London School of English – Holland Park
London School of English
er elsti viðurkenndi málaskóli á Bretlandseyjum, stofnaður árið 1912. Þetta er góður skóli fyrir fólk sem gerir kröfur, vill ná árangri og bæta tungumálakunnátu sína hratt, en örugglega.
Viðskipta- og sérfræðinámskeiðin fara fram í Holland Park Gardens í London, sem er fræðslusetur fyrir stjórnendur og vel staðsett í góðu hverfi nálægt miðborg Lundúna. Tíu mínutna ganga er til Notting Hill og Westfield London Shopping Center er handan við hornið. Hægt er að velja um ýmsar tegundir gistingar; Heimagisting, íbúð, eða hótel. Nánar um námskeiðin.
Enskunámskeiðin hjá LSE eru sérsniðin að þörfum vinnandi fólks og því getur hver og einn fundið eitthvað við sitt hæfi. Leiðbeinendur eru í hópi þeirra bestu á sínu sviði og með reynslu úr atvinnulífinu. Tegundir námskeiða: • Einkakennsla • Smáhópur • Samsett námskeið • Sérsniðin námskeið.
Einnig er í boði fjarkennsla (Virtual Groups). Lengd 1-8 vikur, 15 tímar á viku, 6 í hóp og í boði fjórum sinnum á dag. Hægt er að velja um einkakennslu og hópkennslu (smáhópur). Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju.
Hér eru tenglar inn á vef skólans með nánari lýsingu á hinum ýmsu tegundum námskeiða: Sérfræðileg samskipti • Mannauðsstjórnendur • Alþjóðlegir fundir • Alþjóðleg bankastarfsemi • Lögfræðienska • Fyrirlestrar á ensku.