Don Quijote

blog-msk_DQ

Don Quijote – Spænskunámskeið; Spánn og Suður-Ameríka
DQ var stofnaður árið 1986 og er einn af stærstu og virtustu aðilum í Evrópu sem bjóða spænskunámskeið.
DQ sem er leiðandi aðili á sviði spænskukennslu, rekur sína eigin skóla og hefur þannig fulla stjórn á gæðum kennslunnar. Allir kennarar eru háskólamenntaðir og með Spænsku sem móðurmál.
DQ rekur málaskóla í eftirtöldum borgum á Spáni: Alicante, Barcelona, Granada, Madrid, Malaga, Marbelle, Salamanca, Seville, Tenerife og Valencia. Sjá nánar:  DQ rekur einnig skóla víða í Mið- og Suður Ameríku. Sjá nánar:
DQ býður námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna og einnig sérhæfð námskeið fyrir flugþjóna, viðskiptafólk og spænskukennara.
Hverjar sem óskir þínar eru; Faglegar, undirbúningur fyrir háskólanám, eða einfaldlega áhugi á að læra spænsku og hafa gaman af því, þá býður DQ námskeið sem henta.

UM SKÓLANN     ALMENN NÁMSKEIР    SÉRHÆFÐ NÁMSKEIР    GISTING

Spænskunámskeið hjá DQ snýst ekki aðeins um að læra tungumál, heldur einnig að öðlast dýrmæta reynslu og hitta fólk víða að úr heiminum.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Don Quijote á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Escuela De Idiomas Nerja

blog-msk_NERJA

Escuela De Idiomas Nerja

Málaskólinn Escuela de Idiomas Nerja er staðsettur í borginni Nerja á Costa del Sol. Skólinn var stofnaður árið 1980 og er viðurkenndur af Verslunarráðinu í Madrid og háskólanum í Alcalá sem tryggir gæði námsins og þjónustunnar.

Kennarar eru allir sérhæfðir í spænskukennslu fyrir útlendinga og mismunandi námskeið eru í boði; jafnt við hæfi þeirra sem vilja bæta almenna spænskukunnáttu sína sem og hinna sem vilja bæta við kunnáttu á sérstöku sviði, svo sem í ferðamálum, stjórnun, viðskiptum, eða spænskukennslu. Aðbúnaður og aðstaða eins og best gerist og gisting á “Residence” er fyrsta flokks og með einkasundlaug.

UM SKÓLANN  |  GISTING  |  NÁMSKEIР | UM NERJA

Nerja er 20.000 manna borg í 50 mín. fjarlægð frá flugvellinum á Malaga og býr yfir sönnum „karakter“ Andalúsíu. Nerja er umkringd fjöllum á aðra hlið og horfir við ströndinni á hina. Loftslagið gæti vart verið betra og meðalhiti ársins er 20°C. Nerja er aldagömul borg og þekkt fyrir gestrisni íbúanna sem viðhalda hefðum svæðisins og því eru reglulega í gangi hátíðir af ýmsu tagi. Flamingo dansinn er ein afmörgum hefðum á þessu svæði. Í frítímanum er hægt að hafa nóg fyrir stafni eins og að skoða menningu og minjar, stunda fjallgöngur, eða flatmaga í sólinni.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Escuela De Idiomas Nerja á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju