Macromedia University
Macromedia University of Applied Sciences er leiðandi fagháskóli í Þýskalandi á sviði hönnunar og miðlunar, stafrænnar tækni, markaðssamskipta og stjórnunar, auk leiklistar, kvikmyndagerðar, tísku og tónlistar. Nám til alþjóðagráðu á ensku (BA, BA(Hons) og MA) er í boði í Berlin og Münhen. Hægt er að velja um nám hvort heldur er á ensku eða þýsku.
Skólinn er í góðum tengslum við starfandi fyrirtæki og nemar kynnst vel þekktum vörumerkjum og vinna að raunverulegum verkefnum. Reyndir fagmenn og sérfræðingar koma reglulega og taka þátt í fyrirlestrum og kennslu. Áhersla er bæði á kennslu og verklega reynslu frá fyrsta degi.
Alþjóðlegt sjónarhorn er miðja kennslustefnu skólans, því tengslanet í slíku umhverfi hefur mikil áhrif á verkefni og vinnu stjórnenda framtíðar. Macromedia University skilgreinir sig sem háskóla þar sem ekki er eingöngu horft á menntun, heldur kynnir skólinn einnig nemendur fyrir atvinnulífinu og raunveruleika þess. Samtímis er horft til þess að þjálfa hvern og einn nema á sínum eigin forsendum. Bachelor- og Mastersnám hjá Macromedia University opnar dyr að starfsferli á alþjóðlegum vettvangi.
Eftirtalið nám er í boði á ensku:
Undergraduate Courses (BA):
Acting (Leiklist) • Brand Management (Vörumerkjastjórn) • BSc (Hons) Artificial Intelligence • Design (Skjáhönnun) • Digital Technologies & Coding • Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Management (Tískustjórnun) • Film and Television (Kvikmyndagerð) • Filmmaking (Kvikmyndagerð) • International Management (Alþjóðleg viðskiptastjórn) • Management (Stjórnun) • Media Management (Fjölmiðastjórn) • Media and Communication Design (Stafræn hönnun) • Media and Communication Management (Fjölmiðla- og samskiptastjórn) • Music Management (Tónlistarstjórn) • BSc (Hons) Software Engineering • BSc (Hons) UI/UX Design
Postgraduate (MA)
Brand Management (Vörumerkjastjórn) • Business Management (Viðskiptastjórn) • Design Management (Hönnunarstjórn) • Digital Media Business (Stafræn Viðskipti) • Media and Communication Management (Fjölmiðla- og samskiptastjórn) • Music Management (Tónlistarstjórn) • Strategic Marketing (Markaðsfræði).
Þeir sem lokið hafa 190 ECTS einingum taka fjórar annir í MA námi, en aðrir sem hafa lokið 210 ECTS þrjár.
Þýskaland er gjarna kennt við að vera land skálda og heimspekinga. Landið er hinsvegar í lykilstöðu í Evrópu og þýsk menntastefna er löngu þekkt fyrir framsýni og gæði. Þjóðverjar segjast gjarna vera Evropubúar með þýskt þjóðerni. Berlín, München og Hamborg eru meðal vinsælustu ferðamannastaða í Evrópu. Berlín er höfuðborg Þýskalands og þekkt fyrir alþjóðlegt og unglegt yfirbragð. „Októberfest“ í München er löngu heimsþekktur viðburður þar sem saman fara alþjóðlegir og þjóðlegir viðburðir á sviði leiklistar og tónlistar. Hafnarborgin Hamborg er vestast í Þýskalandi og þar lifir fólk við vatnið og nýtur útiveru og ekki síður lítríks borgarlífs. Sjá nánar: