Central Saint Martins
Central Saint Martins (CSM) er einn af leiðandi lista og hönnunarskólum á heimsvísu. Orðspor skólans byggir á þeim árangri, sem útskrifaðir nemar hafa náð á ferli sínum, en ekki síður hinum mikla drifkrafti sem býr í starfsfólki og nemendum skólans.
CSM býður fjölda námsleiða í FAD, BA og MA á sviðum lista og hönnunar og nýtt húsnæði skólans var valið „menntabygging ársins 2012“. Hjá CSM er lögð áhersla á vinnustofur til að samþætta hinar óliku skapandi greinar, bæði í rannsóknum og tækni.
FAD nám – Foundation Diploma in Art and Design
Háskólagrunnur hjá CSM í hönnun er áhugavert undirbúningsnám fyrir sérhæfingu og greiningu. Háskólagrunnur hjá CSM í tísku fer yfir vítt svið; tísku, myndskreytingu, hugmyndavinnu og þróun, textíl og efnisvinnslu. Sjá nánar:
BA og MA námsleiðir í boði:
Architecture (Arkitektúr) • Ceramic Design (Keramik) • Culture, Criticism and Curation (Menningarfræði) • Fashion Design (Tíska); Image and Promotion (Markaðssamskipti), Histories and Theories (Saga og hugmyndafræði), Journalism (Blaðamennska), Design Menswear (Fatahönnun karlmannaföt), Design Womanswear (Fatahönnun Kvenfatnaður), Design Knitwear (Prjón), Marketing (Tískumarkaðsfræði), Print (Efnisgerð) • Fine Art (Listir) • Graphic Communication Design (Grafísk miðlun) • Jewellery Design (Skartgripahönnun) • Performance Design & practice (Viðburðahönnun) • Product Design (Vöruhönnun) • Textile Design (Textílhönnun). Sjá nánar um BA námið. • Sjá nánar um MA námið
“Accommodation Services” hjá UAL veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit, hvort heldur er á eigin vegum eða í húsnæði skólans. Fyrsta árs nemar hafa forgang á húsnæði í heimavist “Residence”. Sjá nánar: