Accent-International

blog-msk_Accent

Accent tungumálasetrið var stofnað árið 1988 og býður ráðgjöf og sérhæfða tungumálaþjálfun fyrir fyrirtæki, stjórnendur og sérfræðinga. Accent vinnur náið með fyrirtækjum og einstaklingum víða að úr heiminum og útvegar lausnir vegna tungumálaþjálfunar starfsmanna. Þjálfunarsetur Accent er í Devon á Englandi (1 klst. akstur frá Bristol flugvelli) og býður þrjár tegundir þjálfunar: Einkakennslu, smáhóp, eða samsett námskeið. Sjá nánar hér:

Einkakennsla

Þessi þjálfun er í boði 20-50 tíma á viku (flestir velja 40 tíma). Einstaklingsbundin þjálfun gefur tækifæri til að sérsníða það sem viðkomandi vill taka fyrir, bæði efni og aðferðir. Þjálfarar eru tveir til þrír og þjálfunin er byggð á þarfagreiningu sem gerð er fyrsta morguninn. Þessi aðferð hentar vel þeim sem vilja ná miklum árangri á stuttum tíma. Hægt er að velja um fimm eða sjö daga og einnig hversu mikinn hluta tímans viðkomandi vill stunda sjálfsnám.

Enskuþjálfun í smáhóp

„Smáhópur” er 2 til 4 þátttakendur. þessi leið er einnig mjög góð til að þjálfa almenna ensku, eða viðskiptaensku. Námskeiðið er 40 stundir á viku með fókus á nákvæmni, orðfimi og samskiptahæfileika á ensku. Samsetning hópsins er byggð á þarfagreiningu og ákveðin að loknu stöðuprófi fyrsta morguninn. Námskeiðsáætlunin er lögð fram með samkomulagi þátttakenda. Smáhópur er góð aðferð til að þjálfa enskukunnáttu hratt og vel, en á lægra verði en einkakennsla. Námskeiðið stendur frá 09.00 til 17.00, mánudag til föstudag.

Samsett námskeið

Hægt er að raða saman einkakennslu og hópkennslu með ýmsu móti. Einstaklingskennslan getur snúist um sértæka þjálfun eftir þörfum og hópkennslan til að þjálfa orðfimi og samskiptahæfileika. Þessi námskeið eru oft valin af þeim sem hafa sérþarfir en vilja einnig almenna þjálfun.  Námskeiðið er 40 stundir á viku (20 einstaklingstímar og 20 hóptímar), eða 35 tímar á viku (20 hóptímar, 15 einkatímar og 5 tímar í sjálfsnámi).

Enskunámskeið fyrir fyrirtæki.

Accent vinnur mikið með mannauðs- og þjálfunardeildum fyrirtækja í mörgum löndum við skipulagningu þjálfunar. Slík vinna getur falist í námskeiðum á heimavelli, eða námskeiði í smáhóp á Englandi, þar sem sérstaklega er unnið með þarfir viðkomandi fyrirtækis.

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um námskeiðin. Hafðu hiklaust samband við Lingó fyrir frekari upplýsingar.

Fyrirtækjanámskeið (sérfræðinamskeið)

Stefna Accent byggist á persónulegri, faglegri og góðri þjálfun.

Hún er persónuleg vegna þess að starfsstöðin er lítil og fjöldi þátttakenda hverju sinni takmarkaður. Því er hægt að sérsniða þjálfunina að hverjum og einum. Hún er fagleg vegna þess að hjá Accent starfa reyndir og vel menntaðir leiðbeinendur og sem hafa hæfni og reynslu á ýmsum sérsviðum. Hún er vönduð vegna þess að Accent skuldbindur sig gæðum, í þjálfun, kennsluefni og aðstöðu. Accent hefur margoft verið valið sem “Center of Excellence”.

Ábyrgð á gæðum.

Accent er viðurkennt fyrirtæki af “British Counsil” sem gerir reglulega útttektir á starfseminni. Accent er einnig meðlimur í “English UK” sem eru fagleg samtök fyrirtækja í atvinnugreininni enskukennsla. Accent er einnig aðili að “Business English UK” sem eru sérfræðisamtök fyrir þá sem bjóða viðskiptaþjálfun í ensku. Þetta er hin viðurkennda gæðavottun. Hin raunverulega ábyrgð á gæðum er hins vegar það sem viðskiptavinir okkar segja um reynslu sína. Sjá nánar hér (fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Accent).

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Accent-International á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Richard Lewis Communications

blog-msk_RLC

Richard Lewis Communications var stofnað árið 1971 af Richard Lewis og býður sérsniðnar lausnir á sviði tungumála og menningarlæsis með það að markmiði að gera fólk og fyrirtæki hæfari til starfa í alþjóðlegu umhverfi.
 Helsti styrkleiki Richard Lewis er víðtæk þekking á menningarskiptum (Cross-Culture).

Meðal viðskiptavina eru fjölmörg þekkt alþjóðleg fyrirtæki, ráðuneyti, viðskiptaskólar, stjórnendaráðgjafar og einstaklingar.
 Þjálfunin byggist á einstaklingskennslu, en einnig er boðið að taka þátt í hópvinnu, þegar það hentar óskum um sérstaka þjálfun, til dæmis á sviði funda, kynninga eða samningaviðræðna. Sjá nánar:

Riversdown house er þjálfunarsetur á herragarði í nágrenni Winchester og aðeins 1 klst. akstursfjarlægð frá Heathrow. Riversdown er staður með sögu (frá 14. öld), en allt húsnæði og aðbúnaður hefur verið færður til nútímahorfs.

Fjöldi þátttakenda hverju sinni er takmarkaður við 12-16 manns hverju sinni.

Hér getur að líta nokkrar umsagnir.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Richard Lewis Communications á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Torquay International School

blog-msk-Tis

Torquay International School

TIS hefur allt frá stofnun árið 1972 verið leiðandi í almennri enskukennslu sem og kennslu fyrir sérfræðinga og stjórnendur. TIS er málaskóli sem leggur áherslu á persónulega þjónustu í þægilegu umhverfi, með það að markmiði að veita hágæða kennslu, þar sem allir geta náð hámarks árangri.

TIS býður úrval námskeiða fyrir almenna starfsmenn, sérfræðinga og námsmenn sem vilja bæta enskukunnáttu sína.
 Skólinn hefur á að skipa úrvals kennurum með mikla og víðtæka reynslu og hafa flestir þeirra unnið hjá skólanum í áratugi. Til viðbótar sérhæfðri menntun sem enskukennarar fyrir útlendinga, hafa margir þeirra einnig persónulega reynslu og menntun í ýmsum greinum viðskipta. Þetta eykur hæfni þeirra til að veita hverjum og einum sérhæfða ráðgjöf á ólíkum sviðum og veitir innsýn og skilning á því sem brennur á áhugasömum þátttakendum.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um námskeiðin á vef skólans:

ALMENNT NÁMSKEIР    ENSKA 30 PLÚS     50+ DISCOVER     FJÖLSKYLDUNÁMSKEIР 
GISTING    
UM TORQUAY

Torquay er fallegur 60.000 manna strandbær á Suð-vesturströnd Englands. Náttúrufegurð Devon héraðs er rómuð, óendanlegar hvítar sandstendur, fallegar sveitir og lítil sjávarþorp. Ferðatími milli Hethrow flugvallar og Torquay er 3,5 klst. Trip Advisor hefur tilnefnt Torquay sem einn af top tíu áfangastöðum Bretlandseyja.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Torquay International School á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

London School of English – Holland Park

blog-msk_LSE(2)

London School of English

er elsti viðurkenndi málaskóli á Bretlandseyjum, stofnaður árið 1912. Þetta er góður skóli fyrir fólk sem gerir kröfur, vill ná árangri og bæta tungumálakunnátu sína hratt, en örugglega.

Viðskipta- og sérfræðinámskeiðin fara fram í Holland Park Gardens í London, sem er fræðslusetur fyrir stjórnendur og vel staðsett í góðu hverfi nálægt miðborg Lundúna. Tíu mínutna ganga er til Notting Hill og Westfield London Shopping Center er handan við hornið. Hægt er að velja um ýmsar tegundir gistingar; Heimagisting, íbúð, eða hótel. Nánar um námskeiðin.

Enskunámskeiðin hjá LSE eru sérsniðin að þörfum vinnandi fólks og því getur hver og einn fundið eitthvað við sitt hæfi. Leiðbeinendur eru í hópi þeirra bestu á sínu sviði og með reynslu úr atvinnulífinu. Tegundir námskeiða: • Einkakennsla • Smáhópur • Samsett námskeið • Sérsniðin námskeið. Nánar um námskeiðin.

Einnig er í boði fjarkennsla. Lengd 1-8 vikur. Sjá nánar; Zoom eða On Line .Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju.

Hér eru tenglar inn á vef skólans með nánari lýsingu á hinum ýmsu tegundum námskeiða: Sérfræðileg samskipti • Mannauðsstjórnendur • Alþjóðlegir fundir • Alþjóðleg bankastarfsemi • Lögfræðienska • Fyrirlestrar á ensku.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili London School of English – Holland Park á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Nánari upplýsingar á vef London School of English – Holland Park

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Wimbledon School of English

Blog-msk-Wimbledon

Wimbledon School of English

WSE sem er einn af elstu og virtustu enskuskólum í Englandi er staðsettur miðsvæðis í Wimbledon hverfinu í vesturhluta London. Skólinn er í eigin húsnæði sem er glæsileg bygging frá Viktoríutímanum, með stórum og fallegum garði allt í kring.

Persónuleg þjónusta er einkenni skólans, kennslan er metnaðarfull og kröfur eru gerðar til hvers og eins nema þannig að námið nýtist sem best. Skólinn hefur margoft verið tilnefndur sem “Center of Excellence” af “British Council”. WSE er einnig viðurkennt prófsetur (Cambridge English og IELTS).

Málaskólinn í Wimbledon er enn í eigu sömu fjölskyldu og stofnaði skólann árið 1964.

General English – Intensive
Lengd námskeiða; ein vika eða lengur, 24+4 stundir á viku, hámark 14 nemar í bekk. Byggir á að bæta almenna enskukunnáttu sem og á sérsviði að vali. T.d. samskipti, málfræði, undirbúningur fyrir próf, akademísk enska.

Business English – Viðskiptaenska.
Lengd námskeiða; ein vika (24 kennslustundir). Þetta námskeið er ætlað sérfræðingum og fólki í viðskiptum. T.d. lögfræðienska, læknisfræðienska, eða viðskiptaenska.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um skólann:

ALMENN NÁMSKEIР| ENSKA & ÁHUGASVIРVIÐSKIPTAENSKA GISTING

WSE LIVE (Hópkennsla)  |  LÖGFRÆÐIENSKA

Wimbledon Village er – bær í borg – þar sem finna má frægustu tennisvelli í heimi, kaffi- og veitingahús á hverju horni, verslanir, kvikmyndahús, leikhús að ógleymdum pöbbunum. Wimbledon er í góðri tenginu við stórborgina, en samt í nálægð við náttúruna.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Wimbledon School of English á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣
    Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓
    Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡
    Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

The London School of English

blog-msk_LSE(London)

London School of English
LSE er elsti málaskóli á Bretlandseyjum, stofnaður árið 1912. Þetta er góður skóli fyrir fólk gerir kröfur og vill ná árangri í að bæta tungumálakunnátu sína. Holland Park er nútímalegt þjálfunarsetur, vel staðsett í London. Flestir nemar eru á aldrinum 20-35 ára og koma víða að úr heiminum. Fyrri part dags er lögð áhersla á að efla almenna málakunnáttu, en síðdegis er lögð áhersla á að þjálfa mismunandi svið að vali hvers og eins. T.d. viðskiptaensku, framburðaræfingar, málfræði, eða almenna tjáningu. Áherslan er lögð á að læra á praktískan hátt. Ekki er kennt eftir hádegi á miðvikudögum svo hægt sé að njóta þess sem London hefur upp á að bjóða.

Akademísk enska

Undirbúningur fyrir háskólanám.  Áhersla skrift, lestur, hlustun og talað mál. Reglubundin próf til að þjálfa fólk við að vinna undir álagi. Heimavinna og endurgjöf. Fjöldi í hóp 12. Tvær vikur. 24 tímar á viku (24×60 min.). Sjá nánar á vef skólans:

Almenn enska (General English)

Námskeiðslýsing: Fjöldi í hóp er hámark 12 manns. Lágmarksalddur 18 ár, meðalaldur 29 ára. Námskeið byrja á mánudögum og eru lágmark tvær vikur. Námskeiðið er 22 tímar á viku og stendur frá 09:15-15.45, nema miðvikudaga 09:15-12:45.

Fyrir hádegi er unnið með almenna kunnáttu í ensku, en síðdegis er hægt að þjálfa sérstakar áherslur að eigin vali. Hverju skilar námskeiðið? Þú talar nákvæmar, bætir málfræði, eykur orðaforða og átt auðveldara að eiga samskipti á ensku

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar:

ALMENN NÁMSKEIР    ALMENNT PLÚS     GISTING

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili The London School of English á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣
    Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓
    Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡
    Annað

Nánari upplýsingar á vef The London School of English

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju