Domus Academy

blog-entry_DA(2)

Domus Academy (DA) var stofnaður í Mílanó árið 1982 og var fyrsti skólinn á Ítalíu sem bauð framhaldsnám (postgradute) á sviðum hönnunar og tísku. Í gegnum tíðina hefur DA einnig látið til sín taka sem leiðandi aðili á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar á hönnunarsviði.

Hvers vegna ættir þú að velja Domus Academy?
Við útskrift færðu viðurkennda prófgráðu, ekki aðeins í Evrópu heldur víða um heim og er vottuð af ítalska Menntamálaráðuneytinu (MIUR). Þú færð einnig í hendur annað verðmætt skjal; “Domus Academy Master Diploma”.
Í öllum námsgreinum býðst starfsþjálfun hjá fyrirtækjum þar sem nemendur öðlast mikilvæga reynslu. Nemendaverkefni eru 90% raunverkefni sem koma frá virtum ítölskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Til dæmis: Maserati, Motorola, Swarovski, Versace, Bayer, P&G, Adidas, Fiat, Tommy Hilfiger, BMW Design, De Beers, Trussardi.
Nemendur í Domus Academy koma víða að úr heiminum (47 þjóðerni) sem gefur nemum ómetanlega reynslu og tengsl. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að læra, þú þarft að upplifa það til að þroskast og þróast. Yfir 3.000 fyrrum nemar hjá Domus Academy eru að störfum víða um heim, og tengslanetið því eins víðfemt og hægt er að hugsa sér.

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um námsleiðir í Mastersnámi hjá Domus Academy í Mílanó.

Hægt er að hefja nám þrisvar á ári;
Febrúar, September og Nóvember og í boði er 60, 90 og 120 eininga nám (ECTS).

DESIGN (HÖNNUN):   Interior & Living Design (Innanhússhönnun) • Product Design(Vöruhönnun) • Urban Vision & Architectural Design (Borgarskipulag og arkitektúr) • Design Innovation (2 ár – 120 Ects)

FASHION (TÍZKA): Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Management (Tískustjórnun) • Fashion Styling & Visual Merchandising(Stílisering og útstillingar) • Design, Art & Technology (2 ár – 120 Ects)

BUSINESS (VIÐSKIPTI): Business Design(Viðskiptahönnun) • Luxury Brand Management (Markaðsfræði lúxusvara)

EXPERIENCE (UPPLIFUN):  Interaction Design (Gagnvirk miðlun) • Service Design (Þjónustuhönnun) • Visual Brand Design (Vörumerkjahönnun) 

Fjöldi aðila hafa vottað námið hjá Domus Academy.

Námið er vottað af Regent University í london. “FramePublishers” völdu Domus Academy meðal 30 bestu skóla í heiminum á sviði hönnunar, arkitektúrs og tísku, 2012, 2013 og 2014. “Domus Magazine” setti Domus Academy í hóp 100 bestu hönnunar og arkitektaskóla Evrópu. “Bloomberg Businessweek” valdi Domus Academy í hóp bestu hönnunarskóla í heimi árið 2006, 2008 og 2009.

“Accommodation Services” hjá DOMUS ACADEMY veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Domus Academy á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju