Gerð sýnismöppu “Portfolio”

Portfolio_preparation
Prepairing a Portfolio

Þegar þú sækir um nám í fagháskóla, í hönnun, listum, ljósmyndun, myndskreytingu, tísku, eða grafískri miðlun er mjög líklegt að óskað sé eftir sýnisbók “portfolio” þar sem þú kynnir þau verk sem þú hefur unnið og tengjast námsumsókn.
Þar sem sýnismappa er oft mikilvægasti hluti umsóknar hafa nokkrir stjórnendur hjá University of the Arts London (UAL) svarað algengum spurningum um hvernig best sé að standa að gerð sýnismöppu.

What is a Portfolio?
Sýnismappa er sýnishorn (samansafn) af verkum sem sýna hvernig hæfileikar þínir og hugmyndir hafa þróast yfir ákveðinn tíma. Á möppunni sést hvernig hugmyndir þínar, persónulegir hæfileikar og skuldbindingar fara saman. Sýnismappa hjálpar okkur að meta möguleika þína sem nema. Þegar við metum sýnismöppu þá skiptir jafn miklu máli hvernig þú nálgast vinnuna eins og hver endanleg útkoma er.

How do I submit my Portfolio?
Þegar þú hefur sótt um nám sem krefst þess að lögð sé fram sýnismappa sem hluti af umsóknarferli, ert þú beðin(n) um að skila efninu rafrænt.
Ef hún er samþykkt, gætirðu einnig verið boðuð/boðaður í viðtal.
Nánari upplýsingar um skil á rafrænni sýnismöppu er að finna á vefsvæðinu https://www.arts.ac.uk undir “Apply” á svæði viðkomandi námsgreinar.

What should I include?
Í sýnisbók ættu að vera sýnishorn t.d. af athugunum (rannsóknum) og hvernig þú þróar hugmyndir þínar. Skissur og hvernig þær þróast, þar sem það sýnir okkur hvernig þú nálgast skapandi ferli. Einnig framtíðarhugmyndir, minnispunkta og jafnvel módel. Ekki fókusera of mikið á eina tegund verka, heldur reyna frekar að sýna fjölbreytileika.
Við höfum meiri áhuga á nýrri verkum en eldri, jafnvel þó þau séu ekki fullkláruð. Athuga samt að ekki þarf að sýna verk í aldursröð, heldur er betra að sýna bestu verkin fyrst.

Í rafrænni sýnismöppu er oft miðað við 20 myndir (blaðsíður).

Where can I find more Advice?
Skólar sem Lingó starfar með bjóða flestir námskeið í gerð sýnismöppu, en einnig er að finna leiðbeiningar á vefsvæðum skólanna. Til dæmis hér:

Portfolio advice  • What is a portfolioPortfolio guide Portfolio Guidelines • Entry Requirements