Centre International D’Antibes

blog-msk_Antibes

Centre International d’Antibes

Málaskólinn CIA í Antiebes sem var stofnaður árið 1985 er einn virtasti skólinn á sínu sviði í Frakklandi. CIA er sérlega vinsæll hjá fólki sem vill kynnast “Frönsku Ríverunni” (Cannes, Nice og Monaco) og fjölmargar skemmti- og skoðunarferðir eru í boði.

Hjá CIA er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, jákvæða hvatningu og húsnæði og aðstaða er eins og best gerist. Í boði er góð gisting í húsnæði skólans, sem er í göngufjarlægð frá miðborg Antiebes.

Hjá CIA eru tiltölulega fáir nemar saman í hóp (12), þannig að starfsfólk og kennarar skólans geti sinnt hverjum og einum. Námsgögn eru sérstaklega miðuð að erlendum nemum sem stunda frönskunám og eru bæði í formi bóka og tengingar við franskan veruleika. Námsmat fer fram í lok dvalar og þannig reynt að tryggja viðvarandi góða þjónustu.

Í boði er almennt frönskunám í 2-7 vikur sem og lengri námskeið (8 vikur eða lengur).

UM SKÓLANN  |  NÁMSKEIР  |  GISTING  |  ANTIEBE

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Centre International D’Antibes á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju