Malaskoli(5)Málaskóli – almenn námskeið

Almennu enskunámskeiðin eru ætluð þeim sem vilja læra tungumálið á þægilegum hraða og njóta menningar viðkomandi lands á sama tíma. Nemendum er raðað saman eftir kunnáttu. Lögð er áhersla á að bæta undirstöðuþekkingu í málfræði, ritun, lestri og talmáli, en ekki síður þjálfun sem eykur hæfni til almennra samskipta á ensku.

Almenn námskeið og áhugasvið

Námskeiðinu er skipt í tvennt. Fyrri hluta dagsins er almenn enska og síðdegis er unnið í litlum hóp (2-6) með áhugasvið viðkomandi, sem geta til dæmis verið viðskiptaenska, menning og listir, bókmenntir, eða undirbúningur fyrir háskólanám. Lögð er áhersla á skrifaða og talaða ensku, auk verklegra æfinga í að koma fram og halda kynningu, símtalstækni, bréfa- og skýrslugerð.

Samsett námskeið (Smáhópur og einkakennsla)

Þessi enskunámskeið eru fyrir þá sem vilja læra mikið á stuttum tíma. Fleiri kennslustundir á dag og krefjandi námsefni leiðir til þess að hægt er að ná miklum árangri, þar sem litlir hópar vinna saman í hvetjandi umhverfi. Nemar á þessu námskeiði eru í almennri ensku fyrir hádegið og bæta síðan við 2-4 stundum á dag í einkakennslu.

Hafðu samband  og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og sjáum til þess að þú finnir málanám sem er sniðið að þínum þörfum.