Institute Linguistique Adenet

blog-msk_ILA(2)

Institute Linguistique Adenet – Montpellier

Frönskunámskeið og einstök upplifun í Suður-Frakklandi við Miðjarðarhafið. Hjá ILA er lögð áhersla á viðurkennt og vandað frönskunám fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og í boði eru námskeið á flestum kennslustigum.

Kennt er í litlum hóp (3-10 nemar), þannig að hver og einn fær nauðsynlega athygli. Kennarar ILA eru sérstaklega menntaðir og þjálfaðir til frönskukennslu fyrir útlendinga og starfsfólk skólans leggur sig fram um að gera dvölina ánægjulega.

Umsögn
“ILA has a great mixtures of nationalities. You make many friends from all over the world, everybody is so friendly and nice. I spoke to all of them in French, this is a great way to progress outside school. My French language course was excellent, the teachers were great and the atmosphere at ILA is serious, but very relaxed. I enjoyed my stay very much and recommend ILA!”  –  Alice V. (Holland)

UM SKÓLANNNÁMSKEIÐ |  CLUB 50+  | FRANSKA+MATARGERÐ | GISTING | EASYFRENCH BY ILA

EasyFrench by ILA
Málaskólinn Easy French í Montpellier var stofnaður af ILA málaskólanum og býður afar góða frönskukennslu á hagstæðu verði. EasyFrench er hugsuð fyrir yngri (17-25 ára) þátttakendur, en þá stunda nám hjá ILA. Þetta er lítil stofnun þar sem andrúmloftið er vingjarnlegt og persónulegt. Styrkur EasyFrench liggur í tengslum við ILA sem býr yfir langri reynslu af frönskukennslu.

Montpellier
Í Montpellier er einn stærsti háskóli Evrópu og borgin ber þess merki. Málaskólinn ILA er klassískur frönskuskóli með aðsetur í gamla borgarhluta Montpellier. Húsnæði skólans er  gamall herragarður en er nýuppgert og hentar sérstaklega vel fyrir starfsemina, með 20 vel búnum kennslustofum, þráðlausum tölvutengingum og fríum netaðgangi. Þessi borgarhluti einkennist af göngugötum og torgum með fjölda smáverslana, veitinga- og kaffihúsa.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Institute Linguistique Adenet á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju