blog-msk-Linguaviva

Istituto Europeo di Design

IED sem hefur verið leiðandi fagháskóli í Evrópu frá árinu 1966 býður sumarnámskeið í hönnun, sjónlistum, stjórnun og tísku í borgum sem eru heimsþekktar fyrir hefðir, listir og menningu.
Milano, Róm, Flórens og Barcelona bjóða einstaka staðsetningu, sem skapar góðan grunn fyrir þátttakendur til að upplifa og auka skilning sinn á faglegan hátt. Þessi námskeið eru kennd á ensku og eru bæði fyrir byrjendur og fagfólk.

Hér fyrir neðan eru tenglar inn á nánari upplýsingar um námskeiðin:

Milano Róm Flórens Barcelona
Fashion Design
  Advanced Graphic Design Design Thinking and co-creation
Fashion Stylist
Architectural Sketchbook Fashion Events & PR
Graphic Design in Branding
Fashion Marketing
  Design – Made in Italy  
Interior & Showroom Design
Graphic Design & Portfolio
Innovation & future Thinking
  Fashion Design Fashion trends
 

Nám og  námskeið fyrir ferðaþjónustu í Flórens, Ítalía

Apicius er fyrsti alþjóðlegi skólinn á Ítalíu, í veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Apicius var stofnaður árið 1997 og er í dag fagháskóli í fremstu röð á sínu sviði. Stefna skólans er að búa nemendum faglegt akademískt umhverfi þar sem þeir öðlast reynslu í viðskiptum, gestamóttöku og ferðaþjónustu, ítalskri matargerð, vínsmökkun og útgáfu. Sjá nánar um skólann

Styttri námskeið (1-3 vikur)
Fyrir einstaklinga, eða hópa. Flórens og Toskana eru heimsþekkt fyrir matargerð og vínmenningu. Matarlist nær betur yfir að skýra hvers vegna, því nálgunin byggir ekki á tilviljunum, heldur aldagömlum hefðum. Kennsla er í höndum sérfræðinga og nemar fá góða þjálfun í ítalskri matargerð og vínmenningu. Dæmi um þema: Regional Cuisine • Tuscan Cuisine • Italian Wine Culture • Italian Baking and Pastry • Tours and visits in Florence.  Sjá nánar

Nám í eina önn
Þetta er hagnýtt nám, byggt upp á þrem þriggja vikna lotum í akademísku umhverfi. Hægt er að hefja nám að hausti, í ársbyrjun, eða að vori. Þessi námskeið eru búin til fyrir hópa (6-20 manns) sem hafa áhuga á að njóta matar og menningar Toskanahéraðs undir leiðsögn sérfræðinga. Einstaklingar geta einnig skráð sig í hópinn og fagmenn geta tekið hluta námsins (t.d. þrjár vikur). Dæmi um nám: Móttaka á veitingastað, stjórnun innkaupa og viðburðastjórnun að hætti Flórensbúa.  Sjá nánar um námið  

Arts University Bournemouth

Þriggja vikna sumarnámskeið fyrir framhaldskóla- og verðandi háskólanema.
Áskorun, spurningar, sköpun, tilraunir. Þetta er aðeins hluti þess sem nemar eru hvattir til að takast á við. Námskeiðin eru rituð af kennurum og leiðbeinendum AUB fagháskólans með stuðningi gestakennara og tæknimanna. Þau eru hagnýt og nemum gefast tækifæri til að reyna ýmsar leiðir í skapandi hugsun og fjölda listforma.

Helstu námskeið í boði; Specialist Art, Design and Media Courses • Portfolio Preparation Courses • Creatvie Arts Summer School.

Bournemouth University – England

Sérsniðin námskeið.
Viðskiptadeild BU hefur áratuga reynslu í námskeiðahaldi og getur í raun boðið fyrirtækjum hópnámskeið á flestum sviðum ferðaþjónustu. Lengd námskeiða getur verið allt frá einum degi til þriggja ára náms. Námskeiðin eru sérsniðin fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Dæmi um námskeið: Innovation and new product development process • Crowd management • Theme and programme design • Service design and quality • Production management and budgeting • Event evaluation • The practicalities of managing conferences & events. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.

Department of Tourism & Hospitality (BA og MA náms)
Ferðamálaskólinn hjá BU er alþjóðlega viðurkenndur sem leiðandi skóli á sínu sviði. Námsleiðir: Stjórnun veitingaþjónustu (International Hospitality Management) • Stjórnun ferðaþjónustu (Tourism Management) • Markaðsfræði (Tourism Management & Marketing) • Hótel og veitingastjórnun (Hotel and Food Services Management) • Umhverfisstjórn ferðaþjónustu (Sustainable Tourism Planning). Sjá nánar:

Starfsmenntasjóðir

Við mælum með að þú kannir rétt þinn til styrks hjá starfsmenntasjóði stéttarfélags þíns, en hann gæti numið allt að helmingi námskeiðskostnaðar. Hér fyrir neðan eru nokkrar slóðir með nánari upplýsingum.

Landsmennt           Félag atvinnurekenda          Starfsafl          Starfsmennt