Alþjóðlegir Fagháskólar.
Nám erlendis í skapandi greinum. Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki á sviði skapandi greina.
Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsóknar- og vinnustofum og kennarar eru reyndir sérfræðingar á sínu sviði. Þeir sem stunda nám í alþjóðlegum fagskólum eiga einnig góða möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um nokkra viðurkennda skóla sem við störfum með.
Acadia University
Acadia University er í hópi bestu háskóla Kanada og er staðsettur 1 klst. akstur frá Halifax í Nova Scotia. Í Acadia er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám og fyrsta flokks umhverfi sem gefur nemum einstakt tækifæri til að þróast og dafna. [ Nánar ]
Apicius International School of Hospitality
Apicius í Flórens (it. Firenze) er alþjóðlegur fagháskóli sem kennir veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Stefna skólans er að búa nemendum faglegt akademískt umhverfi þar sem þeir öðlast reynslu í viðskiptum, gestamóttöku og ferðaþjónustu, ítalskri matargerð, vínsmökkun og útgáfu. Menning Flórensborgar er einnig nýtt til að búa til reynsluheim sem er engum öðrum líkur. Sjá nánar
Arts University Bournemouth
Arts University Bournemouth var stofnaður árið 1885 og nýtur almennrar viðurkenningar meðal þeirra sem starfa á sviði skapandi greina (Creative Industries). AUB sérhæfir sig í hönnunar og listnámi. Kennarar skólans eru sérfræðingar á sínu sviði og áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám sem og hópavinnu. Skólinn er með góða tengingu við atvinnulífið [Nánar]
BIMM Music Institute
BIMM Institute er leiðandi skóli á sviði hryntónlistar (Contemporary Music) á Bretlandseyjum með aðsetur í fimm borgum; London, Brighton, Manchester, Bristol og Dublin. Námið er á háskólastigi og kennarar skólans eru starfandi tónlistarmenn, sem hafa unnið með heimsþekktum listamönnum. Bimm rekur einnig skóla í Berlín og Hamborg í Þýskalandi. [ Nánar ]
Bournemouth University
Bournemouth University er alhliða háskóli, sem býður einnig nám í hönnun, margmiðlun og hönnunarverkfræði. Fjölmiðlaskólinn (The Media School) innan BU er einn af þeim stærstu í heimi og alþjóðlega viðurkenndur fyrir rannsóknir og kennsluaðferðir sínar. Skólinn er landssetur fyrir “National Centre for Computer Animation (NCCA)“ [Nánar]
Camberwell College of Arts
Camberwell College of Arts býður nám á sviði lista, hönnunar og forvörslu. Í Camberwell er lögð áhersla á að nemar þrói sjálfstæða hugsun og hugmyndir gegnum samræðu við kennara skólans sem hafa mikla reynslu og tengsl innan skapandi greina. [Nánar].
Central Saint Martins
Central Saint Martins er einn af leiðandi lista og hönnunarskólum á heimsvísu. Orðspor skólans byggir á þeim árangri, sem útskrifaðir nemar hafa náð á ferli sínum, en ekki síður hinum mikla drifkrafti sem býr í starfsfólki og nemendum skólans. Hjá CSM er lögð áhersla á vinnustofur til að samþætta hinar óliku skapandi greinar, bæði í rannsóknum og tækni. Nánar.
Chelsea College of Arts
Chelsea College of Arts er einn virtasti lista- og hönnunarskóli Lundúna. Öll aðstaða hjá skólanum er eins og best gerist, andrúmið hvetur nema til að kanna nýjar hugmyndir og brjóta nýjar leiðir í listsköpun. Í náminu er lögð áhersla á hagnýta nálgun meðfram þeirri fræðilegu, en ekki síst er fagmennska drifkraftur í alllri nálgun. Nánar
EU Business School
EU Business School Barcelona býður gott, hagnýtt viðskiptanám og að auki öðlast nemar reynslu af að búa í hinu auðgandi umhverfi Barcelona borgar. Það er ýmisslegt sem mælir með því að stunda nám hjá EUBS. Til dæmis; tilraunakennd nálgun á kennslu, sem gefur nemum tækifæri til að tengjast við frumkvöðla borgarinnar og heimsækja fyrirtæki til að sjá hvernig hlutirnir gerast á eyrinni. Sjá nánar:
Florence University of the Arts
Florence University of the Arts rekur fimm fagháskóla í Flórens á Ítalíu, sem leggja áherslu á starfstengt nám. Viðburðastjórnun og matargerð, ljósmyndun og stafræna miðlun, fatahönnun og hönnun fylgihluta, arkitektúr og hönnun lúxusvara sem og blaðamennsku. [ Nánar ].
Glasgow School of Art
The Glasgow School Of Art var stofnaður árið 1845 og er því einn af elstu sjálfstætt starfandi listaskólum á Bretlandseyjum. GSA er alþjóðlega viðurkenndur sem einn af fremstu menntastofnunum á sínu sviði í Evrópu. Skólinn er lítið samfélag skapandi fólks sem deilir áhuga sínum og metnaði að sameiginlegu marki og umhyggju fyrir skapandi menningu. [ Nánar ]
Griffth University
Griffith University er opinber rannsóknarháskóli í Queensland á austurströnd Ástralíu. Skólinn var stofnaður árið 1971 og er nefndur eftir Sir Samuel Griffith sem var einn af höfundum Áströlsku stjórnarskrárinnar. Skólinn rekur fimm háskólasvæði “Campuses”. Sá stærsti er á Gold Cost, þrír eru í Brisbane og einn í Meadowbrook, mitt á milli Brisbane og Gold Coast. [ Nánar ]
Istituto Europeo di Design - Ítalía
Istituto Europeo Di Design, einn virtasti hönnunarskóli Evrópu býður nám í Milanó, Flórens, Róm og Torínó; Hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Ennfremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu skólans. [ Nánar ]
Istituto Europeo di Design - Spánn
Istituto Europeo Di Design, einn virtasti hönnunarskóli Evrópu býður nám í Barcelona og Madrid; Hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Ennfremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu skólans. [ Nánar ]
Leeds Arts University
Leeds Arts University er einn af elstu listaskólum á Bretlandseyjum (stofnaður árið 1847) og er í hópi 10 bestu listaskóla á Bretlandseyjum. Leeds er fjölmenningarborg, miðsvæðis á Bretlandseyjum (50 mín. með lest frá Manchester) og er heimsþekkt fyrir að vera leiðandi borg í kennslu og menntun. Vinnustofur og stúdíó skólans eru vel tækjum búin og nemar njóta þess að starfa í litlu skapandi samfélagi, þar sem allt virðist mögulegt. Sjá nánar:
The Liverpool Institute for Performing Arts
The Liverpool Institute for Performing Arts var stofnaður árið 1996 til að móta nýja nálgun í þjálfun fólks til starfa við sviðslistir. Skólinn var stofnaður af Mark Featherstone-Witty rektor skólans og Sir Paul McCartney tónlistarmanni. LIPA menntar og þjálfar fólk til starfa við sviðslistir, bæði þá sem koma fram og ekki síður hina sem gera viðburði mögulega. [ Nánar ]
London College of Communications
London College of Communications er leiðandi skóli á heimsvísu í hönnunar- og fjölmiðlanámi. “Learning by doing”. Sem nemi hjá LCC færðu tækifæri til að vinna við raunverulegar kringumstæður og þróa hæfileika þína við góðar tæknilegar aðstæður. [ Nánar ]
London College of Fashion
London College of Fashion er talinn einn fremsti skóli á sínu sviði í Evrópu. LCF býr að ríkri hefð, en um leið sveigjanleika og aðlögun að nýjungum í tízkuheiminum. „Tízka til Framtiðar“ er hugsun sem er í hávegum höfð hjá LCF, sem og náin tengsl við hinn alþjóðlega tízkuheim. [ Nánar ]
Lorenzo de’ Medici
Hönnunar- og listaskólinn Lorenzo de Medici (LdM) er einn af fremstu skólum á sínu sviði í Evrópu. Stefna skólans er að veita hágæða alþjóðlega menntun þar sem nemar þróa sköpunarhæfileika sína, þroska persónulega hæfni þeirra og samfélagslega ábyrgð. Námið hjá LdM er þverfaglegt og fjölbreytt. Sjá nánar
Met Film School - Berlin
Met Film School Berlin fylgir sömu stefnu og Met Film School í London, sem byggir á því að bjóða krefjandi og hagnýtt kvikmyndanám, sem kennt er af fagmönnum og innan vébanda starfandi kvikmyndavers. Kennslan fer að mestu fram á ensku og er í takt við þann ramma sem settur er af University of West London. [ Nánar ]
Met Film School - London
Met Film School var stofnaður árið 2003 og er leiðandi kvikmyndaskóli á Bretlandseyjum. En MET er ekki aðeins skóli, því hann er staðsettur í hinu þekkta kvikmyndaveri Ealing Studios og er þannig samþættur kvikmyndaiðnaðinum. Met Film School rekur einnig skóla í Berlín í Þýskalandi. [ Nánar ]
Wimbledon College of Arts
Wimbledon College of Arts er “Total Performance School” hvar lögð er áhersla á að raungera hugmyndir gegnum hagnýta reynslu. Nemar fá góðan stuðning og þjálfun til að ná árangri í búninga- og sviðshönnun, leiklist og annarri tækni. [ Nánar ]
University of the Arts London
University of the Arts London (UAL) býður fjölbreytt nám á sviði hönnunar og lista og er einn af fimm stærstu háskólum sinnar tegundar í Evrópu. UAL er byggður upp af sex heimsþekktum lista- og hönnunarskólum, sem bjóða fjölmargar lengri og styttri námsleiðir á sviði hönnunar og lista, sjónlista, tísku, margmiðlunar, markaðssamskipta og sviðslista [Nánar]