Dilit (Divulgazione Lingua Italiana)
Dilit (Divulgazione Lingua Italiana)
Dilit málaskólinn hefur starfað í Róm frá árinu 1974. Hann er vel staðsettur í huggulegu hverfi skammt frá aðaljárnbrautarstöð borgarinnar og því afar vel í borg settur, ef svo má að orði komast, en Róm er sem kunnugt er byggð upp úr mörgum sjálfstæðum borgarhlutum.
Dilit var brautryðjandi í breytingum á aðferðafræði við Ítölskukennslu og beitir því samskiptamiðuðum aðferðum, þar sem lögð er áhersla á að kennslan sé í samhljómi við ítalskan veruleika og menningarheim.
Vikulega eru í boði fyrirlestrar (utan kennslutíma) þar sem rætt er um eftirfarandi málefni: Ítalskar bókmenntir, sögu, svæði og borgir Ítalíu, ítalska kvikmyndagerð, matargerð eða víngerð. Dilit hefur margsinnis unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir starf sitt og frumkvæði.
Um skólann | Námskeið | Gisting | Um Rómarborg
Auk hefðbundinnar Ítölskukennslu býður Dilit upp á eftirtalin námskeið:
Ítölsk matargerð • Róm fyrir 50 ára og eldri • Viðskipta-ítalska og ekki síst Lista- og menningarnámskeið.
Skólinn er viðurkenndur af ítalska menntamálaráðuneytinu og hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna.