German Language School – Berlin
German Language School – Berlín
GLS málaskólinn er staðsettur í einu mest spennandi hverfi Berlínar, Prenzlauerberg. Á svæðinu er ekki aðeins skólinn sjálfur, heldur er þar einnig að finna stúdentagarða með stúdíóíbúðum, veitinga- og kaffihús, hjólaleigu og svæðið er einnig heitur reitur fyrir fartölvunotendur. Byggingasaga svæðisins sem er eins og vin í stórborginni nær frá árinu 1867-2005.
Auk almennra námskeiða í hóp, eða einkakennslu býður GLS sérsniðin námskeið fyrir viðskiptafólk, lögfræðinga og blaðamenn. Einnig Þýskunámskeið fyrir 30 ára og eldri.
UM SKÓLANN | NÁMSKEIÐ | GISTING
GLS er viðurkenndur af Berlínskum yfirvöldum og að auki af Bandarískum háskólum og Sænska Menntamálaráðuneytinu. Kennarar hjá GLS hafa háskólagráðu og víðtæka reynslu af þýskukennslu fyrir útlendinga. Kennt er í pörum og þannig tveir kennarar sem skiptast á með hvern bekk. Vikulegir kennarafundir tryggja að allir eru upplýstir og hvernig kennslan gengur.