Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Istituto Europeo di Design (IED) einn virtasti hönnunarskóli Evrópu, hefur í yfir 50 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Enn fremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu IED, þar sem verklegt og fræðilegt nám helst í hendur.

Hjá IED á Ítalíu býðst eins árs Aðfararnám þriggja ára Bachelor nám, þriggja ára Diploma nám og eins árs Mastersnám, í Flórens, Feneyjum, Milanó, Róm og Torínó.

Aðfararnám – Academic Foundation in Italian Creativity & Design

Aðfararnám er eins árs nám til undirbúnings grunnháskólanámi. Slíkt nám gefur tækifæri til að kanna mismunandi svið skapandi greina, áður en þú velur námsleið í BA námi. Þetta fornám er þannig góð leið til að þróa núverandi hæfileika og áhugasvið, eða bara njóta eins árs í skapandi umhverfi. Námið er skipulagt sem fjarnám að hluta (nóv.-jan.) og síðan staðnám í Como hjá Accademia Aldo Galli (feb.-jún.). Við námslok býðst öruggt aðgengi að frekara námi hjá IED. Sjá nánar;

Dæmi um námsleiðir á ensku í Bachelor / Diploma námi:

Fashion (Tíska): Fatahönnun (Fashion Design) • Tískustílisti (Fashion Stylist & Communication) • Tískumarkaðsfræði (Fashion Marketing) • Skartgripahönnun (Jewellery Design).

Design (Hönnun): Innanhússhönnun (Interior Design) • Samgöngu- og bílahönnun (Transportation Design) • Vöruhönnun (Product Design).

Visual Arts (Sjónlistir): Grafísk hönnun (Graphic Design) • Ljósmyndun (Photography / Fashion Photography) • Samskiptahönnun (Communication Design).

Hér fyrir neðan eru tenglar eftir sviðum og borgum:

TÍZKA
HÖNNUN
SJÓNLISTIR
STJÓRNUN
Milan Milan Milan Milan

Rome

Rome Rome (it)

Rome

Florence

Florence Florence

Florence

Torino (it) Torino Torino (it)

Torino (it)

Meistaranám á ensku

Meistaranám hjá IED er yfirleitt eins árs nám (11 mánuðir), 60 ECTS einingar og aðgangskrafa BA / DIP gráða úr grunnháskólanámi. Markmiðið er að auka þekkingu til faglegra starfa með áherslu á menningu og sérfræðiþekkingu. Nemar hljóta þjálfun í mismunandi aðferðafræði og öðlast hæfni til að þróa þróa verkefni og margþætta stjórnunarhæfileika. Námsbyrjun er yfirleitt í febrúar.

Master 1st. and 2nd. Level

Hér eru tenglar inn á námslýsingu; Visual Arts for the Digital Age • Design – Innovation, Strategy and Product • Textiles • Transdiciplinary Design 2 ár, 120 ECTS.  (Vottað af MIUR, Ítalska menntamálaráðuneytinu.)

Annað meistaranám sem er í boði á ensku.
Fashion Design • Fashion Marketing – from strategy to branding • Fashion Communication and Styling • Fashion Business • Brand Management and Communications • Jewellery Design • Interior Design • Graphic Design with focus on new media • Curatorial Practice • Arts Management • Transportation Design (two years). Sjá nánar:

IED skólarnir eru allir reknir eftir sömu hugmyndafræði, en hver og einn hefur samt sína sérstöðu byggða á sérhæfingu, staðsetningu og svæðisbundinni menningu. Skólarnir eru vel í borg settir, í góðu húsnæði og tæknilega vel búnir. Kennsla fer fram á ensku, eða ítölsku.

Umsóknarfrestur fyrir alþjóðlega nema sem hefja nám að hausti er til loka ágúst. Vinsamlegast hafið samt í huga að takmarkaður fjöldi er í hverjum bekk — og fyrstur kemur fyrstur fær. Þess vegna er mælt með að sótt sé um á vormánuðum.

Húsnæðismál og þjónusta við nema

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Istituto Europeo di Design (Ítalíu) á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Istituto Europeo di Design (Ítalíu)

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju