Horizonte – Regensburg
Horizonte, sem er stofnun fyrir tungumál, samskipti og menningu var stofnuð árið 1986 og býður upp á fyrsta flokks tungumálanám, þar sem lögð er áhersla á að miðla töluðu og rituðu þýsku nútímamáli, bætta samskiptatækni og kynningu á stjórnmálum og menningu Þýskalands.
Skólinn er vel staðsettur í borginni, með fríar nettengingar og kaffishús. Í nágrenni skólans eru einnig fjölmörg bakarí, barir og veitingahús sem bjóða morgunmat og hádegismat.
Gisting í boði er af ýmsum toga. Gisting sem skólinn rekur sjálfur, en einnig er boðið upp á heimagistingu há fjölskyldu, eða hótelgistingu.
Í Regensburg sem stendur við Dóná í hjarta Bæjaralands eru 145.000 íbúar og þar er mikið af sögulegum byggingum frá tímum Rómverja. Í Regensburg er einnig háskóli og eitt besta bókasafn Þýskalands. Ferðatími frá München til Regensburg er 1 klst.
Um skólann Námskeið Gisting Regensburg
Námskeiðin: Hjá Horizonte er áhersla á litla hópa, afburða kennara og vinalegt og persónulegt andrúmsloft. Hægt er að velja um almenn námskeið, einkakennslu, eða sérhæfð námskeið; svo sem viðskipti, ferðamál, eða þýsku fyrir þýðendur.
Lágmarksaldur er 17 ára og í boði er bæði kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Hver kennslustund er 45 mínútur. Unnið er í smáhópum (7-10 nemar) en einnig er í boði einkakennsla. Námsefni er inifalið í námskeiðsgjaldi.