Linguaviva Group
Linguaviva/Linguadue
er leiðandi aðili í tungumálakennslu á Ítalíu og býður mikið úrval einstaklingsmiðaðra námskeiða. Í boði eru almenn námskeið, viðskiptanámskeið, námskeið fyrir háskólanema, auk námskeiða þar sem fer saman ítölskukennsla og til dæmis námskeið í listum eða ítalskri matarlist.
Í boði eru ítölskunámskeið í tveim borgum: Florence er þekkt fyrir vingjarnleika og skemmtilegt umhverfi. Skólinn er vel staðsettur í nágrenni við járnbrautartöðina. Nemar fra yfir 60 þjóðlöndum stunda hér ítölskunám og umhverfið er því mjög alþjóðlegt. Milano er helsta viðskiptaborg Ítalíu, en ekki síður borg menningar, tísku, hönnunar og tækni. Margir nemar stunda hér ítölskunám sem tengist hönnun og listum.
Hjá Linguaviva er lögð áhersla á góða þjónustu þannig að hver og einn fái notið sín og fái kennslu við hæfi. Boðið er up á afþreyingu af ýmsu tagi, heimsóknir á söfn, menningarfræðslu, kvikmyndir ofl. Linguaviva er með leyfi Ítalska Menntamálaráðuneytis til tungumála- og menningarmálakennslu fyrir erlendra nema.
Linguaviva hefur oft verið valinn besti ítalski tungumálaskólinn af Study Travel Magazine.