Forsida(3)Enskunámskeið

Enska er Esperanto okkar tíma, tungumál sem flestir geta nýtt sér og er mest notaða tungumálið í viðskiptum í heiminum. Enska á sér langa og merkilega sögu sem hefur þróast í mörg afbrigði í gegnum aldirnar. Menningarheimar þeirra þjóða, sem hafa ensku að móðurmáli eru mismunandi og endurspeglar tungumálið þennan mun. Við val á stað til enskunáms skiptir máli að læra tungumálið í þeirri menningu sem þú telur áhugaverðasta.

Enskunámskeið fyrir stjórnendur og sérfræðinga eru byggð upp þannig að hægt sé að ná miklum árangri á stuttum tíma. Þau eru því krefjandi, hagnýt og markviss. Leiðbeinendur búa yfir mikilli reynslu og námskeiðin eru aðlöguð tungumálakunnáttu hvers og eins og byggð upp út frá reynslusviði hans. Boðið upp á umhverfi við hæfi “Executive Centres”, sem eru búin öllum nútíma þægindum. Sjá nánar