London College of Communications

blog-entry_ual-LCC
London College of Communications
(LCC) er leiðandi skóli á heimsvísu í hönnunar- og fjölmiðlanámi. LCC vinnur stöðugt að þróun nýrrar þekkingar í heimi sem er í hraðri þróun. Nýsköpun og markmið um að standa í fremstu röð gerir nema okkar tilbúna til að hefja feril sinn að námi loknu. “Learning by doing“. Sem nemi hjá LCC færðu tækifæri til að vinna við raunverulegar kringumstæður og þróa hæfileika þína við góðar tæknilegar aðstæður. LCC er viðurkenndur alþjóðlega sem skóli í fremstu röð á sínu sviði.

London College of Communication býður margar námsleiðir í hönnun, miðlun og sjónlistum og er leiðandi í menntun á sviði skapandi samskipta.
Hönnunarskólinn (The Design School) er kröftugt og fjölbreytt samfélag viðurkenndra leiðbeinenda, rannsakenda og starfandi fagmanna.
Fjölmiðlaskólinn (The Media School) býður fjölda námsleiða í útgáfu, auglýsingum, almannatengslum, fjölmiðlun, ljósmyndun og blaðamennsku.
Skjáskólinn (The Screen School) fetar sig út fyrir hefðbundin akademísk gildi og er hannaður til að færa saman tækni leikjahönnunar, margmiðlunar, hljóðvinnslu, kvikmyndagerðar og viðburða.

Helstu námsleiðir í BA og MA námi;
Advertising (Auglýsingargerð) • Animation (Hreyfimyndagerð) • Computer Animation & Visual Effects • Design for Art Direction (Listræn stjórnun) • Design Management and Cultures (Hönnunarstjórn) • Design for Climate Justice • Film and Television (Kvikmyndagerð) • Film Practice (Kvikmyndagerð, framleiðsla) • Games Design (leikjahönnun) • Graphic and Media Design (Grafík og titlar) • Graphic Branding and Identity (Vörumerkjahönnun) • Illustration and Visual Media (Myndskreytingar og miðlun) • Immersive Media (VR) • Interaction Design Arts (Gagnvirk miðlun) • Information and Interface Design (Viðmótshönnun) • Journalism (Blaðamennska) • Magazine Publishing (Útgáfustjórn) • Music Production • Contemporary Media Cultures (Fjölmiðlafræði) • Media Communications (Fjölmiðlasamskipti) • Photography (Ljósmyndun) • Photojournalism and Documentary Photography (Heimildamyndagerð) • Public Relations (Almenningstengsl) • Service Design • Sound Arts and Design (Hljóðhönnun).  Sjá nánar um námið.

FAD nám International Introduction to the Study of Design, Media and Screen
Háskólagrunnur hjá LCC er eins árs hagnýtt undirbúningsnám fyrir nema sem ætla í BA nám í hönnun, miðlun eða myndagerð.  Sjá nánar:

“Accommodation Services” hjá UAL veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit, hvort heldur er á eigin vegum eða í húsnæði skólans. Fyrsta árs nemar hafa forgang á húsnæði í heimavist “Residence”. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili London College of Communications á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef London College of Communications

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju