Istituto Europeo di Design (Spáni)


Istituto Europeo Di Design
(IED) einn virtasti hönnunarskóli Evrópu, hefur í yfir 50 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður hagnýtt nám sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Enn fremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu IED, þar sem verklegt og fræðilegt nám helst í hendur.

IED skólarnir eru allir reknir eftir sömu hugmyndafræði, en hver og einn hefur samt sína sérstöðu byggða á sérhæfingu, staðsetningu og svæðisbundinni menningu. Skólarnir eru vel í borg settir, í góðu húsnæði og tæknilega vel búnir. Kennsla fer fram á ensku eða spænsku.

Bachelor / Diploma nám á Spáni (á ensku)

Hjá IED í Barcelona er í boði þriggja ára BA nám (Westminster) • Fjögurra ára nám (Undergraduate Degree) og eins árs nám.

Þriggja ára nám: • Fatahönnun (BA (Hons) Fashion Design) • Tískumarkaðsfræði og samskipti (BA (Hons) Fashion Marketing & Communication) • Viðskiptahönnun (BA (Hons) Business Design).

Fjögurra ára nám: Grafísk hönnun (Graphic Design) • Hreyfimyndagerð (Motion Graphics and Video) • Auglýsingagerð (Graphic Design Advertising) Innanhússhönnun (Interior Design) • Vöruhönnun (Product Design) • Transportation Design (Flutningahönnun)

Eins árs nám; Global Design • Foundation inFashion

Meistaranám á ensku í boði í Barcelona.
Helstu kostir þess að stunda meistaranám hjá IED; 50 ára reynsla í öllum þáttum hönnunarfræða • Þverfagleg nálgun skapar nemum færni til fjölmargra starfa • Námsskrá sem sameinar fræði og praktík og innifelur störf fyrir fyrirtæki • Kennarar og leiðbeinendur eru starfandi fagmenn • Verkefnamenning er leiðarvísir í kennslu • Fjölþættir og góðir kennsluhættir • Samstarf við fyrirtæki og stofnanir í viðkomandi grein. Meistaranámið er yfirleitt 10-12 mánuðir (60 ECTS) og námsbyrjun í Janúar / Október. 

Helstu námsleiðir:
Fashion for Creative Direction • Design for Urban Management • Brand design for Hospitality • Design for Sustainable Fashion Technology • Interior Design for Commercial Spaces and Retail • Design Management • Fashion Business Innovation • Design for Interaction and Extended Reality. Sjá nánar:

Hér fyrir neðan eru tenglar inn á vef skólans.

TÍZKA
HÖNNUN
SJÓNLISTIR
STJÓRNUN

Barcelona

Barcelona

Barcelona

Barcelona

Madrid

Madrid

Madrid

Madrid

Umsóknarfrestur fyrir alþjóðlega nema sem hefja nám að hausti er til loka júlí. Vinsamlegast muna samt að takmarkaður fjöldi er í hverjum bekk — og fyrstur kemur fyrstur fær.

Hagnýtar upplýsingar um borgina, gistingu og þjónustu við nema (Student Center)

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Istituto Europeo di Design (Spáni) á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Istituto Europeo di Design (Spáni)

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju