Istituto Europeo di Design (Spáni)
Istituto Europeo Di Design (IED) einn virtasti hönnunarskóli Evrópu, hefur í yfir 50 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður hagnýtt nám sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Enn fremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu IED, þar sem verklegt og fræðilegt nám helst í hendur.
IED skólarnir eru allir reknir eftir sömu hugmyndafræði, en hver og einn hefur samt sína sérstöðu byggða á sérhæfingu, staðsetningu og svæðisbundinni menningu. Skólarnir eru vel í borg settir, í góðu húsnæði og tæknilega vel búnir. Kennsla fer fram á ensku eða spænsku.
Bachelor / Diploma nám á Spáni (á ensku)
Hjá IED í Barcelona er í boði þriggja ára BA nám (Westminster) • Fjögurra ára nám (Undergraduate Degree) og eins árs nám.
Þriggja ára nám: • Fatahönnun (BA (Hons) Fashion Design) • Tískumarkaðsfræði og samskipti (BA (Hons) Fashion Marketing & Communication) • Viðskiptahönnun (BA (Hons) Business Design).
Fjögurra ára nám: Grafísk hönnun (Graphic Design) • Hreyfimyndagerð (Motion Graphics and Video) • Auglýsingagerð (Graphic Design Advertising) • Innanhússhönnun (Interior Design) • Vöruhönnun (Product Design) • Transportation Design (Flutningahönnun)
Eins árs nám; Global Design • Foundation inFashion
Meistaranám á ensku í boði í Barcelona.
Helstu kostir þess að stunda meistaranám hjá IED; 50 ára reynsla í öllum þáttum hönnunarfræða • Þverfagleg nálgun skapar nemum færni til fjölmargra starfa • Námsskrá sem sameinar fræði og praktík og innifelur störf fyrir fyrirtæki • Kennarar og leiðbeinendur eru starfandi fagmenn • Verkefnamenning er leiðarvísir í kennslu • Fjölþættir og góðir kennsluhættir • Samstarf við fyrirtæki og stofnanir í viðkomandi grein. Meistaranámið er yfirleitt 10-12 mánuðir (60 ECTS) og námsbyrjun í Janúar / Október.
Helstu námsleiðir:
Fashion for Creative Direction • Design for Urban Management • Brand design for Hospitality • Design for Sustainable Fashion Technology • Interior Design for Commercial Spaces and Retail • Design Management • Fashion Business Innovation • Design for Interaction and Extended Reality. Sjá nánar:
Hér fyrir neðan eru tenglar inn á vef skólans.
TÍZKA |
HÖNNUN |
SJÓNLISTIR |
STJÓRNUN |
Umsóknarfrestur fyrir alþjóðlega nema sem hefja nám að hausti er til loka júlí. Vinsamlegast muna samt að takmarkaður fjöldi er í hverjum bekk — og fyrstur kemur fyrstur fær.
Hagnýtar upplýsingar um borgina, gistingu og þjónustu við nema (Student Center)