blog-msk-þýska(4)

Þýskunámskeið

Margir merkustu vísindamenn, heimspekingar og tónskáld Evrópu hafa komið frá hinum þýskumælandi heimi og haft mikil áhrif á vestræna menningu. Þýska hefur einnig lengi vel gegnt mikilvægu hlutverki í tungumálakennslu á Íslandi og margir vilja bæta við sig þekkingu og færni í málinu eftir nám hér heima. Þrátt fyrir að þýska sé ekki alþjóðamál velja tugmilljónir manna um allan heim, að læra hana sem sitt annað tungumál.

GLS – German Language School málaskólinn er staðsettur í einu mest spennandi hverfi Berlínar, Prenzlauerberg. Á svæðinu er ekki aðeins skólinn sjálfur, heldur er þar einnig að finna stúdentagarða með stúdíóíbúðum, veitinga- og kaffihús, hjólaleigu og ýmsa aðra afþreyingu. Auk almennra námskeiða býður GLS sérsniðin námskeið fyrir viðskiptafólk, lögfræðinga og blaðamenn. Nánar um skólann: