Dante Alighieri
Dante Alighieri
Dante Alighieri er alþjóðlegt setur fyrir tungumálanám, listir, matarlist og menningu í miðaldaborginni Siena á Ítalíu. Skólinn var stofnaður árið 1979 og hefur frá þeim tíma tekið við nemendum víðs vegar að úr heiminum.
Ítölsk matarlist:
Hefðir og þróun í ítalskri matargerð er flestum vel kunn og Siena Lingue býður ýmiss áhugaverð námskeið, bæði fyrir áhugamenn og fagmenn. Skólinn er vel búinn tækjum og aðstaða hin besta til kennslu. Námskeiðin byggja á þema tengdu árstíðunum þannig að sífellt er unnið með gott hráefni. Kennt er á ensku eða ítölsku og þýtt á ensku og lengd námskeiða er ein vika eða fleiri. Farið er í gegnum fimm rétta máltíð, allt frá vali á hráefni til þess að elda réttina og síðan njóta þeirra í lokin í fallegum borðsal með útsýni yfir hina fögru borg Siena í Tuscany héraði.
Tungumálanám | Ítölsk matargerð | Ítölsk menning | Gisting
Um borgina: Siena er borg andstæðna. Hér er að finna miðaldafjársjóði í byggingum og listum og síðan nútíma verslanir og aðstöðu. Borgin er friðsæl, enda bílaumferð vel takmörkuð, þannig að hægt er að ganga um þröng stræti og gotnesk torg og njóta borgarinnar.