Leeds Arts University
Leeds Arts University stofnaður árið 1847 er einn elsti listaskóli Bretlandseyja. Nemar njóta þess að starfa í litlu skapandi samfélagi, þar sem allt virðist mögulegt. Við trúum því að þetta sé besta umhverfið til að vaxa og dafna sem listamaður eða hönnuður. Kæruleysi er hins vegar ekki liðið og við vinnum stöðugt að því að vera skóli í fremstu röð, þar sem nemar þroskast og þróast i alþjóðlegu umhverfi og eru eftirsóttir til starfa að námi loknu.
Á lista “Guardian Education League” er Leeds Arts University í hópi 10 bestu listaskóla á Bretlandseyjum og starfsfólk skólans veitir persónulega þjónustu og gefur góð ráð.
Leeds er fjölmenningarborg, miðsvæðis á Bretlandseyjum (50 mín. með lest frá Manchester) og er heimsþekkt fyrir að vera leiðandi borg í kennslu og menntun. Þar eru starfandi þrír háskólar og fjöldi minni fagháskóla með um 125.000 nema. Leeds býður upp á allt sem námsmenn óska sér. Leeds er einnig leiðandi borg í starfsemi fyrirtækja á sviði skapandi greina sem býður ótalda möguleika á störfum fyrir nema að lokinni útskrift.
Námsleiðir í Bakkalárnámi (BA Hons)
Acting for Screen / Leiklist • Animation / Teiknimyndagerð • Comic and Concept Art / Teiknimyndir og hugmyndasmíð • Creative Writing / Skapandi skrif • Fashion Marketing / Tískumarkaðsfræði • Fashion Design / Fatahönnun • Fashion Photography / Tískuljósmyndun • Filmmaking / Kvikmyndagerð • Fine Art / Listir • Games Art /Leikjahönnun • Graphic Design / Grafísk hönnun • Illustration / Myndskreytingar • Marketing Communications • Music Production • Photography / Ljósmyndun • Popular Music / Hryntónlist • Textile Design / Textílhönnun • Visual Communication / Sjónræn Miðlun
Námsleiðir í Mastersnámi (Postgraduate)
Animation / Teiknimyndagerð • Creative Practice / Skapandi greinar • Fine Arts / Listnám • Graphic Design / Grafísk hönnun • Photography / Ljósmyndun • Digital Fashion / Stafræn tíska • Illustration & Graphic Novel / Myndskreyting • Worldbuilding & Creature Design / Sviðsmyndir.
Námsleið í aðfararnámi (Foundation Diploma In Art & Design)
Þessi námsbraut byggir á því að kenna nemum að leysa vandamál, læra hugmyndavinnu og krítíska hugsun; Skoða nýjar leiðir og taka áhættu utan þægindaramma. Hæfileiki til að teikna er eitt af verðmætustu tólum hönnuða og listamanna og þar njóta nemar leiðsagnar kennara með langa reynslu. Gerð sýnismöppu er í lokin lykill að því að halda áfram í grunnháskólanámi. Starfandi fagfólk og leiðbeinendur með langa reynslu leiðbeina og þjálfa nema í átt til sjálfstæðis og skapandi hugsunar. Námstími: Eitt ár • Fullt nám • Námsbyrjun: September • Vottað af: University of the Arts, London. Sjá nánar;
Aðstaða hjá Leeds Arts University er eins og best gerist “State of the Art” og skapar þannig ótal mögleika fyrir nemendur til að þróa og sanna hæfni sína og færni. Vinnustofur og stúdíó eru vel tækjum búin, standast kröfur starfandi fyrirtækja og starfsmenn kunna sitt fag. Sýnishorn af aðstöðu;
“Accommodation Services” hjá Leeds Arts University veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit. Sjá nánar:
Sjálfbærni er lykilorð í starfsemi Leeds Arts University og nemar eru þjálfaðir í að ástunda heilbrigð viðhorf og lífshætti gagnvart bæði þjóðfélaginu og umhverfi sínu. Skólinn er meðlimur í samtökunum “The Environmental Association for Universities and Colleges” (EAUC).
Hvers vegna ættir þú að kynna þér Leeds College of Art?
Leeds er borg númer #1 á Bretlandseyjum fyrir háskólanema með ótrúlegt lista og menningarlíf og ekki síður úrval verslana og líflegt næturlíf. Nemendur í Leeds koma víða að úr heiminum og því skapast þar fjölmenningarlegt umhverfi sem er í senn skapandi og gefandi.