Malaskoli

Tungumál og menningarlæsi eru lykill að heiminum.

Margar skilgreiningar eru til á menningu. Mannfræðingar nota hugtakið til að lýsa þeirri viðleitni mannsins, að skipa lífsreynslu sinni í flokka eða mynstur og tjá hana á skipulegan máta. Menning hefur einnig verið skilgreind sem samansafn hegðunarmynstra sem finnast í ákveðnum samfélögum og tákna sem gefa hegðuninni ákveðna merkingu.

Hvernig sem því líður, hafa augu fólks í viðskiptum í vaxandi mæli opnast fyrir því að til eru ýmsar fleiri viðskiptahindranir, en tollar, innflutningskvótar eða leyfisveitingar. Menningarlegir þröskuldar og tungumálaörðugleikar geta verið jafn erfiðir við að eiga – jafnvel þegar verið er að fjalla um það sem við í daglegu tali köllum „sama” menningarsvæðið líkt og Evrópu, hvað þá þegar um er að ræða viðskipti milli ólíkra menningarheima.

Því er víða farið að leggja áherslu á „menningarlæsi“ viðskiptalífsins, enda má til sanns vegar færa að þar liggi ein af forsendum þess að vel gangi í viðskiptum við erlendra aðila. Hlutverk utanríkisþjónustunnar hefur m.a. verið skilgreint sem aðstoð við fyrirtæki í sókn á erlenda markaði, en þegar á hólminn er komið hlýtur það hins vegar að vera fyrirtækjanna sjálfra að koma sér upp þekkingu af þessu tagi, til þess að starfsemin geti vaxið og dafnað frá degi til dags.

Enskukunnátta er nauðsynleg í öllum atvinnugreinum.

Þekking á tungumáli eykur skilning á menningu og byggir brýr á milli fólks. Til framtíðar verður vöxtur íslensks viðskiptalífs á nýjum mörkuðum og í samskiptum við aðra menningarheima. Þess vegna þurfum við að aðlaga okkur öðrum viðskiptavenjum og stjórnunarstíl og annars konar hugsunarhætti og framkomu.

Tungumál eru þannig lykill að heiminum og byggja brýr á milli ólíkra menningarheima. Víðtæk og haldgóð kunnátta í erlendum tungumálum og menningarlæsi stuðla að árangri í viðskiptum og greiða fyrir farsælum samskiptum á alþjóðavettvangi.

Menningarvitund.

Lingó-málamiðlun er í samstarfi við nokkur af þekktustu fyrirtækjum heims á sviði menningarsamskipta og býður námskeið í menningarlæsi og samskiptum bæði hér á landi og erlendis.

Hafðu samband , ef þú vil kynna þér málið nánar.