Chelsea College of Arts
Chelsea College of Arts sem er alþjóðlegur skóli og einn virtasti lista- og hönnunarskóli Lundúna, býður bæði BA og MA nám. Öll aðstaða hjá skólanum er eins og best gerist. Andrúmið hvetur nema til að kanna nýjar hugmyndir og brjóta nýjar leiðir í listsköpun. Í náminu er lögð áhersla á praktíska aðferðafræði, meðfram þeirri fræðilegu, en ekki síst er fagmennska drifkraftur í allri nálgun.
Að meðaltali stunda um 1.400 nemar í nám í Chelsea College of Arts sem skapar rými fyrir einstaklingsmiðaða kennslu og opnar um leið tækifæri til að vinna þvert á deildir í gefandi samstarfi. Chelsea College er vel staðsettur miðsvæðis í London (við Thamesána, skammt frá Tate Listasafninu).
Námsleiðir í boði
BA Hons; Fine Art (Listir) • Graphic Design Communication (Samskipta hönnun) • Interior Design (Innanhússhönnun) • Product & Furniture Design (Húsgagna- og Vöruhönnun) • Textile Design (Textíl hönnun). Sjá nánar;
Graduate diploma, Brúarnám í Master; Interior Design (Innanhússhönnun) • Fine Art (Listnám) • Graphic Design (Grafísk hönnun) • Textile Design (Textíl)
Postgraduate; Fine Arts • Curating & Collections • Interior & Spatial Design • Textile Design. Sjá nánar;
“Accommodation Services” hjá UAL veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit, hvort heldur er á eigin vegum eða í húsnæði skólans. Fyrsta árs nemar hafa forgang á húsnæði í heimavist “Residence”. Sjá nánar: