Malaskoli(6)

Ekkert venjulegt málanám

Enskunámskeið fyrir stjórnendur og sérfræðinga eru byggð upp þannig að hægt sé að ná miklum árangri á stuttum tíma. Þau eru því krefjandi, hagnýt og markviss. Námskeiðin eru aðlöguð tungumálakunnáttu hvers og eins og byggð upp út frá reynslusviði viðkomandi. Litið er til sérstakra þarfa þátttakenda og boðið upp á umhverfi sem er bæði þægileg, en um leið hvetjandi.
Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og sjáum til þess að þú finnir málanám sem er sniðið að þínum þörfum. Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju.

Lingó er með samninga við nokkur viðurkennd fræðslusetur og málaskóla í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem sérhæfa sig í stjórnendafræðslu. Þessir aðilar bjóða umhverfi við hæfi “Executive Centres” sem eru búin öllum nútíma þægindum.