The Liverpool Institute for Performing Arts
The Liverpool Institute for Performing Arts (LIPA) tók til starfa árið 1996 með það leiðarljós að móta nýja nálgun í þjálfun fólks til starfa við sviðslistir. Skólinn var stofnaður af Sir Paul McCartney tónlistarmanni og Mark Featherstone-Witty rektor skólans. LIPA er í Liverpool á vesturstönd Englands í gamalli virðulegri byggingu sem var endurnýjuð og sérstaklega sniðin að starfsemi skólans.
LIPA menntar og þjálfar fólk til starfa við sviðslistir, bæði þá sem koma fram og ekki síður hina sem gera viðburði mögulega. Þetta er einstök blanda menntunar sérfræði og almennra hæfileika. Skólinn er í dag viðurkennd menntastofnun innan breska menntakerfisins.
“Patrons” og leiðbeinendur
Um 120 leiðbeinendur starfa hjá LIPA og hafa allir langa reynslu af störfum við sviðslistir, bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. Lykilorð í starfseminni er samvinna og þannig tvinnast saman hinar átta námsbrautir sem eru í boði, því sérhver sviðsetning þarf að hafa ljósamann, hljóðmann, hönnuð og kynningaraðila, auk þeirra sem koma fram (leikarar, dansarar eða tónlistarmenn).
“I know a fair amount about working in music and there’s much more to it than writing and performing. There are many jobs that need to be done to bring any creation to people – design, production, management and marketing are just some of them. We know there are many forms of success. Supporting performance, there is a breadth of employment, which generally isn’t recognised. When we worked on our approach, we wanted to bring a variety of skills together – which is what we have done”. Paul McCartney
Eftirtalið nám er í boði:
Undergraduate Courses (BA Honors): Acting (Leiklist) • Acting (Musical Theatre) (Söngleikir) • Acting (Musicianship) (Leiklist með hljóðfærum) • Acting Screen and Digital Media • Applied Theater and Community Drama • Dance (Dans) • Filmmaking and Dreative Technologies (Kvikmyndagerð) • Management for the Creative Industries (Tónlistar-, leikhús- og viðburðastjórnun) • Music (Tónlist) • Music – Songwriting and Performance (Tónlist og Flutningur) • Music – Songwriting and Production • Sound Technology (Hljóðvinnsla) • Theather and Performance Design (Sviðsmyndahönnun) • Theather and Performance Technology (Sviðsmyndatækni)
Foundation Certificates (One year): Foundation Certificate Acting • Foundation Certificate Popular Music & Music Technology
Graduate Courses (MA): MA Acting (Company) • MA Costume Making • MA Music Industry Management
“Accommodation Services” Liverpool er stúdentavæn borg og því rekur LIPA ekki eigin stúdentagarða. Hér eru upplýsingar sem koma sér vel við húsnæðisleit. Sjá nánar:
Aðstaða
LIPA er í Liverpool á vesturstönd Englands í gamalli virðulegri byggingu sem var endurnýjuð sérstaklega og sniðin að starfsemi skólans. Þar er 400 manna leikhús, upptökustúdíó, tæknirými og allt annað annað sem til þarf fyrir starfsemina. Skólinn er í dag viðurkennd menntastofnun innan breska menntakerfisins. LIPA menntar og þjálfar fólk til starfa við sviðslistir, bæði þá sem koma fram og ekki síður hina sem gera viðburði mögulega. Þetta er einstök blanda menntunar sérfræði og almennra hæfileika.