Frönskunámskeið
Franska hefur löngum verið eitt af höfuðtungumálum alþjóðasamskipta, enda hafa menning og listir Frakka haft mikil áhrif á sögu Evrópu. Góð frönskukunnátta kemur sér því einkar vel í nútímasamfélagi, eykur atvinnutækifæri og víkkar sjóndeildarhringinn. Franska hefur verið kennd á Íslandi í áraraðir, en það er ómetanlegt að læra tungumálið í frönskumælandi umhverfi hjá viðurkenndum skóla. Í boði er fjölbreytt úrval námskeiða og hægt er að velja um mismunandi staði í Frakklandi og Kanada, sem allir hafa sína sértöku menningu.
Centre International D’antibes
Málaskólinn CIA í Antiebes er einn virtasti skólinn á sínu sviði í Frakklandi og vinsæll hjá fólki sem vill kynnast “Frönsku Ríverunni”. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og húsnæði og aðstaða er eins og best gerist. Fjölmargar skemmti- og skoðunarferðir eru í boði. Sjá nánar um skólann