frumkvöðlastarf.

Deildir skólans vinna með hverjum og einum nemenda og markmiðið er að byggja upp samstarf og uppbyggilegt umhverfi. Kennarar og leiðbeinendur skólans eru starfandi frumkvöðlar, ráðgjafar og fræðimenn.

Háskólasetur skólans bjóða fjölmargar námsleiðir í bakkalárnámi, meistaranámi og MBA námi. Alþjóðleg viðskipti • Samskipti og almannatengsl • Alþjóðleg markaðssetning • Fjármálastarfsemi • Ferðaþjónusta • Stafræn viðskipti • Íþróttastjórnun.
Sjá nánar hér;  Barcelona, Geneva, Montreux og MunichKennt er á ensku.

Hvers vegna Barcelona?
EU Business School Barcelona býður gott, hagnýtt viðskiptanám og að auki öðlast nemar reynslu af að búa í hinu auðgandi umhverfi Barcelona borgar. Það er ýmisslegt sem mælir með því að stunda nám hjá EUBS.
Til dæmis; tilraunakennd nálgun á kennslu, sem gefur nemum tækifæri til að tengjast við frumkvöðla borgarinnar og heimsækja fyrirtæki til að sjá hvernig hlutirnir gerast á eyrinni. Við hvetjum nema til að nýta sér þær auðlindir sem EUBS hefur aðgang að í Barcelona og erum sannfærð um að þú upplifir borgina eins og heimili að heiman.
Barcelona er lifandi og nýjungagjörn borg, þekkt fyrir alþjóðlega starfsemi og öflugt frumkvöðlastarf. Staðsetning borgarinnar við Miðjarðarhafið og sanngjarnt verðlag spilla heldur ekki fyrir. Sjá nánar:

Húsnæðismál
Skólinn rekur húsnæðismiðlun  “Accomodation Office” sem aðstoðar nema við að finna húsnæði og koma sér fyrir á nýjum stað. Í boði er rými á stúdentagörðum og íbúðir.

Starfsráðgjöf

Við útskrift er í boði aðstoð og ráðgjöf við starfsleit. “Carrier Service” hjá skólanum hefur víðtæk tengsl við atvinnulífið.

Námsleiðir

EU Bachelor’s (BBA/BA) nám.
Business Administration • Communication & Public Relations • Leisure & Tourism Management • International Relations • Sports Management • Digital Business, Design & Innovation. Sjá nánar:  • Námsbyrjun: Október, Janúar, Maí og Júlí. 7 annir, 240 ECTS.
Upon completing the EU bachelor’s programs, students earn a private degree from EU Business School Switzerland that is internationally accredited by ACBSP, IACBE, IQA and certified by eduQua, plus a state-accredited BA (Hons) in Business Management from the University of Derby, U.K.

BA (Hons) nám.
Business Management & International Business • Business Management & Marketing • Business Management & Finance • Business Management & Enterprise • Business Management & Human Resources Management. Sjá nánar:
Accredited degree from the University of Derby, U.K. – 180 ECTS • Námsbyrjun: Janúar og Október.

Meistaranám, 9 námsleiðir
Master in Management • Master in Marketing • Master in Finance • Master in Tourism & Hospitality Management • Master in Innovation & Entrepreneurship • Master in Digital Business • Master in the Fashion & Industry Business • Master in Digital Marketing, Transformation & Design Thinking • Master in Business Analytics & Data Science. Sjá nánar:
Eitt ár MA, 60 ECTS • Námsbyrjun: Mars og Október. 

MBA nám, 10 námsleiðir
International Business • Communication & Public Relations • International Marketing • Global Banking & Finance • Leisure & Tourism Management • Entrepreneurship • Digital Business • Sports Management • Human Resources Management • Blockchain Management. Sjá nánar:
Eitt ár MBA, 90 ECTS • Námsbyrjun: Janúar, Mars og Október.• #3 sem besta MBA námið á Spáni (Forbes Magazine)

Rankings and Memberships
EU Business School sees international recognition and institutional value as a foundation for educational success. Throughout its history, the school has been known for high program quality and, over the years has also developed strong bonds with leading national and international professional organizations. The high standard of our programs, achievements of our students and professionalism of our faculty are reflected in these business school rankings.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili EU Business School Barcelona á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Tískuskólinn Atelier Chardon Savard

Franskur tískuskóli í Berlín og kennir á ensku.

Atelier Chardon Savard (ACS) er í hópi 5 bestu tískuskóla Frakklands og rekur skóla í París og Nantes. Skólinn hefur nú einnig hafið starfsemi í Berlín sem á síðustu árum hefur þróast yfir í lifandi stórborg fyrir skapandi greinar (hönnun, listir og tísku). Berlín iðar af lífi enda býr þar mikið af hugmyndaríku fólki sem nálgast hlutina með opnum huga. Samkvæmt QS World University Rankings er Berlín í  hópi 10 bestu borga í heimi fyrir námsmenn. Skólinn er staðsettur í hinnu vel þekkta Kreuzberg hverfi.

Námið hjá ACS í fatahönnun (tískuhönnun) er 7 anna nám (210 ECTS) og er viðurkennd bakkalárgráða. Rekstraraðili námsins er Macromedia University og hér eru upplýsingar á þeirra heimasíðu um námið.

Leið fyrir þig inn í heim tískunnar.
Hvort heldur þú ert byrjandi eða með einhverja reynslu leggjum við okkur fram um að draga fram hæfileika þína og þjálfa þig til að verða faglegur tískuhönnuður. Nemar sem ekki hafa lokið stúdentsprófi geta sótt um að hefja þetta nám, að því gefnu að þeir hafi góðan grunn. Sjá nánar hér um þrjár gerðir háskóla í Þýskalandi.

Fyrsta árið er kallað „Eftirmynd”. Síðan tekur við „Tilraunastarfsemi” á öðru ári og loks „Hugmyndavinna” á þriðja ári. Að þrem árum liðnum tekur við sjöunda önnin sem er starfsþjálfun. Með stuðningi kennara (prófessora) getur þú einbeitt þér að því að nýta allt sem þú lærðir í náminu og komið því í framkvæmd. Starfsþjálfun hjálpar þér til að byggja upp starfsferil í raunverulegu umhverfi og opnar dyr sem margir þurfa annars að bíða lengi eftir að komast inn um.

Innihald og ávinningur
Hér er yfirlit yfir helstu þætti námsins. Beitt er skapandi, listrænum kennsluaðferðum og einstaklingsbundnum stuðningi. Námsefnið er árangursmiðað og áhersla á bæði menningu og umverfi.

Sjáðu þína hönnun á göngubrúnni.
Háspunktur ársins er tískusýningin á sumarönn, sem er samtímis “Berlin Fashion Week”. Nemendur vinna allan veturinn að undirbúningi þess að kynna sína eigin tísku “haute-couture designs”. Hér er hægt að láta sig hlakka til að sjá eigin hönnun á sýningu.

Um okkur Atelier Chardon Savard tískuhönnunar og stílistaskólinn var stofnaður 1988 í París. Hugmyndavinna og sköpun eru leiðarljós í kennslunni. Grunnstefið í starfi skólans er; « Creativity can be taught and learnt ». Gerðar eru kröfur um innsæi og áræðni og andstætt við akademískt nám er unnið að því að þjálfa sköpunarferli. Nýsköpun er málið, enda liggja rætur skólans í París sem er ein af hátískuborgum heimsins.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Tískuskólinn Atelier Chardon Savard á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

MET Film School – Berlin

blog-entry_MET-BERLIN

MET Film School hóf starfsemi í London fyrir um tíu árum og í framhaldi af góðu gengi var ákveðið að opna einnig skóla í Berlín. MET Film School Berlin fylgir sömu stefnu og skólinn í London, sem byggir á því að bjóða krefjandi og hagnýtt kvikmyndanám, sem kennt er af  fagmönnum og innan vébanda starfandi kvikmyndavers. Kennslan fer að mestu fram á ensku og í takt við þann ramma sem settur er af University of West London.

MET Film School Berlin er staðsettur hjá Berliner Union-Film GmbH and Co Studio KG sem er eitt af elstu kvikmyndaverum Evrópu og á sér sögu frá fjórða áratug síðustu aldar (tímum Weimar Lýðsveldisins). Staðsetningin gerir nemum kleift að fá reynslu beint frá fyrstu hendi þar sem kennslan fer fram í stúdíó sem starfrækt er í miðri Berlínarborg. Aðstaðan hjá BUFA er öll fyrsta flokks sem gefur nemum ákjósanlega möguleika, og ekki síður hitt að njóta reynslu starfandi fagmanna.

Námsleiðir í boði hjá MET Film School Berlin;

BA(Hons) Kvikmyndagerð (Practical Filmmaking)
Er tveggja ára krefjandi kvikmyndanám (sex annir). Á námstímanum muntu öðlast víðtæka reynslu og þjálfun í hugmyndavinnu, handritsgerð, leikstjórn, framleiðslu og klippingu. Þú færð tækifæri til að þróa aukinn skilning á kvikmyndasögu, þróun og stíl sem og skilning og hæfni til að taka þátt í nútíma kvikmyndagerð.
Hér er tengill á námslýsingu: Kvikmyndagerð (Practical Filmmaking)

BA(Hons) Leiklist (Sceen Acting).
Er tveggja ára krefjandi kvikmyndanám (sex annir). Á námstímanum munu fá grípandi verklega þjálfun í leiklist fyrir skjá og faglega þjálfun sem endurspeglast í sex meginsviðum; saga og handrit, karkatersköpun og framkomu, leikaðferðir og tækni, hegðun við myndavél, viðskipti og að koma þér á framfæri. Þú færð tækifæri til að þróa stíl, skilning og færni til að taka þátt í nútíma kvikmyndagerð.
Hér er tengill á námslýsingu; Leiklist (Sceen Acting)

Mastersnám
Met Film School býður fjórar leiðir í meistaranámi. Kennsla er í höndum reyndra fagmanna, auk þekktra gestalesara, sem starfa á sviði skapandi greina. Námið er vottað af þýskum yfirvöldum. Kennt er á ensku í samræmi við vottun námsins hjá University of West London. Námið byggist upp á fyrirlesturm, vinnustofum, æfingum og verkefnavinnu. Einnig stunda nemar rannsóknir og skrif. Stuðningur frá kennurum er 1:1. Námið byggist á því að veita nemum færni á að bera hugmyndalega og tæknilega ábyrgð á leikstjórn sem hæfir stöðu hans í sögulegu, menningarlegu og iðnvæddu samhengi.

Hér fyrir neðan eru tenglar inn á nánari lýsingu:
Cinematography (Kvikmyndataka) • Directing (Leikstjórn) • Documentary & Factual (Heimildarmyndir) • Screenwriting (Handritsgerð)

Hversvegna ættir þú að velja MET Film School Berlin?

  • Kennarar eru starfandi fagmenn
  • Meirihluti nema finnur starf innan kvikmynda- eða sjónvarpsiðnaðarins
  • Nemar skrifa, leikstýra og klippa sínar eigin myndir.
  • Öll námskeið eru kennd á ensku.
  • Aðgangur að nýjustu tækni og góðri aðstöðu
  • Alþjóðlegir nemar mega vinna fjóra tíma aukalega á dag, meðan á námi stendur.
  • “Masterklasses” og vinnustofur eru haldnar reglubundið.
  • Einstaklingsmiðuð kennsla
  • Þjálfun í grundvallar fagmennsku, svo sem áætlanagerð, fjárhagsáætlunum, samningaviðræðum og viðtalstækni.

Hvernig finn ég húsnæði í Berlín? Sjá nánar:  •  Hvernig er að vera nemi í Berlín? Sjá nánar:  •  Nemendablogg. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili MET Film School – Berlin á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Bimm Institute

Leið inn í tónlistariðnaðinn

BIMM Institute er leiðandi skóli á sviði hryntónlistar á Bretlandseyjum, með aðsetur í sex borgum þar sem tónlist skiptir máli; BirminghamBrightonBristolDublinLondonManchester. BIMM rekur einnig skóla í Berlín og Hamborg í Þýskalandi og þar skiptir tónlist einnig miklu máli. Staðsetning skólanna gefur nemum ótal tækifæri til að tengjast tónlistariðnaðinum og skapa sér tækifæri.

Skólinn býður eins árs Diploma nám, auk náms á háskólastigi; þriggja ára BA (Hons) nám og eins árs MA nám. Námsleiðir í tónlistarnámi eru gítar, bassi, hljómborð, trommur og söngur, auk náms í lagasmíðum, raftónlist, tónlistarstjórn, tónlistarviðskiptum, viðburðastjórnun og blaðamennsku.

Hjá BIMM Institute stunda um 7.500 nemar nám og hafa allir aðgang að góðri aðstöðu og möguleikum til tengslamyndunar. 83% útskriftarnema eru starfandi fagmenn á sviði skapandi greina, sex mánuðum eftir námslok.

Starfsþjálfun – Tenging við atvinnulífið
Til að komast áfram í tónlistargeiranum getur skipt jafn miklu hvern þú þekkir eins og hvað þú kannt. Þess vegna notar skólinn víðtæk tengsl sín til að koma nemum í raunverulega starfsþjálfun t.d. hjá útgáfufyrirtækjum og viðburðaskipuleggjendum. Hjá BIMM er áhersla lögð á að opna nemum skólans leið inn í tónlistargeirann með markvissri starfsþjálfun sem starfsfólk skólans fylgist með og tryggir að sé við hæfi.

Hvað er starfsmiðað nám?
Sum námskeiðin hjá BIMM byggjast á starfsþjálfun við raunverulegar aðstæður, til dæmis nám í tónlistarviðskiptum og viðburðastjórnun. Námið miðar að því að auka möguleika nema í atvinnugrein sem einkennist af mikilli samkeppni, þjálfa stjórnunar- og samskiptahæfileika, æfa hópvinnu og tölvuleikni.

Hjá BIMM er í boði fyrsta flokks aðstaða. Sjá nánar hér: Birmingham Brighton Bristol Dublin London Manchester Berlin Hamborg     

Eins árs Diploma nám.
• Music Production • Popular Music Practice: Guitar – Bass – Drums – Vocals –  Keyboards • Songwriting. Sjá nánar:

Þiggja ára BA nám – BA (Hons)
• Electronic Music Production • Music Marketing, Media & Communications • Event Management • Music Business • Music Production & Music Business • Music Business & Event Management • Popular Music Performance & Event Management • Popular music Performance & Songwriting • Songwriting & Music Production • Popular Music Performance & Music Production  • Songwriting & Music Business • Popular Music Performance & Music Business. Sjá nánar: 

Þriggja ára BA nám – BMus (Hons)
• Popular Music Performance: Bass – Drums – Guitar – Vocals. • Songwriting • Music and Sound Production. Sjá nánar: 

Eins árs meistaranám
• Popular Music Practice. Sjá nánar:

Hér geturðu kynnt þér hvað er í gangi hjá Bimm þessa dagana og hér er video

Aðstoð við að koma þér á framfæri.
Við vitum að það er mikil samkeppni í tónlistarbransanum. Þess vegna bjóðum við ráðgjöf og stuðning við að búa til tengsl með starfsnámi og starfsþjálfun og ekki síður aðstoð við ferliskrá og atvinnuleit.  Sjá nánar hér:

Námið er vottað af BIMM University.

Hér eru nokkur tóndæmi frá útgáfu BIMM. Nánar hér á Soundcloud:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Bimm Institute á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Macromedia University


Macromedia University of Applied Sciences er leiðandi fagháskóli í Þýskalandi á sviði hönnunar og miðlunar, stafrænnar tækni, markaðssamskipta og stjórnunar, auk leiklistar, kvikmyndagerðar, tísku og tónlistar. Nám til alþjóðagráðu á ensku (BA, BA(Hons) og MA) er í boði í Berlin og Münhen. Hægt er að velja um nám hvort heldur er á ensku eða þýsku.

Skólinn er í góðum tengslum við starfandi fyrirtæki og nemar kynnst vel þekktum vörumerkjum og vinna að raunverulegum verkefnum. Reyndir fagmenn og sérfræðingar koma reglulega og taka þátt í fyrirlestrum og kennslu. Áhersla er bæði á kennslu og verklega reynslu frá fyrsta degi.

Alþjóðlegt sjónarhorn er miðja kennslustefnu skólans, því tengslanet í slíku umhverfi hefur mikil áhrif á verkefni og vinnu stjórnenda framtíðar. Macromedia University skilgreinir sig sem háskóla þar sem ekki er eingöngu horft á menntun, heldur kynnir skólinn einnig nemendur fyrir atvinnulífinu og raunveruleika þess. Samtímis er horft til þess að þjálfa hvern og einn nema á sínum eigin forsendum. Bachelor- og Mastersnám hjá Macromedia University opnar dyr að starfsferli á alþjóðlegum vettvangi.

Eftirtalið nám er í boði á ensku:

Undergraduate Courses (BA):
Acting (Leiklist) • Brand Management (Vörumerkjastjórn) • BSc (Hons) Artificial Intelligence (Gervigreind) • Design (Skjáhönnun) • Digital Technologies & Coding (Stafræn tækni og forritun) • Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Management (Tískustjórnun) • Film and Television (Kvikmyndagerð) • Filmmaking (Kvikmyndagerð) • International Management (Alþjóðleg viðskiptastjórn) • Interior Design • (Innanhússhönnun) •  Management (Stjórnun) • Media Management (Fjölmiðastjórn) • Media and Communication Design (Stafræn hönnun) • Media and Communication Management (Fjölmiðla- og samskiptastjórn) • Music Management (Tónlistarstjórn) • BSc (Hons) Software Engineering (Hugbúnaðarverkfræði) • BSc (Hons) UI/UX Design (Vefhönnun)

Postgraduate (MA)
Brand Management (Vörumerkjastjórn) • Business Management (Viðskiptastjórn) • Design Management (Hönnunarstjórn) • Digital Media Business (Stafræn Viðskipti) • Media and Communication Management (Fjölmiðla- og samskiptastjórn) • Music Management (Tónlistarstjórn) • Strategic Marketing (Markaðsfræði).

Þeir sem lokið hafa 190 ECTS einingum taka fjórar annir í MA námi, en aðrir sem hafa lokið 210 ECTS þrjár.

Þýskaland er gjarna kennt við að vera land skálda og heimspekinga. Landið er hinsvegar í lykilstöðu í Evrópu og þýsk menntastefna er löngu þekkt fyrir framsýni og gæði. Þjóðverjar segjast gjarna vera Evropubúar með þýskt þjóðerni. Berlín, München og Hamborg eru meðal vinsælustu ferðamannastaða í Evrópu. Berlín er höfuðborg Þýskalands og þekkt fyrir alþjóðlegt og unglegt yfirbragð. „Októberfest“ í München er löngu heimsþekktur viðburður þar sem saman fara alþjóðlegir og þjóðlegir viðburðir á sviði leiklistar og tónlistar. Hafnarborgin Hamborg er vestast í Þýskalandi og þar lifir fólk við vatnið og nýtur útiveru og ekki síður lítríks borgarlífs. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Macromedia University á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Macromedia University

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju