Malaskoli(4)

Hver er munurinn á almennri ensku og akademískri ensku?

Almenn enska er notuð sem daglegt mál í samskiptum bæði töluð og rituð. Til dæmis þegar nemendur tala við vini sína, eða versla út í búð. Margir ná ágætis tökum á almennri enskri tungu á nokkrum mánuðum, en það getur tekið tvö ár að ná góðum tökum á málinu.

Akademísk enska og almenn enska eru ekki tvö ólík tungumál. Akademísk enska er aftur á móti meira krefjandi og flóknari en almenn enska. Það er því ekki gefið að háskólanemi með ágætis kunnáttu í almennri ensku hafi tök á akademískri ensku, sem er forsenda þess að geta tileinkað sér námsefni, öðlast skilning og geta tjáð sig um viðkomandi fræði.

Námskeið sem skila árangri. Lingo er í samstarfi við erlenda málaskóla sem bjóða úrvals þjónustu og hafa áratuga reynslu af kennslu í akademískri ensku. Skólarnir eru staðsettir í borgum, eða bæjum og bjóða ýmsa gistimöguleika, þannig að allir geta fundið nám og staðsetningu við hæfi. Á þessum námskeiðum er lögð áhersla á talþjálfun, auðgun orðaforða, skilning á menningarmun, sem og að efla sjálfstraust og samskiptahæfileika. Námskeiðin eru sniðin að verðandi háskólanemum svo og þeim sem stunda háskólanám eða hafa  nýlega lokið háskólanámi.

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og aðstoðum þig við að finna málanám, sem er sniðið að þínum þörfum.