Horizonte – Regensburg

blog-msk_HORIZONTE

Horizonte, sem er stofnun fyrir tungumál, samskipti og menningu var stofnuð árið 1986 og býður upp á fyrsta flokks tungumálanám, þar sem lögð er áhersla á að miðla töluðu og rituðu þýsku nútímamáli, bætta samskiptatækni og kynningu á stjórnmálum og menningu Þýskalands.
Skólinn er vel staðsettur í borginni, með fríar nettengingar og kaffishús. Í nágrenni skólans eru einnig fjölmörg bakarí, barir og veitingahús sem bjóða morgunmat og hádegismat.

Gisting í boði er af ýmsum toga. Gisting sem skólinn rekur sjálfur, en einnig er boðið upp á heimagistingu há fjölskyldu, eða hótelgistingu.

Í Regensburg sem stendur við Dóná í hjarta Bæjaralands eru 145.000 íbúar og þar er mikið af sögulegum byggingum frá tímum Rómverja. Í Regensburg er einnig háskóli og eitt besta bókasafn Þýskalands. Ferðatími frá München til Regensburg er 1 klst.

Um skólann          Námskeið          Gisting          Regensburg

Námskeiðin: Hjá Horizonte er áhersla á litla hópa, afburða kennara og vinalegt og persónulegt andrúmsloft. Hægt er að velja um almenn námskeið, einkakennslu, eða sérhæfð námskeið; svo sem viðskipti, ferðamál, eða þýsku fyrir þýðendur.
Lágmarksaldur er 17 ára og í boði er bæði kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Hver kennslustund er 45 mínútur. Unnið er í smáhópum (7-10 nemar) en einnig er í boði einkakennsla. Námsefni er inifalið í námskeiðsgjaldi.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Horizonte – Regensburg á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju