Tungumálanámskeið fyrir vinnandi fólk
Alþjóðavæðing með vaxandi samskiptum milli landa ýtir undir nauðsyn þess að starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði standi til boða fjölbreyttir möguleikar á starfstengdu tungumálanámi erlendis. Fyrirtæki hér á landi hafa einnig í vaxandi mæli leitað nýrra markaða og mörg hver byggt upp starfsemi erlendis. Þessi þróun felur í sér miklar breytingar, þar sem takast þarf á við breyttar aðstæður og nýtt starfsumhverfi. Því má segja að menningarlæsi og tungumálakunnátta starfsmanna sé hornsteinn hvers fyrirtækis.
Sérsniðin tungumálaþjálfun
Lingo-Málamiðlun er í samstarfi við fjölmörg sérvalin fræðslusetur og málaskóla erlendis, því reynslan sýnir að best að læra tungumál í því landi sem málið er talað. Í boði er mikið úrval námskeiða fyrir stjórnendur, sérfræðinga og almenna starfsmenn. Stuttar en markvissar námsleiðir, sem svara þörf atvinnulífsins um tungumálanám. Áhersla er lögð á talþjálfun, málnotkun og fræðslu um þjóðlíf og menningu viðkomandi málsvæðis. Þátttakendur fá sérhæfða kennslu og bjóðast einnig möguleikar á að kynnast erlendum aðilum sem starfa á sama sviði og þeir sjálfir.
Allir samstarfsaðilar okkar bjóða úrvals þjónustu af fagmennsku og hafa áratuga reynslu og þekkingu í að mæta þörfum alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana. Fræðslusetrin / skólarnir eru í borgum, bæjum og sveitum og bjóða ýmsa gistimöguleika, þannig að að allir geta fundið nám og staðsetningu við sitt hæfi.
Almennt tungumálanám
Almennu námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja læra tungumálið á þægilegum hraða og njóta menningar viðkomandi lands á sama tíma. Nemendum er raðað saman eftir kunnáttu. Lögð er áhersla á að bæta undirstöðuþekkingu í málfræði, ritun, lestri og talmáli, en ekki síður að vinna kerfisbundið með þjálfun sem eykur hæfni til almennra samskipta á ensku.
Einnig er í boði að taka almennt námskeið að hluta fyrri hluta dags og bæta við þekkingu á áhugasviði seinni part, t.d. menning og listir, bókmenntir, eða undirbúningur fyrir háskólanám. Þeim sem vilja læra mikið á stuttum tíma stendur til boða að vinna í smáhóp fyrir hádegi og taka einkakennslu síðdegis.
Val á „réttum” skóla
Þegar fjárfest er í málanámi er mikilvægt að velja réttan skóla og tryggja að gæði og markmið námsins uppfylli ítrustu kröfur. Á Bretlandseyjum eru til að mynda um 350 viðurkenndir málaskólar. Margir þessara skóla bjóða námskeið fyrir stjórnendur og sérfræðinga, en hins vegar eru aðeins örfáir skólar sem mæta þeim kröfum sem gera verður til slíkra námskeiða.
Lingo-Málamiðlun auðveldar þér valið og veitir persónulega og sérhæfða ráðgjöf við val á námskeiði og skóla.
Hafðu samband og kynntu þér hvað við getum gert fyrir þig.